Saga - 2015, Síða 145
Í aðfaraorðum segir eggert:
Ég heillaðist af þessum heimi þegar ég vann að ritun tveggja binda
verks um sögu og þróun Reykjavíkur á árunum 1940 til 1990 og ákvað
að reyna að kanna betur þennan þátt sögunnar ef færi gæfist. … við
þessa söguritun hef ég nýtt fyrri rannsóknir mínar með ýmsum hætti,
einkum hvað varðar starfsemi átthagafélaga í bænum og líf Reykja -
víkuræskunnar. … Hér er á ferð yfirlitsrit þar sem reynt er að draga
upp stórar línur í þeim málaflokkum sem um ræðir. Sjaldnast er hægt
að kafa djúpt í efnið og því er umfjöllunin meira á breiddina en dýptina
þótt reynt sé að bregða upp svipmyndum af liðnum búskaparháttum
(bls. 8).
Sveitin í sálinni er yfirlitsrit sem byggist að nokkrum hluta á fyrri
rannsóknum eggerts þó að mjög víða hafi verið aflað nýrra heim -
ilda og viðfangsefnið sett í nýtt samhengi. eggert nýtir sér einnig
rannsóknir annarra sagnfræðinga og má þar nefna Reykjavíkursögu
Þorleifs Óskarssonar og Guðjóns Friðrikssonar og búskaparsögu
Þórunnar erlu valdimarsdóttur, eiginkonu eggerts, en eggert til-
einkar henni bókina. Þá vinnur eggert töluvert með dagblöð og
aðrar prentaðar samtímaheimildir og setur þær í samhengi við fyrri
rannsóknir. einn helsti kostur bókarinnar er einmitt þetta stóra sam-
hengi þar sem búið er að taka saman ólíka þræði, ólíkar heimildir,
svo sem ljósmyndir, kort, uppdrætti, ljóð, ævisögur, dagblöð, skýrsl -
ur og útgefin fræðirit, og setja saman í aðgengilega sögu sem dýpk -
ar skilning lesandans á því hvernig sveitin lifði innra með borgar -
búum, í áþreifanlegu borgarskipulaginu og daglegu lífi borgarbúa
langt fram á tuttugustu öld.
Borg innflytjenda
Fyrsti kafli bókarinnar nefnist „Römm er sú taug“. Þar lýsir eggert
gífurlegri fólksfjölgun í borginni, sem taldi rúmlega 11.000 íbúa árið
1911 en rúmlega 81.000 einstaklinga árið 1970, og dregur fram
hvernig Reykjavík varð á þessum tíma ekki aðeins borg tækifær -
anna heldur einnig að samfélagi sem mætti lýsa sem dæmigerðu
innflytjendasamfélagi. Þetta kemur einnig fram í næsta kafla sem
fjallar um átthagafélög, en líkt og fólk af sama þjóðerni heldur
saman í stórborgum samtímans héldu sveitungar hópinn í Reykja -
vík. Þeir héldu fast í siði úr sinni sveit, sumir bökuðu laufabrauð
fyrir jólin en aðrir borðuðu kæsta skötu og hvort tveggja var álitið
í sálinni 143
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 143