Saga - 2015, Side 157
innst á nesinu norðanverðu, milli Hamarsfjarðar og Berufjarðar. Hann var
lengi bóndi að Hamarsseli, jörð í hinum grösuga Hamarsdal, inn af Hamars -
firðinum sem aftur á móti er klettóttur og undirlendislaus nema innst.
Hamarssel þótti frábær sauðfjárjörð. Árið 1811 var Háls aflagður sem prests-
setur en Háls var innsta jörðin á nesinu sunnanverðu, nálægt Djúpavogi, og
þótti virðulegt býli. Þangað flutti Antoníus með allt hyski sitt og nýja eigin-
konu, en sú fyrri, móðir katrínar, var þá dáin. Nýja eiginkonan, Þórunn
Jónsdóttur, var fósturdóttir hins fremur vel stæða Guðmundar Skaftasonar,
prests í Berufirði (sem hafði tekjur af fjölda hjáleigna og einu lögbýli innar-
lega í firðinum).
Sjálf Antoníusarættin var fjölmenn og frjósöm og stór hluti bænda í
Álftafirði, Hamarsfirði og Berufirði voru náfrændur af þeirri ætt. Móðir
Antoníusar Sigurðssonar, Ingibjörg erlendsdóttir, var af Ásunnarstaðaætt í
Breiðdal sem þá byggði stóran hluta jarða í sveitinni norður af Berufirði.
Margir af þeirri ætt tengdust ætt eydalapresta sem töldu sig vegna
ættföðurins, einars Sigurðssonar (1539–1626), næstu aldir eftir daga hans
með merkara fólki í landinu. Tengsl voru góð í þessum ættum og yrði ein-
hver fátækur var nóg um ættmenni til að sinna einhverju fósturbarni. Guð -
finna Malmqvist, langamma mín (1850–1898), systurdóttir katrínar, konu
Hans Jónatans, missti móður sína 1854. Faðir hennar var þá 62 ára og lítt fær
um að annast hana en skyldmenni af Antoníusarætt tóku að sér að sjá um
hana.26
katrín Antoníusardóttir (1797–1868) varð með tímanum alþekktur kven-
skörungur og bjó að Búlandsnesi. Að giftast Hans Jónatan, þá verslunar-
stjóra, hefur þótt góður kostur fyrir hana 1820. en fyrir Hans Jónatan, flótta-
mann frá kaupmannahöfn, hlýtur það að hafa verið mjög dýrmætt að tengj-
ast stærstu og valdamestu ættum á sunnanverðu Austurlandi.27 Æskilegt
hefði verið að Gísli Pálsson og Alex Frank Larsen vikju betur að ættfræðinni
og mikilvægi hennar fyrir sögu Hans Jónatans.
sagan um svartan þræl 155
26 Aðalhöfundur þessara ættarskráa var eins og fram hefur komið einar Jónsson,
prófastur (1853–1932) en hópur manna kom að útgáfunni og breytti ýmsu.
Fyrir hópnum fór Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Í hópnum var einnig fyrr-
nefndur Jón Þórðarson prentari, sem skrifaði sérstaka klausu um Hans Jónatan.
Sjá Ættir Austfirðinga, aftanmálsgrein við ættarskráningu 11467, bls. 1511–1512.
Hún lýsir vel þekkingarstiginu um Hans Jónatan hér á landi til ársins 2000.
27 Sjá Manntal á Íslandi 1801 III. Norður- og Austuramt (Reykjavík: Ættfræði -
félagið 1980); Björn Magnússon, Nafnalykill að manntali á Íslandi 1801 (Reykja -
vík: Sögusteinn 1984); Manntal á Íslandi 1845 III. Norður- og Austuramt (Reykja -
vík: Ættfræðifélagið 1985).
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 155