Saga - 2015, Side 185
ReTReNCHMeNT OR ReNeWAL? WeLFARe STATeS IN TIMeS OF
eCONOMIC CRISIS. Ritstjórar Guðmundur Jónsson og kolbeinn
Stefánsson. NordWel Studies in Historical Welfare State Research 6.
Nordic Centre of excellence Nordwel. Helsinki. 2013. 364 bls.
Í ársbyrjun 2009 hitti háskólakennari á félagsvísindasviði norrænan kollega
sinn á fundi erlendis. Sá tók brosandi á móti hinum íslenska og sagði:
„Mikið óskaplega öfunda ég þig af hruninu. Nú hefur þú nóg að skrifa um
næstu árin.“ Þótt orðin hafi óneitanlega verið nokkuð kaldranaleg, í ljósi
aðstæðna á Íslandi þá stundina, verður því ekki neitað að hinn norræni hitti
naglann á höfuðið. Hrunið, aðdragandi þess og eftirmál verða íslenskum og
erlendum fræðimönnum vafalaust óþrjótandi uppspretta rannsókna á næstu
árum og áratugum.
Árið 2013 kom út eftirtektarverð bók þar sem borið er saman hvaða áhrif
alþjóða fjármálakreppan, sem skall yfir heiminn á árinu 2008, hafði á vel-
ferðarkerfi nokkurra landa í evrópu og Bandaríkjunum. kastljósinu er eink-
um beint að Íslandi, Finnlandi, Írlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi, auk
þess sem nokkrar greinar eru almenns eðlis. Bókin er gefin út af NordWel,
þverfaglegu rannsóknasamstarfi átta háskóla á Norðurlöndum sem Nor -
ræna rannsóknaráðið (Nordforsk) styrkti á árunum 2007–2012 en hefur
síðan haldið áfram. Háskólinn í Helsinki leiðir þetta samstarf, sem hefur
borið ríkulegan ávöxt eins og fram kemur á heimasíðu NordWel.
Bókin skiptist í fjóra hluta. Í þeim fyrsta, sem samanstendur af þremur
köflum, er fyrst greint frá þróun velferðarkerfisins sem hugmyndafræði og
síðan rætt um hið sósíaldemókratíska velferðarkerfi, sem spratt upp á vestur -
löndum eftir seinna stríð, og þann vanda sem við því blasir eftir kreppu
undangenginna ára. Sérstaklega eru áhugaverðar vangaveltur Christoper
Lloyd um hvort og þá hvernig kerfið muni breytast á næstu árum. Í þriðja
kaflanum fjallar Diane Perrons um hvernig ójöfnuður óx í mörgum þjóð -
félögum á áratugunum fyrir kreppu, áratugum þar sem hugmyndir frjáls-
hyggju og nýfrjálshyggju réðu einkum ferðinni. Þessi þróun átti sér stað
samhliða því sem hagvöxtur var almennt góður og kjör flestra fóru því batn-
andi. Staða kvenna á vinnumarkaði veiktist hins vegar þar sem vöxturinn
var mismikill eftir atvinnugreinum, einna mestur í karllægum greinum svo
R I T F R e G N I R
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 183