Saga - 2015, Blaðsíða 119
lands íss og elda út á við til markaðssetningar á landinu sjálfu og
íbúum þess. Í sjónarhorninu Spegill, sem er í gamla lestrarsal Lands -
bókasafnsins, sem sumir kalla hjarta hússins, eru sýningargripir
einna helst (en þó ekki eingöngu) bækur í glerskápum. Líkt og í
opnunarsýningu Þjóðmenningarhúss árið 2000, sem Ólafur Rastrick
sagnfræðingur hefur fjallað um með fróðlegum hætti, eru bækur
settar fram sem táknmyndir sjálfsmyndar Íslendinga sem menning-
arhneigðrar bókaþjóðar.12 en ólíkt nefndri opnunarsýningu, sem
lagði áherslu á „úrvalsrit íslenskrar bókmenningar“13, er hér lögð
áhersla á myndheim bókarkápunnar sem í senn undirstrikar sjálfs-
mynd höfundar og markaðsímynd efniviðarins, ef ekki landsins og
þjóðarinnar í heild. Það er táknrænt fyrir þessa gagnrýnu nálgun að
stilla upp á áberandi hátt þýddum útgáfum vinsælla íslenskra bók-
mennta með klisjukenndum kápumyndum af staðalmyndum Ís -
lands og Íslendinga í anda þeirra sem markaðsfræðingar vilja halda
að „útlendingum“.
Myndin af íslenskri sögu og menningu sem dregin er upp á
sýningunni er þannig margræð. Sá menningararfur sem borinn er á
borð er ekki órofa heild, óslitinn þráður frá hetjum fornbók mennta
til sjálfsmyndar samtímamanna, heldur er hann þversagnakennd
brotasmíð þar sem áhrif fortíðar og umhverfis móta vissulega sjálfs-
mynd og menningu en staðalmyndir eru einnig hagnýttar sem sölu-
vara og markaðstæki, sem aftur festa umræddar staðalmyndir í
sessi sem hluta af sjálfsmyndinni. Hið óræða fyrirbæri „íslenskur
menningararfur“ er þannig túlkað sem samtíningur úr ólíkum
áttum — hámenning og lágmenning, listaverk, náttúrufyrirbrigði,
búsetumynstur, söluvarningur o.s.frv. — sem þó myndar eitthvað
sem flestir munu líklega kannast við sem „íslenskt“. Mörk íroníu og
alvarleika, þess sjálfsprottna og þess innrætta, í þeirri sjálfsmynd
Íslendinga sem sýningin kallar fram, eru óskýr. Það er einn helsti
styrkur sýningarinnar hversu vel sýningarhöfundum tekst að gera
sér mat úr andstæðum og þversögnum til þess að undirstrika þessa
margræðni viðfangsefnisins. Slíkt hefði reynst mun erfiðara með
línulaga frásögn af sögu lands og þjóðar, framsetningu glæstustu
afrekanna á sviði bókmennta og lista eða öðrum ámóta hefðbundn-
um aðferðum.
(marg)brotin sjálfsmynd þjóðar 117
12 Ólafur Rastrick, „Hús með sál — þjóðarsál“, bls. 83.
13 Sama heimild, bls. 83.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 117