Saga - 2015, Page 188
Ingólfur v. Gíslason bendir á að konur á vinnumarkaði hafi ekki farið
jafnilla út úr kreppunni og karlarnir. Þær misstu síðar vinnu og héldu betur
launum sínum. viðleitni til að rétta hlut kvenna á ólíkum stigum í stjórn
landsins hafi einnig borið árangur. Fleiri konur en áður sitji á Alþingi, þær
láti einnig til sín taka í sveitarstjórnarmálum og fleiri sitji í stjórnum fyrir-
tækja. Hins vegar hafi lægri framlög til fæðingarorlofssjóðs gert verkaskipt-
ingu á heimilum ójafnari þar sem karlar nýti sér síður feðraorlof. Hækkun
á gjaldskrá leikskóla hafi einnig dregið úr atvinnuþátttöku þeirra kvenna
sem lægst hafi launin.
Í síðasta hluta bókarinnar er horft fram á veginn og þar velta fjórir höf-
undar fyrir sér framtíð velferðarkerfanna í sínum löndum. Boðar síðasta
kreppa fall nýfrjálshyggju og upphaf nýrrar síð-nýfrjálshyggju? eða er
nýfrjálshyggjan svo inngróin að hún getur staðið af sér innri mótsagnir? Svo
spyr Jane kelsey í grein sinni sem fjallar um Nýja-Sjáland. Þegar stórt er
spurt verður vitaskuld fátt um svör, og kelsy hefur engin svör á reiðum
höndum en bendir á að stjórnvöld þar sem annars staðar hafi mætt krepp-
unni með niðurskurði, einkavæðingu, uppsögnum og minni þjónustu og
öryggi fyrir þegna landsins. Samtímis hafi völd fyrirtækja, einkum á fjár-
málasviði, aukist á ný. Allt séu þetta þættir sem falli vel að hugmyndum
nýfrjálshyggju.
Fiona Dukelow skoðar hvaða áhrif alþjóðavæðingin hafði á þær að -
gerðir sem gripið var til á Írlandi í kjölfar kreppunnar. Á áratugunum tveim-
ur þar á undan höfðu írsk stjórnvöld lagt höfuðáherslu á að gera landið
sam keppnishæft á alþjóðavettvangi og sú stefna fór vel saman við þá
ákvörðun stjórnvalda að skera niður útgjöld hins opinbera í stað þess að
hækka skatta og aðrar álögur.
Michael kuur Sørensen ber saman þá gagnrýni sem beindist að upp-
byggingu danska velferðarkerfisins á áttunda áratugnum og eftir hrun. Á
fyrra tímabilinu voru flestir flokkar sammála um nauðsyn þess að móta og
halda uppi öflugu velferðarkerfi, þrátt fyrir gagnrýni úr röðum frjálshyggju-
manna, en þessi hugsun hefur síðan látið undan síga. Á undanförnum árum
hafa meira að segja danskir sósíaldemókratar tekið undir sjónarmið um að
tímar hins almenna velferðarkerfis kunni að vera liðnir en flokkarnir lengst
til vinstri, sem á sjöunda áratugnum voru í hópi áköfustu gagnrýnenda
kerfis ins, vilja nú standa vörð um það.
Samtímis því sem komið var á fót sérstakri rannsóknarnefnd á vegum
Alþingis, til að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku
bankanna 2008 og tengdra atburða, var einnig skipaður sérstakur vinnuhóp-
ur sem ætlað var að kanna hvort skýringar á falli íslensku bankanna og
tengdum efnahagsáföllum mætti að einhverju leyti finna í starfsháttum og
siðferði. Skýrsla siðfræðihópsins var síðan sérstakur viðauki við skýrslu
Rannsóknarnefndarinnar. Í lokagrein ritsins dregur vilhjálmur Árnason,
ritfregnir186
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 186