Saga - 2015, Page 173
þjóðar hafi verið svo einstök, að vart hafi verið hægt að bera hana saman við
aðstæður í öðrum löndum (bls. 133–134), er hér dregin upp mynd af
íslenskri alþýðumenningu sem sé svo sérstök að hún eigi ekki sinn líka í
evrópu. Ástandið á Íslandi um miðja 19. öld hafi skapað alþýðu manna
sérstöðu miðað við evrópu; sögulegt minni hafi verið mjög sterkt vegna
fornsagnanna, erfiðleikar barna miklir vegna vinnuálags og nálægðar við
dauðann og þrengingar miklar almennt vegna fátæktar. Þetta hafi ýtt fólki
út í bóklestur, lestrarkunnátta verið einstaklega mikil og skjól fyrir alþýðu
á erfiðleikatímum (m.a. bls. 179–187). Gróska í hinu skapandi rými, sem er
kjarninn í nálgun Sigurðar Gylfa að myndverkum og skrifum Jón Bjarna -
sonar, hafi byggst á þessum aðstæðum. Þannig hafi fátækur og ómenntaður
bóndi haft tækifæri til að sinna ástríðu sinni við erfiðar aðstæður. Í stað þess
að gera ráð fyrir þjóðinni sem menningarlegri heild gegn Dönum beinist hin
rómantíska sýn að sjálfmenntaðri alþýðunni til sveita.
Alfræðirit Jóns Bjarnasonar í Þormóðstungu er áhugavert rit fyrir margra
hluta sakir og mikilsvert að gefa út sýnisbækur með þessum hætti þótt ekki
sé ráðist í heildarútgáfu stórra verka. Heimildaútgáfan stendur fyrir sínu en
fræðileg umræða í bókinni hefði mátt vera betur tengd við alfræðiritið sjálft
og það umhverfi sem höfundur þess sprettur úr. Niðurstaða höfunda um
viðtökur alfræðiritsins eru vangaveltur um hugsanleg áhrif fremur en at -
hug un á þeim og gætu á köflum eins átt við önnur rit og annan dal. Greinar
höfundanna Árna H. kristjánssonar og Sigurðar Gylfa dýpka þó myndina
af 19. aldar textanum og eru til þess fallnar að skapa umræður og rökræður
um alþýðumenningu og margvíslega þætti í samfélagi þessarar aldar.
Hrefna Róbertsdóttir
Nina Zurier, eF ÉG HeFÐI veRIÐ … ReykJAvÍk 1950–1970. Inn -
gangur eftir Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur. Ljósmyndir úr Ljósmynda -
safni Reykjavíkur eftir ýmsa höfunda. Texti á íslensku og ensku.
Crymogea. Reykjavik 2015. 156 bls.
Í bókverkinu Ef ég hefði verið … Reykjavík 1950–1970 skapar höfundurinn,
bandaríska myndlistakonan Nina Zurier, „frásögn um líf sem ekki var til en
byggir engu að síður á raunverulegum atburðum, raunverulegum aðstæð -
um, áþreifanlegum hlutum og raunverulegum tilfinningum. Frásögnin byggir
með öðrum orðum á raunveruleikanum, því sem raunverulega átti sér stað,
en er engu að síður afurð ímyndunaraflsins. Draumur um það sem ekki
var.“ Þannig skýrir menningarfræðingurinn Sigrún Alba Sigurðardóttir
verkið í inngangi. Þetta er áhugaverð og velheppnuð tilraun með fléttu
ímyndunarafls og raunveruleika.
ritdómar 171
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 171