Saga - 2015, Qupperneq 196
álfum nefnist væntanlegt rit eftir yngva Leifsson, doktorsnema í
sagnfræði. Þar er lýst þrautagöngu flökkukonunnar Ingiríðar eiríks -
dóttur á ofanverðri átjándu öld og fyrri hluta þeirrar nítjándu. Jón
Þ. Þór sagnfræðingur hefur tekið saman stutt rit um stríðssögu seinni
heimsstyrjaldarinnar, ætlað fróðleiksfúsum almenningi. Þá kemur
út á þessu ári fyrsta bindi mikils stórvirkis. Fyrir liggur samkomu -
lag Þjóðskjalasafns Íslands, danska ríkisskjalasafnsins og Sögufélags
um útgáfu skjala landsnefndarinnar fyrri á árunum 1770–1771.
Bind in verða sex talsins þegar upp verður staðið. Fullyrða má að
þetta sé með stærri verkefnum sem Sögufélag hefur ráðist í. Fram -
lög til verksins koma frá Rannís, Þjóðskjalasafni Íslands, Sögufélagi,
danska ríkisskjalasafninu og Augustinus Fonden í Danmörku. Ára -
tugir eru síðan áhugi á útgáfu þessara skjala vaknaði, meðal annars
hjá Sögufélagi, og ber því að fagna þessum tíðindum.
Fleiri rit eru í vinnslu, meðal annars saga Sögufélags sem Íris
ellenberger vinnur að, rit Sverris Jakobssonar um Sturlungaöld,
smá rit um hnignunarkenninguna svonefndu í sögu Íslands, annað
smárit um erlenda tónlistarmenn á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar og
stórvirki um sögu kvenna og kvenréttinda á Íslandi sem á að koma
út árið 2020. Það verk nýtur stuðnings Alþingis og nefndar á þess
vegum um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Starfsmannamál. Ólöf Dagný Óskarsdóttir er sem fyrr fram-
kvæmdastjóri Sögufélags í hlutastarfi og Sigrún Pálsdóttir ritstjóri
Sögu. Báðar sinna þær störfum sínum af stakri fagmennsku og alúð,
ómetanlegir bakhjarlar forseta og stjórnar.
Húsnæðismál. Sögufélag hefur nú í nær fjögur ár haft aðsetur sitt
í Skeifunni, í leiguhúsnæði Hins íslenska bókmenntafélags. ekki
verður betur séð en bæði félögin njóti góðs af þessum ráðahag.
Bókafundur. Sögufélag hélt sinn árlega bókafund hinn 19. febrúar
í ár, í samvinnu við Sagnfræðingafélag Íslands. Samkoman var hald-
in í nýjum húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar að Þórunnar -
túni 2 (áður Skúlatún 2) í Reykjavík. Á fundinum var sjónum fyrst
beint að ævisögum og ólíkum tökum sagnaritara. Fjallað var um
bók Gísla Pálssonar, Hans Jónatan. Maðurinn sem stal sjálfum sér, og
bókina Saga þeirra, sagan mín. Katrín Stella Briem. Höfundur hennar
er Helga Guðrún Johnson. Því næst var fjallað um tvö Reykjavíkur -
rit. Í ritinu Reykjavík sem ekki varð sýna Anna Dröfn Ágústsdóttir og
Guðni valberg hvernig borgin hefði getað orðið ef ýmsar tillögur
um uppbyggingu og niðurrif, sem fram hafa komið í tímans rás,
hefðu orðið að veruleika. Loks var tekið fyrir öndvegisrit eggerts
af aðalfundi sögufélags 2015194
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 194