Fréttablaðið - 09.04.2022, Side 4

Fréttablaðið - 09.04.2022, Side 4
Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands tjáði sig á Face­ book­síðu sinni um ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra og formanns Framsóknarflokksins, á Búnaðarþingi sem haldið var í síðustu viku. Fréttir herma að óviðurkvæmileg orð hafi verið látin falla um húðlit Vigdísar, sem tók málið óstinnt upp. „Ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt.“ Magnús Leópoldsson sem sat í gæsluvarðhaldi í yfir 100 daga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu gagnrýnir harð­ lega aðkomu stjórnmálamanna að bótum til þeirra sem komu honum í fangelsi með röngum sakar­ giftum. Hann segir að himinháar bótagreiðslur í þessu ljósi séu þeim sem enn lifa af þeim fjórum sem sátu inni mjög þungbærar. Aníta Briem leikkona leikur aðal­ hlutverkið í kvikmyndinni Skjálfta. Myndin hefur verið sýnd á nokkrum kvik­ myndahátíðum og fengið góða dóma. Aníta segir myndina fjalla um það að ekki sé hægt að sópa hlutum undir teppið. „Ef fólk tekst ekki á við hlutina stækka þeir og verða eins og eitur í líkamanum sem ekki fer fyrr en við þorum að horfast í augu við það.“ ■ ■ Þrjú í fréttum 209 fjárfestar fengu kauprétt í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur vikum. 150 sátu í fangelsi á Íslandi árið 2021, samkvæmt nýlegri úttekt Evrópu- ráðsins á fangelsis- málum. 1,5 prósenta hækkun er á matarkörfu fjögurra manna fjölskyldu milli mánaða, samkvæmt verðkönnun ASÍ. 6,7 prósenta verðbólga er á landinu og hefur ekki mælst meiri í tólf ár. 66 prósent allra seldra nýrra fólksbíla á árinu eru nýorkubílar. ■ Tölur vikunnar ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 100% RAFMÖGNUÐ ÍTÖLSK HÖNNUN Hvað nærðu að gera á fimm mínútum? Það tekur Fiat 500e aðeins fimm mínútur í hraðhleðslu að ná 50km akstursdrægni. Fiat 500e sameinar gæði og tímalausa ítalska hönnun sem hentar vel fyrir þá sem þurfa að komast örugglega á milli staða innanbæjar. Með 3+1 hurðum og allt að 433 km drægni FIAT.IS Meint lögbrot við sölu Íslandsbanka skapa titring. Forsætisráðherra segir að spurningar hafi vaknað um pólitíska ábyrgð. bth@frettabladid.is ALÞINGI Meirihlutinn á Alþingi féllst ekki á óskir minnihlutans um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslands­ banka. Ásakanir um meint lögbrot við söluna bættust ofan á fyrri ólgu á Alþingi í gær, svo nálgast suðupunkt. Margir þingmenn minnihlutans vidu knýja fram rannsókn þingsins á málinu og telja ekki nóg að gert að vísa málinu til Ríkisendurskoðunar. „Ríkið er búið að dunda við að selja bankana í tómu rugli og lög­ brotum,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, og gerði ágóða útvalinna vegna sölunnar að umræðuefni. Halga Vala Helgadóttir, þing­ flokksformaður Samfylkingarinnar, var í hópi þeirra sem vildu gera hlé á þingfundi til að ná niðurstöðu um formlega rannsóknarnefnd Alþingis vegna sölunnar. