Saga - 2015, Page 159
greindi hann dóminn yfir Hans Jónatan sem réttarmorð. verður vikið að
dómsmálinu og afleiðingun þess hér síðar.
Inge Merite lauk frásögninni á orðunum að „ekki sé vitað um afdrif
Hans Jónatans eftir þetta“ (eða síðan sumarið 1802). Ég hringdi í Inge Merite
og sagði ég henni frá Íslandsörlögum Hans Jónatans. Inge Merite þótti frá-
sögnin merkileg, kvaðst aðeins eiga einu erindi um mál hans ólokið hjá
Danmarks Radio og myndi segja frá þessum örlögum Hans Jónatans í loka-
erindi sínu, sem hún og gerði.
Ég sendi Inge Merite mörg gögn sumarið 2000 og eru þau öll dagsett 1.
ágúst. var þar fjallað um ævi Hans Jónatans á Íslandi og afkomendur hans.
Áhugamaður um danska þræla fyrr á tímum, hinn sjálfstæði kvikmynda-
gerðarmaður Alex Frank Larsen, hlustaði einnig á erindi Inge Merite. Þann
4. september 2000 fékk ég tölvupóst fá Alex Frank og gaf ég honum ýmis ráð
og bað Inge Merite að láta hann fá afrit þeirra gagna sem ég hafði sent
henni.31 Skömmu síðar, þann 14. september, kvaðst Alex hafa fengið öll
nauðsynleg gögn frá Inge Merite; hann vildi vita meira og kom með spurn-
ingar sem ég svaraði strax. Í kjölfarið gerði Alex sér ferð til Íslands og spurði
mig margs. einnig náði hann sambandi við nokkra afkomendur Hans
Jónatans og fór í fyrstu heimsókn sína til Djúpavogs og nærsveita. Fékk
hann einn viðmælanda sinn til að vera viðstaddur 200 ára minningarathöfn
um orustuna 1801, þar sem Hans Jónatan hafði barist hetjulega.
Árið 2001 var haldið fjölmennt ættarmót afkomenda Hans Jónatans og
tók Alex Frank Larsen fjölda mynda af því og kvikmyndaði. Skömmu síðar
var búin til vefsíða um Hans Jónatan og afkomendur hans.
Alex var hér sumrin 2001 og 2002 og leitaði heimilda, m.a. hjá mér, og
tók auk þess kvikmyndabúta. Síðan heyrði ég ekkert af verkinu fyrr en það
var sýnt í sjónvarpinu íslenska, fullgert í fjórum þáttum frá Danmarks Radio,
í maí 2005. Gísli Pálsson kveðst fyrst hafa séð kvikmyndaröð Alex þegar
hann var staddur í kaupmannahöfn 2007 og horfði þar á sjónvarp. Tíma -
setningin er merkileg þar sem framleiðandi myndarinnar sýnir hana tveim -
ur árum eftir að hún var sýnd í íslenska sjónvarpinu.
Bókaritun hefst
Árið 2008 kom svo loks út bók Alex Frank Larsen, Slaverners slægt, eins og
fyrr er getið. er þar mikið fjallað um Hans Jónatan. kostur bókarinnar er
einkum sá að hér er myndasmiður að verki en margar myndir hans, sem
eru einnig uppistaða myndaefnis í bók Gísla Pálssonar, eru afbragðs-
góðar.
Meginhluti frásagnar Alex er þó ekkert annað en endurtekning á erindi
Inge Merite Blomquist um forsögu Hans Jónatans og réttarhöldin 1802.
sagan um svartan þræl 157
31 Allur þessi tölvupóstur er varðveittur hjá greinarhöfundi.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 157