Saga - 2015, Blaðsíða 197
Þórs Bernharðssonar, Sveitin í sálinni. Búskapur í Reykjavík og myndun
borgar.
Minning Eggerts Þórs Bernharðssonar. eggert Þór Bernharðsson
varð bráðkvaddur á gamlársdag í fyrra, aðeins 56 ára að aldri. Hann
var frábær sagnfræðingur og rithöfundur og kunni öðrum fremur
þá list að miðla rannsóknum á liðinni tíð til almennings. einna best
sást það einmitt í ofangreindu verki, sem varð hans síðasta. Laust
fyrir jól, þegar sú bók rann út eins og heitar lummur, skrifaði hann
á fésbókarsíðu sína: „Sem sagnfræðingur hef ég í fjölmörg ár unnið
eftir mottóinu „sagan til fólksins“ og sýnist að það sé að takast
prýði lega fyrir þessi jól með Sveitabókinni. Í sagnfræðináminu í
Háskólanum á sínum tíma varð ég fyrir miklum áhrifum frá mínum
góða kennara Gunnari karlssyni sagnfræðiprófessor en hann lagði
áherslu á að það væri einmitt mikilvægt hlutverk sagnfræðinga að
koma sögunni til fólksins. Ég hef reynt að vinna í þeim anda.“
Í áraraðir kenndi eggert nýnemum í sagnfræði við Háskóla Ís -
lands. Þar naut hann sín vel, var kröfuharður en vinsæll. Svo stofn -
aði hann námsbraut um hagnýta menningarmiðlun og sá um hana
við góðan orðstír. við hjá Sögufélagi minnumst sérstaklega verka
eggerts fyrir félagið. Ætíð var hann boðinn og búinn að leggja því
lið og vildi veg þess sem mestan. eggert fór þannig fyrir hópi þeirra
sem stofnuðu tímaritið Nýja sögu árið 1987. Þar mátti greina djarfa
tilraun til þess að miðla fræðunum betur til almennings. einnig var
hann ritstjóri Sögu um skeið og sinnti því starfi af alúð eins og öllu
öðru sem hann kom nærri. Bækur eggerts og önnur verk hans á
sviði sagnfræðinnar munu halda nafni hans á lofti um ókomna tíð.
Með þessum orðum lauk skýrslu stjórnar á aðalfundi. Fundar -
gestir risu síðan úr sætum og minntust eggerts Þórs Bernharðs -
sonar. Að því loknu gerði Bragi Þorgrímur Ólafsson gjaldkeri grein
fyrir ársreikningi félagsins. Hann var samþykktur samhljóða. Um
kjör stjórnar og annarra trúnaðarmanna Sögufélags er svipaða sögu
að segja — allir sem buðu sig fram voru kjörnir með lófataki. Fyrst
var nýr forseti valinn þar eð ég gaf ekki kost á mér áfram. Hrefna
Róbertsdóttir, sviðsstjóri við Þjóðskjalasafn Íslands, var kjörin forseti
Sögufélags. Helga Jóna eiríksdóttir og Sverrir Jakobsson gáfu áfram
kost á sér til setu í aðalstjórn félagsins og varamennirnir Gunnar Þór
Bjarnason og Íris ellenberger voru kjörin til stjórnarsetu. Í varastjórn
völdumst við Óðinn Jónsson, sagnfræðingur og dagskrárgerðar -
maður hjá Ríkisútvarpinu. Guðmundur Jónsson, prófessor í sagn -
fræði við Háskóla Íslands, og Sveinn Agnarsson, dósent í hagfræði
af aðalfundi sögufélags 2015
Saga haust 2015 umbrot.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 26.11.2015 11:00 Page 195