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði ekkert mál meira knýjandi en þetta. Hann sagði orð Sigríðar Benediktsdóttur hagfræð­ ings, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði hrunið og telur að lög hafi verið brotin, vega þyngra en allt sem sagt hefði verið í ræðustóli Alþingis um málið síðustu daga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð­ herra sagði skömmu áður en krafan kom upp á þinginu að enginn deildi um það að frumútboð við sölu ríkis­ hlutar í Íslandsbanka í fyrra hefði verið vel heppnað. Í þessum legg sölunnar hefðu aftur vaknað spurn­ ingar um pólitíska ábyrgð. Eðlilegt væri að þeirra spurninga sé spurt og niðurstaða fáist í málinu. Katrín segir að Bankasýslan hafi verið valin til að stýra þessu ferli. Hún starfi í armslengd frá hinu póli tíska valdi. Katrín segist sjálf hafa lagt áherslu á, í blóra við vilja Bankasýslunnar, að birta nafnalista kaupenda. Ríkisstjórnin hafi verið einhuga um nafnbirtinguna. „Það hafa vaknað spurningar um hvort framkvæmdin haf verið í takti við lýsingu sem lagt var upp með. Við höfum sent Ríkisendurskoðun beiðni og þessum málum verður ekkert hreyft meðan málið er til skoðunar hjá Ríkisendurskoðun,“ sagði Katrín. Spurð hvort Bankasýslan hafi sannarlega starfað í armslengd frá hinu pólitíska valdi, svarar Katrín: „Ja, ekki var ég upplýst um neina kaupendur og ég tel að það sama eigi við um aðra ráðherra.“ Varðandi ábyrgð Bjarna, sem viðurkenndi í samtali við Frétta­ blaðið í gær að hann hefði betur séð til þess fyrir fram að pabbi hans hefði ekki keypt hlut í útboðinu, segir Katrín: „Það er á ábyrgð löggjafans sem hefur útbúið ferlið, að Bankasýslan sé fjarri pólitísku valdi og þótt við höfum skoðanir er það ekki okkar hlutverk að velja kaupendur, við erum ekki upplýst. En við getum rætt hvort við viljum hafa þetta fyrirkomulag. Þótt það sé þann­ ig að við setjum stofnun í fjarlægð er spurning hver ber ábyrgð á hinu pólitíska valdi." Svandís Svavarsdóttir, sjávarút­ vegs­ og landbúnaðarráðherra VG, vildi ekki ganga svo langt að kalla söluna klúður. „Nei, alls ekki klúður,“ sagði Svan­ dís. Bjarni Benediktsson sagði í við­ tölum við fjölmiðla í gær að hann gerði sér vonir um að úttekt Ríkis­ endurskoðunar lægi fyrir í júní. „Eina leiðin til að ná trausti á ný,“ segir Svandís. Fagfárfestirinn Jakob Valgeir Flosason gagnýndi í Fréttablaðinu í gær að lífeyrissjóðirnir hefðu press­ að verð hlutabréfanna niður. Ríkið hefði getað fengið hærra verð fyrir hlutina sem seldir voru ef færri kaup­ endur hefðu fengið að kaupa meira, „Þarna er útgerðarmaður að segja: Ef ég hefði fengið að kaupa meira hefði ríkið getað fengið hærra verð,“ segir Bjarni Benediktsson. „En við erum sammála um að tryggja fjöl­ breytni eigenda og dreifa eignarað­ ild. Við myndum ekki vilja láta fáa, til dæmis útgerðaraðila, taka stóra hluta og ráða bankanum í fram­ haldinu.“ Bjarni bendir á að nú séu 14 hlut­ hafar með eitt prósent eða meira í bankanum, Ríkið sé enn langstærst með 45 prósent. 15.000 hluthafar eigi minna en eitt prósent. „Útgerðarmaðurinn er að segja að ef hann hefði fengið að kaupa meira hefði bankanum verið betur stýrt í framhaldinu. Hann má alveg eiga þá skoðun,“ segir Bjarni. ■ Hafnar beiðni um rannsókn þingsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að spurningar hafi vaknað um pólitíska ábyrgð. Hún á von á að þeim verði svarað með úttekt Ríkisendurskoðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Bjarni Benediktsson Svandís Svavarsdóttir 4 Fréttir 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.