Saga - 2015, Qupperneq 126
Saga LIII:2 (2015), bls. 124–138.
arngrímur vídalín
Ný bókfestukenning?
Spjall um aðferðir
Fyrir nokkrum árum gaf Gunnar karlsson út fyrsta bindið af hand-
bók sinni í íslenskri miðaldasögu, Inngang að miðöldum (2007), hið
ágætasta rit sem ætti að vera skyldulesning fyrir alla háskólanema í
miðaldafræðum.
eitt atriði í bók hans fékk mig til að staldra við og ég hef tölu -
vert velt vöngum yfir því. Þar nefnir Gunnar í framhjáhlaupi við -
horf Sveinbjarnar Rafnssonar til heimildarýni, sem sé það að rit-
heimildir miðalda sé eingöngu hægt að skoða sem heimildir um
þann tíma sem þær eru ritaðar á. Þar vísar Gunnar í doktorsritgerð
Svein bjarnar, Studier i Landnámabók: Kritiska bidrag till den isländska
fristats tidens historia, þar sem hann tekur til skoðunar ólíkar gerðir
Land námu með tilliti til þess hverjir settu þær saman. Þannig telur
Svein björn að Melabók endurspegli elstu gerð Landnámabókar þar
sem hún er ekki sögugerð, eins og hann kemst að orði í síðari ritgerð
sinni um efnið, líkt og Sturlubók og Hauksbók.1 Rannsókn Svein -
bjarnar, eins og nærri má geta, skoðar Landnámabók sem „heimild
um það þjóðfélagsástand sem hún óx upp úr“, miklu fremur en
sem heimild um landnámið, enda leggur Sveinbjörn „mikla áherzlu
á að Frum-Landnáma hafi ekki verið sögulegt rit,“ svo vitnað sé til
gagnrýni Jakobs Benediktssonar á ritgerð Sveinbjarnar, en líkt og
Gunnari þótti honum Sveinbjörn „ganga fulllangt í því að afneita
sögulegu heimildargildi hennar.“2 Sveinbjörn neitar því raunar að
hann geri það.3
Nú mun sitt sýnast hverjum um það og kann vel að vera að
eitthvað í gagnrýninni megi til sanns vegar færa. ef fræðimenn ein-
1 Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók: Kritiska bidrag till den isländska fris-
tatstidens historia (Lundi: Gleerup 1974); Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð
Landnámabókar (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 2001).
2 Sjá Jakob Benediktsson, „Markmið Landnámabókar,“ Skírnir 148 (1974), bls.
207–215, einkum 212–213.
3 Sveinbjörn Rafnsson, „Aðferðir og viðhorf í Landnámurannsóknum,“ Skírnir
150 (1976), bls. 213–238, einkum 232.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 124