Saga - 2015, Page 193
A F A Ð A L F U N D I S Ö G U F É L A G S 2 0 1 5
Aðalfundur Sögufélags árið 2015 var haldinn laugardaginn 24. októ-
ber, í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar á Melunum í Reykjavík.
klukkan 14:00, áður en venjuleg aðalfundarstörf hófust, flutti Smári
Geirsson erindið „Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 — bók verður
til.“ Sagði Smári þar söguna af samningu rits sem hann tók saman
um þær veiðar. Heimilda var leitað vel og lengi, ekki síst í Noregi,
og síðan var nostrað við skrif, umbrot og myndvinnslu. Þar naut
Smári handverks egils Baldurssonar sem hefur brotið um og búið til
útgáfu margar bækur fyrir Sögufélag á undanförnum árum. Rit
Smára Geirssonar, Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915, er mikið að vöxt-
um og höfundi til sóma. Að erindinu loknu svaraði Smári greiðlega
spurningum fundargesta um efni ritsins.
eftir kaffihlé, kl. 15:15, var aðalfundur Sögufélags settur. Sús -
anna Margrét Gestsdóttir, sögukennari og doktorsnemi í sagnfræði,
var kjörin fundarstjóri. Helga Jóna eiríksdóttir, skjalavörður á Þjóð -
skjalasafni Íslands, ritaði fundargerð. Aðalfundarstörf gengu sinn
vanagang. Fyrst flutti ég skýrslu um liðið starfsár fyrir hönd stjórn-
arinnar og hóf þann lestur á frásögn af síðasta aðalfundi. Þá kom
ekki til forsetakjörs því að ég var að ljúka fyrri hluta tveggja ára kjör-
tímabils. Auk þess urðu þau tíðindi að engar breytingar þurfti að
gera á stjórn félagsins. Í aðalstjórn sátu því áfram Bragi Þorgrím ur
Ólafsson, fagstjóri handritasafns Landsbókasafns Íslands – Há skóla -
bókasafns, Helga Jóna eiríksdóttir, Helgi Skúli kjartansson og
Sverrir Jakobsson, báðir prófessorar í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Sagnfræðingarnir Gunnar Þór Bjarnason og Íris ellenberger héldu
sætum sínum í varastjórn. Stjórnarliðar héldu jafnframt embættum
sínum. Bragi var áfram gjaldkeri, Helga Jóna ritari og aðrir í aðal -
stjórn voru meðstjórnendur. Gunnar og Íris sátu stjórnarfundi til
jafns við aðra. Stjórnarfundir voru óvenjufáir þetta starfsárið. Stafaði
það helst af því að stundum reyndist örðugt að finna hent uga stund
til funda. Auk þess varð sala á húsi Sögufélags fyrir rúmum tveimur
árum til þess að ekki þurfti að taka fjárráð félagsins og ástand húss-
ins til reglulegrar umræðu. Utan stjórnarfunda skipt umst við líka á
skoðunum eftir þörfum.
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 191