Saga - 2015, Blaðsíða 146
merki um tryggð við heimahagana. „Mörgum innflytjendum þótti
ekki svo lítils virði að geta gengið að sveitungum sínum í „mann-
hafinu“ í Reykjavík, „finna sig heima“ en ekki sem „rótarslitnar
fjölbýlisverur““ (bls. 22). Það var gott að fólk vissi hvaðan það kom,
hverjar rætur þessu væru. Sumir voru jafnvel sífellt með hugann við
sveitina. eggert segir svo frá: „Sumt uppflosnað bændafólk á miðj -
um eða gamals aldri virtist helst eiga erfitt með að aðlag ast nýjum
heimkynnum, var margt óvant margmenninu og hraða höfuðstaðar-
ins og átti í fyrstu stundum örðugt með að sætta sig við ópersónu -
legt andrúm fjölbýlisins“ (bls. 15). Margir þeirra höfðu þurft að segja
skilið við stórt býli í sveitinni og flytja í lítið og þröngt húsnæði í
bænum.
Skömmu fyrir 1950 var t.d. sagt frá því í dagblaði að einn bóndinn hefði
selt jörð sína, með nýbyggðu tveggja hæða steinhúsi og kjallara, átta
herbergi auk eldhúss og geymslna, sæmilegum gripahúsum, véltæku
600 hesta áveituengi og 300 hesta túni, fyrir fjörutíu þúsund krónur en
keypt sér tveggja herbergja íbúð og eldhús í kjallara í Reykjavík fyrir
níutíu þúsund krónur. Þetta átti fólk erfitt með að sætta sig við (bls. 17).
Þannig eru margar sögur í bókinni. Sumar, eins og þessi, sýna okkur
að vandamál fortíðarinnar eru ef til vill ekki svo ósvipuð þeim sem
við glímum við í samtímanum, aðrar sýna okkur hversu óralangt
við erum komin frá ríkjandi hugsunarhætti og þeim veruleika sem
blasti við borgarbúum um miðja öldina. Meginkjarninn í frásögn
eggerts er þó að sýna fram á hvernig átök milli hins gamla og hins
nýja urðu til þess að bæði einangra hópa og hrinda af stað sam-
félagsbreytingum. „Að styrjöld lokinni orkaði „hinn nýi Reykvík -
ing ur“ meira að segja á suma sem annarleg manntegund óskyld
þeirri kynslóð sem hafði alið hana“ (bls. 45).
Sjálfsmynd Reykvíkinga var bæði margslungin og sundurlaus.
Til þess að efla sjálfsmyndina stofnuðu þeir Reykvíkingar sem ekki
fundu sig í átthagafélögum „innflytjenda“ sitt eigið félag, sem kallað
var Reykvíkingafélagið, og voru þeir einir gjaldgengir í félagið sem
voru „innfæddir Reykvíkingar og fullra fjörutíu ára“ eða höfðu
verið búsettir í borginni í fjörutíu ár — voru með öðrum orðum
„sannir Reykvíkingar“ (bls. 27).
sigrún alba sigurðardóttir144
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 144