Saga - 2015, Side 156
Brottför Hans Jónatans úr stöðu verslunarstjóra 1823 hefur augsýnilega
tengst eigendaskiptum. Ørum og Wulff voru um þessar mundir að treysta
mjög stöðu sína á Austurlandi og austanverðu Norðurlandi og stýrðu versl-
un sinni, mikið með kjötvörur, sem mest frá kaupmannahöfn. Fyrirtækið
hefur sennilega viljað hafa þjóna beint úr sínum röðum með örugga þekk-
ingu á kjöti. einnig gæti verið að Ørum og Wulff hafi ekki viljað hafa mann
sem hafði verið dæmdur þræll í starfi verslunarstjóra hjá sér.
Hans Jónatan hafði fordæmi fyrirrennara síns sem víti að varast en Jón
Stefánsson hafði skilið eftir sig þrotabú, eins og áður er vikið að. Slíkt hefur
Hans Jónatan viljað forðast og lét gera heildarúttekt á eigum sínum og
skuldum 1822–1823. Fyrir bragðið fást góðar upplýsingar um hag hans.
Hann var ekki skuldunautur við verslunina en átti ýmsa persónulega muni,
svo sem bækur, loftvog, áttavita og orgel!20 en eignastaða Hans Jónatans
kemur skýrar fram við uppgjörið á dánarbúi hans 1828 og átti hann meira
fémætt eftir fjögur ár sem hjáleigubóndi en eftir öll starfsár sín við versl-
unina.21 Orgelið var þó horfið enda hugsanlega erfitt að geyma það í torbæ,
en í staðinn var komin fiðla. Hún var smíðuð í Þýskalandi um 1800 og er
enn varðveitt og vel við haldið.22 Ljóst er þannig að Hans Jónatan hefur haft
tónlistargáfur og nokkra þekkingu á tónlist.
Hans Jónatan hóf búskap á jörðinni Borgargarði 1823.23 Borgargarður
stóð mjög nærri verslunarstaðnum Djúpavogi og var hjáleiga frá lögbýlinu
Búlandsnesi.24 Að minnsta kosti sumir hjáleigubændur við Djúpavog höfðu
einnig talsverða vinnu við verslunina á Djúpavogi, t.d. Jóhann Níels Malm -
quist, bóndi að Stekkum, mágur Lúðvíks Stefáns, sonar Hans Jónatans, en
Stekkarbóndinn var formaður á hákarlaskipum verslunarinnar.25 vafalaust
hefur Hans Jónatan iðkað sama leik, verið nýjum verslunarstjóra innan-
handar þegar þörf var á og þannig styrkt fjárhag sinn.
Hans Jónatan styrkir stöðu sína með venslum
Árið 1820 gekk Hans Jónatan að eiga katrínu Antoníusardóttur og var hún
13 árum yngri en hann. Faðir hennar, Antoníus Sigurðsson, var lengi hrepp-
stjóri í Geithellnahreppi, sem náði frá Þvottá syðst í Álftafirði til Teigarhorns
gísli gunnarsson154
20 Gísli Pálsson, Hans Jónatan, bls. 183–184.
21 Sama heimild, bls. 184–185.
22 Sama heimild, bls. 174.
23 Sama heimild, bls. 170.
24 Sveitir og jarðir í Múlaþingi III. Ritstj. Ármann Halldórsson ([egilsstöðum]:
Búnaðarsamband Austurlands 1974), bls. 420–421 og 425.
25 einar Jónsson, Ættir Austfirðinga 8 (Reykjavík: Austfirðingafélagið 1953–1968).
Ættarnúmer 13756, bls. 1421.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 154