Saga - 2015, Qupperneq 176
vinnu ljósmyndara hér á landi, en aðrir, t.d. Lilý Guðrún, teljast til áhugaljós-
myndara en verk þeirra eru þó ekki síður athyglisverð. við sjáum kapp -
reiðar og ungmenni að skemmta sér, baksvip konu í óíbúðarhæfum kjallara,
grímuklædd börn á öskudaginn, byggingarframkvæmdir, skólagarða, réttir,
útstillingar í gluggum verslana og meira að segja afturendann á Robert
Plant, söngvara hljómsveitarinnar Led Zeppelin, á tónleikum í Laugardals -
höll. Allt eru þetta áhugaverðar ljósmyndir úr sögu þjóðarinnar sem hafa
öllum þessum árum síðar verið færðar saman með skýrri fagurfræðilegri
sýn Ninu Zurier. Þær verðskulda allar að vera prentaðar fallega á bók eins
og hér er gert, svo mikilvæg og áhugaverð heimild sem þær eru og margar
að auki listavel teknar. Persónuleg úrvinnsla höfundar þessa verks á mynd-
efninu, út frá hugmyndum hennar um skáldaðar minningar, sýnir síðan
hvernig hægt er að grafa í söfnin og skapa úr þeim heillandi, sígild og pers-
ónuleg listaverk.
Einar Falur Ingólfsson
kristján Ahronson, INTO THe OCeAN. vIkINGS, IRISH AND eN -
vIRONMeNTAL CHANGe IN ICeLAND AND THe NORTH. Uni -
versity of Toronto Press. Toronto 2015. 245 bls. Myndir, kort, töflur og
uppdrættir.
Síðastliðinn vetur efndi Miðaldastofa Háskóla Íslands til fyrirlestraraðar um
landnám á Íslandi, í víðustu merkingu þeirra orða. Meðal fyrirlesara var
vesturíslenski fornleifafræðingurinn kristján Ahronson en hann hefur
stundað allviðamiklar rannsóknir á og í námunda við jörðina Seljaland í
vestur-eyjafjallahreppi. Um svipað leyti kom svo út bók eftir kristján þar
sem hann gerir grein fyrir helstu niðurstöðum rannsókna sinna. Fyrirlestur -
inn og bókin vöktu talsverða athygli því kristján taldi að með rannsóknum
sínum gæti hann sýnt fram á að landnám á Íslandi hefði hafist allnokkru
fyrr en ritaðar heimildir telja.
Markmið kristjáns með rannsókninni er að varpa nýju ljósi á tengslin
milli þjóðanna við Norður-Atlantshaf á fyrri hluta miðalda. Hann beinir
sjónum sínum einkum að tengslum eyjanna í Norðurhöfum við Bretlands -
eyjar og þar koma hugmyndir um siglingar írskra einsetumanna til fjar -
lægra eyja sterkt til álita. kristján telur að Seljaland og umhverfi þess henti
vel í þessum tilgangi og færir fyrir því ákveðin rök sem verða rædd síðar.
Þar eru nokkrir manngerðir hellar, Seljalandshellar, kverkarhellir og Þrasi.
Bók kristjáns skiptist í sjö kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um fyrri umræðu
um þessi mál og þar ræðir höfundur m.a. ítarlega um franska fræðimanninn
eugène Beauvois. eitt af viðfangsefnum hans voru sagnir um Írland hið
ritdómar174
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 174