Saga


Saga - 2015, Page 154

Saga - 2015, Page 154
Um hundrað árum eftir dauða A.C. Ørsteds, 1964, skrifaði merkur danskur lögfræðiprófessor lærða ritgerð um dóminn 1802, eins og fyrr var vikið að. Sá var færasti réttarlögfræðingur Danmerkur þess tíma, knud Waaben (1921–2008),10 og hann reif bókstaflega öll málsatriði Ørsteds í tætl- ur. Hefur þetta álit Waabens verið algildur sannleikur í danskri lögfræði síðan. Hér var ekki lítið færst í fang.11 Frjálsi maðurinn Hans Jónatan á Íslandi 1802–1827 eins og Gísli Pálsson og Alex Frank Larsen rekja ítarlega í bókum sínum, hófst þriðja tímabilið í lífi Hans Jónatans eftir dóminn. Á þriggja vikna frelsis tíma sínum í kaupmannahöfn kom hinn 18 ára gamli Hans Jónatan sér fyrir á skipi sem sigldi til Djúpavogs á Íslandi. verslunin í Djúpavogi var þá í eigu Jens Larsen Busch, er hafði áður selt danska flotanum íslenskt sauða kjöt sem dönsku sjómennirnir urðu að lifa á að mestu.12 Gísli Pálsson og Alex Frank Larsen setja fram ýmsar getgátur um hvernig Hans Jónatan komst til Íslands. Alex Frank víkur óljóst að því að þar hafi tengsl Hans Jónatans við flotaforingja nýst vel.13 Fyrir mér er aug- ljóst að þetta er skýringin. Hans Jónatan hafði þegar komið sér vel fyrir hjá dönskum foringjum í sjóhernum og meira að segja fengið ákveðið griðabréf frá alvaldi landsins (síðar Friðrik vI.).14 Auðvitað samdi flotinn við Busch kaupmann um að taka við sínum manni og koma honum í felur á Djúpa - vogi. ekki sakaði heldur að verslunarstjórinn, Jón Stefánsson, var vel bók - lærður Íslendingur sem í einkaskjölum sínum fordæmdi allt þrælahald, eins gísli gunnarsson152 10 knud Waaben, „A.C. Ørsted og negerslaverne í københavn“, Juristen (1964), bls. 321–343. 11 Það þurfti ekki ómerkari mann en knud Waaben til að nefna dóminn frá 1802 réttarmorð því að sögulega hefur A.C. Ørsted verið mjög mikils metinn. Sbr. Vor Tids Leksikon 24 (kaupmannahöfn: Aschehoug Dansk Forlag 1951), bls. 35: „Samtiden anerkender Ørsted som den mest framragende jurist, Danmark har fostret“ eða „Samtíminn viðurkennir Ørsted sem langfremsta lögfræðing sem Danmörk hefur alið“. 12 „Det Danske Prisprojekt“. Handritasafn þá (1976) varðveitt í Økonomisk- Historisk Institut (kaupmannahafnarháskóla) en stofnun þessi er ekki lengur við lýði. Uppskriftir úr reikningum birgðastöðva flotans (Søetaten). Algengt var að starfsmenn flotans færu um borð í skip frá Íslandi og hirtu þaðan allt kjötið sem greiðslu fyrir verslunarleigu á 18. öld. en kjötútflutningur frá Íslandi jókst mjög eftir Stórubólu 1707–1708 og hélst mikill lengi á eftir. Sjá einnig Gísli Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland. Einokunar verslun og íslenskt sam- félag 1602–1787 (Reykjavík: Örn og Örlygur 1987), bls. 54 og 270. 13 Alex Frank Larsen, Slavernes Slægt, bls. 73. 14 Gísli Pálsson, Hans Jónatan, bls. 96; Alex Frank Larsen, Slavernes Slægt, bls. 61. Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 152
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.