Saga - 2015, Page 115
meiði öld eftir öld. Myndverk Sölva Helgasonar einkennast sömu-
leiðis af blómaflúri og fléttum af þessu tagi. Þá byggist verk Ragnars
kjartanssonar einnig á endurtekningu sem þó felur í sér sífellt ný til-
brigði við sama stefið.
Upplifun mín á uppsetningunni í rökkvaða hliðarherberginu
reyndist því aðeins mín túlkun — mín hugarsmíð — byggð annars
vegar á þeirri þekkingu sem ég bý yfir og tek með mér inn á sýn -
inguna og hins vegar á mínum persónulegu áhugasviðum og sýn á
tilveruna. Hún var ekki í neinu samræmi við þær meiningar sem
aðstandendur sýningarinnar lögðu í framsetninguna. eða hvað? Það
sem einkennir sýninguna, og gerir hana frábrugðna öðrum grunn -
sýningum íslenskra höfuðsafna, er einmitt ákveðin áhersla á „skap-
andi túlkun“ sýningargesta og milliliðalausa upp lifun þeirra af mynd -
heiminum sem settur er fram. Rökin með þeirri áherslu eru, með
orðum Markúsar Þórs Andréssonar sýningarstjóra, að sýningargestir
séu ekki „að ganga um framandi heim, þvert á móti er hann þeirra,
þar sem treysta má á eigin skilningarvit“. verkin sem til sýnis eru geti
hver sem er tengt við því þau endurspegli „tjáningu frá manni til
manns um sammannleg hugðar efni“.5 kannski var ég einmitt að gera
það sem aðstandendur sýningar innar ætluðust til: að beita eigin skiln-
ingarvitum til þess að túlka með skapandi hætti sögulegt, eða öllu
heldur menningarlegt, samhengi þeirra gripa sem eru til sýnis.
Að þessu leyti er Sjónarhorn ögrandi sýning og andstæða þeirrar
yfirlitshugsunar sem almennt hefur einkennt grunnsýningar höfuð -
safna landsins, þar sem gesturinn er teymdur í gegnum sögu og/
eða menningu landsins og mataður á tiltekinni sýn á efniviðinn og
nálgunin markast af þrálátri foringjadýrkun. Þess í stað eru gestir
hvattir til að taka sjálfstæða afstöðu til efniviðsins og vera þannig
virkir þátttakendur í sýningunni og merkingarsköpun hennar. Um
leið vekur nálgunin mann til umhugsunar um hvað það er sem
sýning á borð við þessa á að draga fram og leggja áherslu á og jafn-
framt hvernig hægt sé að miðla þekkingu á sögu og menningu lands
og þjóðar án línulaga söguþráðar eða skýrs gildismats gagnvart
viðfangsefninu sem miðlað er í uppsetningu hennar. Að því leyti
endurspeglar sýningin umræður innan fræðasamfélagsins á undan-
förnum tveimur áratugum þar sem áleitnar spurningar um tengsl
þekkingar og valds hafa kallað á endurmat á framsetningu sögulegs
efnis, eða menningararfs almennt, og hlutverki sýninga sem þessar-
(marg)brotin sjálfsmynd þjóðar 113
5 Sjónarhorn, bls. 15–16.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 113