Saga - 2015, Page 141
sigrún alba sigurðardóttir
Í sálinni
Hugleiðingar um bók eggerts Þórs Bernharðssonar,
Sveitin í sálinni. Búskapur í Reykjavík
og myndun borgar
Ég hitti eggert Þór Bernharðsson síðast á jólaskemmtun Háskóla
Íslands þann 29. desember 2014. við ræddum stuttlega um nýút-
komna bók hans Sveitin í sálinni og notkun hans á ljósmyndum, sem
ég hrósaði óspart á milli þessi sem við fylgdumst með spariklædd-
um börnum og barnabörnum dansa í kringum jólatré. engan
grunaði að aðeins tveimur dögum síðar yrði eggert horfinn á braut.
við sjáum hann væntanlega flest fyrir okkur á hlaupum úr einu
verkefni í annað, með svartan frakkann flaksandi, rauðan trefil og
glettið bros, og það eru margir sem syrgja bæði góðan mann, áhrifa-
mikinn kennara og afkastamikinn fræðimann. Það er sorglegt að
sitja, tæplega ári eftir fráfall eggerts, og leitast við að skrifa ritdóm
um síðasta verk hans, Sveitina í sálinni, þar sem meginviðtakandi
slíks ritdóms hlýtur alltaf að vera höfundurinn sjálfur og tilgangur-
inn með honum að skapa umræður og samtal sem aftur megi verða
til þess að efla rýni og rannsóknir. Auðvitað eiga ritdómar einnig
erindi við lesendur og aðra fræðimenn sem þekkingu eða áhuga
hafa á því verki sem um ræðir og því gætu viðtakendur þessa rit-
dóms, sem og aðrir sem boðið hefur verið í áframhaldandi samtal
um Sveitina í sálinni, verið fjölmargir.
eggert Þór skrifaði ekki fyrir fáa útvalda eða þröngan hóp fræði-
manna. Hann vildi koma sagnfræðinni áfram út í samfélagið, miðla
sögunni til allra, bæði fræðimanna og annarra. Á áðurnefndu jóla-
balli í Háskólanum sagðist hann hafa lagt mikið upp úr því að bókin
yrði ekki of dýr, svo að hún yrði raunverulega samkeppnishæf við
aðrar jólabækur á markaðinum, og að þeir sem vildu kaupa sér
hana handa sjálfum sér settu verðið ekki fyrir sig. venjan á íslensk-
Saga LIII:2 (2015), bls. 139–147.
Í TA R D Ó M U R
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 139