Saga - 2015, Page 137
aldafræðingar upp að vissu marki; við vinnum öll að því að endur-
gera löngu horfna fortíð. en svo dæmi sé nefnt þurfa þeir sem rann-
saka heiðinn átrúnað norrænna manna að vera, og það eru þeir und-
antekningalítið, sérstaklega meðvitaðir um það hversu vandasamar
heimildir þeirra eru í notkun. Þeir sem takmarka sig við ritunartíma
heimildanna glata vissulega tækifærinu til að róa á þær dýptir sem
aðrar aðferðir bjóða upp á, en að sama skapi eru heimildirnar óyggj-
andi vitnisburður síns ritunartíma og sinna höfunda. Um það heim-
ildargildi þeirra er einfaldlega ekki hægt að efast því þá væri
botninn alveg farinn úr tunnunni. Í þessu tilliti mætti ef til vill kalla
nýbókfestu lágmarksnálgun að heimildunum: við getum að minnsta
kosti fullyrt þetta og hitt út frá ritunartíma og viðhorfum þess tíma.
Það þarf þó ekki að líta svo á að lengra nái hún ekki.
Hvernig nýtist nýbókfesta?
Þó að Gunnar dragi Sveinbjörn Rafnsson sérstaklega út fyrir sviga
sem nýbókfestumann þá eru fjöldamargir aðrir fræðimenn sem hafa
starfað á grundvelli álíka gagnrýninnar afstöðu til heimilda. Það
hlýtur til dæmis að vera frumforsenda allra hugarfars sögu rann -
sókna að halda sig við svonefnda nýbókfestu enda væri hættulegt
að ætla að alhæfa anakrónískt um hugmyndastrauma. Mér finnst
freistandi að tiltaka Sverri Jakobsson, sem Gunnar nefnir lærisvein
Helga Þorlákssonar en bendlar ekki við nýbókfestu,29 og rannsókn
hans á heimsmynd Íslendinga 1100–1400 sem dæmi.30 Ég fæ ekki
betur séð en sú heimildarýni sem hann iðkar þar á hugmyndasögu-
legum forsendum sé að miklu leyti í samræmi við aðferð nýbókfest-
unnar. Sverrir fullyrðir ekki um önnur tímabil en þau sem ritheim-
ildir heimila, samanber þau tímamörk sem hann gefur sér. er það
ekki enda grunnforsenda sem sagnfræðingar ættu að tileinka sér, að
meta heimildir einatt í réttu samhengi tíðarandans?
Það sem af orðum Gunnars mætti telja til nýbókfestu getur verið
æði fjölbreytilegt. Doktorsrannsókn Torfa H. Tuliniusar fjallar um
ný bókfestukenning? 135
29 Gunnar karlsson, Inngangur að miðöldum, bls. 41.
30 Sverrir Jakobsson, Við og veröldin: Heimsmynd Íslendinga 1100–1400 (Reykja -
vík: Háskólaútgáfan 2005). Gunnar var raunar andmælandi við doktorsvörn
Sverris en fann ekki að heimildarýni hans við það tækifæri (enda ekkert að
henni að finna). Sjá Gunnar karlsson, „Af Sverris sögu víð förla“, Saga XLIII:2
(2005), bls. 193–206.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 135