Saga - 2015, Síða 113
einkar gagnleg, ef ekki beinlínis nauðsynleg. en lög eru jafnframt
þversagnakennd fyrirbæri. Þau eru í senn valdbeitingartæki, sem
ætlað er að móta hegðun og hugsun — eða með öðrum orðum
menningu — manna (og refsa þeim sem víkja frá hinu leyfilega) og
leið til að vernda réttindi manna hvers gagnvart öðrum og gagnvart
löggjafanum sjálfum. Lög bera því vitni um hvernig samfélagslegt
vald fólst (og felst) í því að geta skilgreint og lögfest í nafni heildar-
innar tiltekin gildi og hagsmuni sem hina einu réttu, ásættanlegu
eða leyfilegu og að geta haldið þeim á lofti og fylgt þeim eftir. vegna
þessara tvíbentu eiginleika laga eru þau óhjákvæmilega vettvangur
togstreitu og átaka um merkingu og túlkun þeirra, togstreitu sem
aftur mótast af ójöfnum valdahlutföllum í samfélaginu hverju sinni
sem og menningarmun á borð við aðgengi að upplýsingum, læsi og
annars konar félagslegu auðmagni (eða skorti þar á).2
Þessi átök eru dregin fram með táknrænum hætti í sýning-
arrýminu með því að stilla upp sem andstæðum annars vegar þessu
Jónsbókarbákni í miðju rýmisins og hins vegar lítilli og óáberandi
mynd eftir förumanninn Sölva Helgason á vegg til hliðar og á
öðrum vegg litlum sjónvarpsskjá sem sýnir verkið Mercy eftir
Ragnar kjartansson en þar stendur hann með gítar og syngur end-
urtekið sömu línuna („Oh, why do I keep hurting you“). Sölvi
Helgason er með frægari þolendum refsivandar laganna hér á landi,
þótt hann hafi reyndar aldrei verið dæmdur eftir ákvæðum
Jónsbókar, og um leið uppreisnarmaður sem túlkaði lög og venjur
eftir eigin höfði og andmælti hástöfum ranglæti valdsins og laga-
bókstafs þess. Þrátt fyrir að hann hafi verið vandræðaseggur, jafnvel
glæpamaður, sem braut ítrekað lög og reglur jafnt sem óformlegar
venjur samfélagsins á sinni tíð, þá er samúð fólks nú á dögum
almennt með Sölva. Honum er (réttilega) hampað fyrir listaverk sín
en þó ekki síður fyrir að standa uppi í hárinu á yfirvöldum og
andæfa félagsgerð og löggjöf sem kúgaði lítilmagnann og er sögð
hafa haldið landinu í staðnaðri fátækt og einsleitni. Frávikinu —
(marg)brotin sjálfsmynd þjóðar 111
2 Nánar er fjallað um átakatúlkun laga í doktorsritgerð minni. vilhelm vil -
helmsson, Sjálfstætt fólk? vald og andóf á Íslandi á tímum vistarbands. Ritgerð
til doktorsprófs í sagnfræði. Háskóli Íslands, 2015, bls. 36–40. Sjá einnig umfjöll-
un sagnfræðinganna erling Sandmo og evu Österberg í: „Introduction“, People
Meet the Law: Control and Conflict-handling in the Courts. The Nordic Countries in
the Post-Reformation and Pre-Industrial Period. Ritstj. eva Österberg og Sølvi
Sogner (Oslo: Universitetsforlaget 2005), bls. 9–26.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 111