Saga


Saga - 2015, Page 135

Saga - 2015, Page 135
huga að varðveislutími Íslendingabókar endurspeglar ekki ritunar- tímann. Róttækari er þessi heimildarýni ekki og ég get ekki hugsað mér sjálfsagðari fyrirvara við meðhöndlun jafn flókinna heimilda og Íslendingabókar.24 en það er auðvitað ekki sama hvernig við notum heimildirnar. Heimildir á við Íslendingabók eða Íslendingasögur er ekki hægt að nota sem leifar á sama hátt og til dæmis skjöl þar sem þær endur- spegla alltaf túlkun höfundar á atburðum og hún inniheldur í senn hugmyndafræði hans, skoðanir og jafnvel tilbúning hans eða rang- færslur.25 einmitt fyrir þær sakir er það sem Gunnar nefnir nýbók- festu í raun og veru í samræmi við hefðbundna heimildarýni vest- rænna miðaldasagnfræðinga, og mætti þar til að mynda taka þýska sagnfræðinginn Walter Goffart (f. 1934) sem dæmi. Það er vissulega hefð fyrir því á Íslandi að nota frásagnir sem leifar um annað en viðhorf höfundar. Svo sama dæmi sé viðhaldið er enn hangið á Íslendingabók sem heimild um landnám fremur en um Ara fróða, en það er sagnfræði sem tíðkast óvíða annars staðar en á Íslandi. engum öðrum en Íslendingum kæmi til hugar að líta á Íslendinga - bók eða Landnámabók sem heimildir um hið sögulega landnám Íslands.26 við getum ekki tínt úr þeim einhver atvik eða staðreyndir um það hvernig landnámið raunverulega átti sér stað. Aftur á móti eru Íslendingabók og Landnáma ótvíræður vitnisburður um hug- myndir og viðhorf höfunda sinna til landnámsins. Þær rekja ekki ný bókfestukenning? 133 24 Um þetta segir Sveinbjörn Rafnsson: „Þegar bent er á að heimildin er skráð meira en hundrað árum síðar en atburðir þeir sem hún greinir frá að eigi að hafa gerst verður ljóst að heimildin stenst ekki gagnrýniskröfur um ritunar - tíma sem næst atburðunum, gleymska og gáleysi geta þar leikið lausum hala, að ekki sé minnst á ómeðvitaðar tilhneigingar, með vitaðan áróður og lærðan tilbúning. en hvernig sem þessu er farið er ljóst að Íslendingabók er beinn vitn- isburður um þær hugmyndir sem Ari Þorgilsson, og væntanlega Teitur Ís - leifsson, gerðu sér eða vildu gera sér um kristnitökuna. Í þeirri merkingu verður Íslendingabók ekki flokkuð sem frásagnarheimild, hún verður óyggj- andi sögulegur vitnisburður um hugmyndir sagnaritara í upphafi tólftu aldar um kristnitökuna.“ Sjá Sveinbjörn Rafnsson, „Um kristnitökufrásögn Ara prests Þorgilssonar“, Skírnir 153 (1979), bls. 167. 25 ekki svo að skilja að jafnvel formlegustu skjöl geri það ekki líka, en þau gera það ekki í jafn afdrifaríkum mæli og þegar sögulegir atburðir eru túlkaðir og söguskoðun er mótuð. 26 Um þetta hélt Ármann Jakobsson áhugavert erindi hjá Miðaldastofu, „Sann - leikurinn er ekki í bókum: Landnámabók og landnám Íslands“, þann 30. apríl 2015. Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.