Saga - 2015, Síða 164
Jón Þór Pétursson skrifar um matvælaframleiðslu í tengslum við menn-
ingararf og bendir á þversagnir eins og þá að gamaldags skyr sé framleitt
með mjaltaróbótum og framleiðslan sett á svið í mjólkurbúum, til dæmis á
erpsstöðum í Miðdölum þar sem lögð er áhersla á heimaframleiðslu í anda
staðbundinnar matarmenningar, sem hefur rutt sér til rúms um heim allan:
„Matarframleiðendur og matreiðslumeistarar hafa tekið að sér hlutverk
menningarmiðlara sem eru ekki aðeins þátttakendur í framleiðslu og
ábyrgir fyrir framreiðslu heldur hafa einnig atvinnu af því að koma fólki í
skilning um hlutverk og mikilvægi matarins“ (bls. 271).
Menningararfur á Íslandi er vel heppnað rit að því leyti að greinarnar eru
allar áhugaverðar og stundum hreinn skemmtilestur. Hins vegar vakna
spurningar um einingu ritsins, eins og eðlilegt er þegar leiddir eru saman
fræðimenn af margvíslegum fræðasviðum sem rannsaka ólíka hluti. Hafa
greinarnar einhvern samnefnara sem gefur ritinu heildarsvip? Niðurstaða
mín er sú að ritið sé að mörgu leyti á mörkum mismunandi fræðilegrar
nálgunar. Afbygging íslenskrar þjóðmenningar hefur verið á dagskrá und-
anfarinn aldarfjórðung og er enn ekki lokið. Sumar greinarnar eru eins og
syntesa langrar þróunar sem er að komast á endapunkt eða ná vissum
stöðug leika. Aðrar greinar snúast hins vegar um eitthvað annað og kannski
fremur í anda þess sem nýju alheimssamtökin sem minnst er á í inngangi
standa fyrir. Hin nýja nálgun er gagnrýnin og írónísk, afbyggir ekki ein -
ungis þjóðmenninguna heldur einnig það sem teflt er gegn henni. enn sem
komið er, er þó ekki ljóst hvert hin nýja, gagnrýna menningararfsfræði stefn-
ir. Í inngangi er vitnað í aðgerðasinna frá 19. öld sem var þeirrar skoðunar
að ekki ætti einungis að lýsa heiminum heldur að breyta honum. Ný vofa
virðist vera komin á kreik og í þetta sinn ekki einungis í evrópu, en hafa ein-
hverjir ástæðu til að kveða hana niður?
Sverrir Jakobsson
Pétur H. Ármannsson, GUNNLAUGUR HALLDÓRSSON ARkITekT.
Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 2014. 191 bls. Skrá yfir helstu
byggingar og verkefni, myndaskrá, enskur útdráttur, heimilda- og
nafnaskrá, húsa- og mannvirkjaskrá.
verk íslensks arkitekts, sem fæddist í upphafi 20. aldar og lauk starfsævinni
á 9. áratugnum, má setja í margs konar samhengi. Skipulag bæjarhluta,
opin berar byggingar og heimili, sem voru gerð samkvæmt forskrift Gunn -
laugs Halldórssonar og annarra módernískra arkitekta, mörkuðu umgjörð
utan um vaxandi þéttbýlissamfélag á Íslandi á 20. öld. Hagþróun og efna-
hagspólitík hafði svo aftur áhrif á það hvað var byggt og getur þar með líka
ritdómar162
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 162