Saga - 2015, Blaðsíða 118
hliða skjaldarmerkinu, þjóðfánanum og þjóðsöngnum og verða
þannig sameiningarafl og þjóðræknisvaki, m.a. með því að hýsa
sýningar á sögu þjóðarinnar og menningararfi. Hvaða hlutum þeirr-
ar arfleifðar átti helst að halda á lofti kom skýrt í ljós við opnun
hússins árið 2000. Þá voru opnaðar sýningar með úrvalsritum ís -
lenskrar bókmenningar, um ríkistákn og þjóðliti Íslands, um Jón
Sigurðsson og Hannes Hafstein, um 1000 ára sögu kristni í landinu
og um landafundi og vínlandsferðir. Þáverandi stjórnvöld lögðu
með öðrum orðum mikið upp úr sögulegu hlutverki hússins og
virðuleika þess. Þeir reyndu ákaft að beita því í þágu eigin ímynd-
arpólitíkur, með kanóníseringu ríkisins á sögu og menningu lands -
ins í formi umræddra sýninga, við litla hrifningu þeirra fræðimanna
sem störfuðu við hönnun sýninganna og reyndu eftir mætti að
draga úr þessum áherslum þjóðrembu og valdastofnana dýrk unar
sem stjórnmálamenn óskuðu eftir.11
Andstætt þessum áherslum setur sýningin Sjónarhorn íslenskan
menningararf fram sem brotasmíð, bricolage. Í stað hinnar línulegu
frásagnar af glæstustu afrekum þjóðarinnar eru brot, sem í fljótu
bragði virðast ósamstæð og fengin eru úr ólíkum áttum, notuð til
þess að skapa samhengi sem hefur víðari skírskotun. Brot sem jafn-
framt eru að mestu laus við höfðingjasleikjuskap og (há)menn -
ingar(sjálfs)upphafningu. Í sjónarhorninu Niður er til að mynda að
finna framsetningu á eldgosum á ýmsum tímum Íslandssögunnar
þar sem raðað er saman kortateikningum séra Sæmundar Magnús -
sonar Hólm af Skaftáreldum 1783 og áhrifum þeirra, málverkum
með túlkun listamanna á eldgosum, blaðaúrklippum með fréttum
af eldgosum í Heklu, vestmannaeyjum og eyjafjallajökli, miðum af
gosflösku, eldspýtnastokkum og frímerkjum og annarri söluvöru
sem með einum eða öðrum hætti sýnir eldgos, umslögum af plötum
með íslenskri þjóðlagatónlist prýddum myndum af eldgosum, þar
sem markhópurinn er greinilega útlendingar því titlar þeirra eru á
ensku, og ýmsu fleira. Með þessari framsetningu er dregið fram
hvaða áhrif náttúruhamfarir hafa haft á líf landsmanna og sjálfs-
mynd en um leið hvernig Íslendingar hafa notfært sér þessa ímynd
vilhelm vilhelmsson116
11 Ólafur Rastrick, „Hús með sál — þjóðarsál: Lesið í sköpun Þjóðmenn ingar -
húss“, Ný saga 12 (2000), bls. 82–88; Gísli Sigurðsson, „Arfur og miðlun:
Hugmyndafræði og nýjar rannsóknir“, Hvað er sagnfræði? Rannsóknir og miðlun.
Ritstj. Guðbrandur Benediktsson og Guðni Th. Jóhannesson (Reykjavík:
Skrudda 2008), bls. 138–145.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 116