Saga - 2015, Page 187
næstu árum. Þessi þróun átti sér stað í viðræðum milli aðila vinnumark -
aðarins. Ríkið hélt hins vegar að mestu að sér höndum og gerði síðan lítið
meira en samþykkja orðinn hlut. Umfangsmiklum umbótum var síðan
hrundið í framkvæmd árið 2005. Án þeirra hefði mikill vandi blasað við
Finnum þegar kreppa ársins 2008 skall á. Sú glíma stjórnvalda hefði einnig
getað leitt til árekstra við samtök launþega og atvinnurekenda, þar sem
ráðamenn hefðu ekki getað stuðst við tillögur sem aðilar vinnumarkaðarins
höfðu áður náð samkomulagi um. Í annarri grein fjallar Hanna-kaisa Hopp -
ania um aðbúnað eldri borgara í Finnlandi, en samkvæmt upplýsingum
Hagstofu Finnlands verður framfærsluhlutfallið, þ.e. fjöldi þeirra sem
standa utan við vinnumarkaðinn (börn og aldraðir) í samanburði við fólk á
vinnualdri, hvergi hærra í löndum eSB en einmitt í Finnlandi.
Stefán Ólafsson gefur glögga mynd af þeim aðgerðum sem beitt var til
að milda áhrif hrunsins á tekjulægstu hópana og dregur einnig vel fram hve
ólík sú aðgerðaráætlun sem stjórnvöld mótuðu í samráði við Alþjóða gjald -
eyrissjóðinn (AGS) var þeim áætlunum sem AGS hafði áður átt aðild að í
öðrum löndum.
Guðmundur Jónsson og Magnús Helgi Sveinsson fjalla sérstaklega um
þær breytingar sem urðu á neyslu Íslendinga í hruninu. Fyrri hluti greinar-
innar lýsir í stórum dráttum þróun neyslu á árunum frá seinna stríði en þó
sérstaklega á árunum 1905–2007. Í seinni hlutanum er greint frá hluta af
niðurstöðum rannsóknar sem Miðstöð munnlegrar sögu fór af stað með í
kjölfar bankahrunsins. verkefnið, sem ber heitið kreppusögur, felst í því að
tekin hafa verið viðtöl við um 100 einstaklinga „með það að markmiði að
halda til haga upplifun og reynslu Íslendinga af hruninu og kanna hvernig
hrunið snerti líf almennings og hvernig fólk brást við þessum efnahags -
legum sviptingum“, eins og segir á heimasíðu miðstöðvarinnar. Þar kemur
m.a. fram að viðmælendur eru yfirleitt sammála um að allir nema þeir hafi
tekið þátt í neyslufylleríi góðærisins fyrir hrun.
Í þriðja hluta bókarinnar er nánar kafað ofan í áhrif hrunsins og krepp-
unnar á stöðu kynjanna. Jyl Josepson fjallar um „karlkreppuna“ (mances -
sion), þá þjóðsögu að kreppan í Bandaríkjunum hafi einkum haft áhrif á
stöðu (hvítra) karla á vinnumarkaði; þeir hafi frekar misst vinnuna en
konur, karlmennsku þeirra hafi verið ógnað, þeir beðið andlegt tjón, en kon-
ur hafi hins vegar komið sigrihrósandi út úr erfiðleikunum.
Ivett Szalma og Judit Takács greina frá niðurstöðum rannsóknar sem
gerð var á því hvort fólk væri sammála þeirri fullyrðingu að á krepputím -
um, þegar fá störf væru laus, ættu karlar meiri rétt á störfum en konur.
Athugunin byggðist á gögnum úr annarri og fimmtu bylgju evrópsku
félagsmálaspurningakönnunarinnar (European Social Survey, ESS), frá árun-
um 2004–2005 og 2010. Byggt var á svörum í 21 landi. Fylgi við þessa full-
yrðingu minnkaði alls staðar nema í Úkraínu þar sem það jókst nokk uð.
ritfregnir 185
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 185