Fréttablaðið - 09.04.2022, Page 6

Fréttablaðið - 09.04.2022, Page 6
Í nýrri móttökumiðstöð fyrir flóttafólk er öll þjónusta fyrir fólk á einum stað. Það talar við lögreglu, fær heilsufarsskoðun og getur svo farið á fund Fjöl- menningarseturs þar sem því er úthlutað húsnæði. lovisa@frettabladid.is SAMFÉLAG Miðstöðin var opnuð formlega í vikunni en hún er bæði fyrir þau sem koma vegna átakanna í Úkraínu, en einnig fyrir þann fjölda fólks sem kemur hingað frá öðrum löndum eins og Venesúela, Palestínu og öðrum löndum. Aðgerðastjóri móttöku f lótta- manna er Gylfi Þór Þorsteinsson en hann fer beint í verkefnið úr far- sóttarhúsunum. Móttökumiðstöðin á að ein- falda ferli umsókna um vernd og auðvelda umsækjendum að sækja þjónustuna, en nú er hún öll á einum stað. Miðstöðin er staðsett á Egilsgötu í miðbæ Reykjavíkur þar sem læknamiðstöðin Domus Medica var áður. Þegar gengið er inn er að finna móttökusal þar sem umsækjendur um vernd taka númer og fá fyrst númer merkt A og fara þá niður og hitta lögregluna. Að því loknu fara þeir aftur á bið en þá á núm- eri merkt B og fara þá í heilsufars- skoðun. Auk þess er öllum boðið að fara í Covid-próf og svo út frá niður- stöðum ýmissa heilusfarsprófa er fólkinu boðið að þiggja þær bólu- setningar sem það hefur ekki enn þegið, ef það vill. Ein af ástæðunum fyrir því að móttökumiðstöðin er í þessu hús- næði er að þar er að finna Röntgen Domus, en vegna þess að berklar eru landlægir í Úkraínu fara allir f lóttamenn eldri en 15 ára sem koma þaðan í berklapróf sem felst í því að tekin er röntgenmynd af lungum þeirra. Þau sem eru undir 15 ára fara í berklapróf á húðinni en það tekur um tvo sólarhringa að fá niðurstöður úr því. „Allir f lóttamenn sem koma frá löndum þar sem berklar eru land- lægir fara í berklapróf,“ segir Gylfi og að myndirnar séu ekki notaðar til að skoða neitt annað. „Það eru alls konar sjúkdómar landlægir víða um heim sem ekki eru hér, auk þess sem fólk á Íslandi er bólusett fyrir ýmsu, og börn sem ekki eru bólusett úti. Þetta er því gert með þeirra hagsmuni að leiðar- ljósi en einnig til að koma í veg fyrir dreifingu sjúkdómanna hér,“ segir Gylfi. Hann segir að fyrir ferðamenn sem koma frá sama svæði þá þurfi þeir ekki endilega að sýna fram á bólusetningar- eða smitvottorð, því það á ekki í sama samneyti við fólk sem hér er búsett og þau sem hingað koma á flótta. Það er að sögn Þóris Björns Kol- beinssonar, yfirlæknis á göngudeild sóttvarna, algerlega staðlað að prófa fyrir berklum, en fyrir þann hóp sem kemur frá Úkraínu hafa verið gerðar þær breytingar að farið er niður í 15 ára með myndatökur en fyrir fólk frá öðrum löndum er miðað við 18 ára aldur. „Við á göngudeild sóttvarna erum með stöðuga móttöku fyrir alþjóð- lega hælisleitendur,“ segir Þórir, en á göngudeildinni starfa aðeins fimm manns og var þess vegna ákveðið, vegna umfangs flóttafólks frá Úkra- ínu, að setja upp sérstaka miðstöð fyrir það. „Við erum allt árið með læknis- skoðanir í gangi og hingað til hafa hælisleitendur komið á göngudeild sóttvarna en núna þegar fjöldinn er svona mikill, sem þarf að þjónusta svona hratt, þá þurfti að nota aðrar aðferðir,“ segir Þórir. Það er þó fyrir þau, og aðra sem koma, nokkuð staðlað hvaða heilsufarsrannsóknir eru gerðar, en þær miða að miklu leyti við aldur, að sögn Þóris. „Það sem allir fara í er yfirleitt að leitað er fyrir lifrarbólgu B og C, alnæmi og sárasótt. Þetta er allt rútína. Þetta er gert fyrir alla ald- urshópa en svo getur verið munur á því hvort það er tekin röntgen- mynd af lungum eða hvort það er lagt fyrir berklapróf. Vanalega eru mörkin metin eftir því hversu lengi einstaklingurinn ætlar að vera á Íslandi hvaða aðferð er valin,“ segir Þórir og að þegar tekin er mynd þá sé verið að leita að berklum. ■ Skima flóttafólk í nýrri móttökumiðstöð Allt fólk á flótta getur farið í miðstöðina, sótt um vernd, talað við lög- reglu og farið í heilsufars- skoðun. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK ALICANTE GOLF RESORT ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS ÆFÐU SVEIFLUNA Á ALICANTE INNIFALIÐ Í VERÐI: ÓTAKMARKAÐ GOLF INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR GOLFBÍLL INNIFALINN FLUTNINGUR Á GOLFSETTI VAL UM MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI ÍSLENSK FARARSTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI 19. - 25. APRÍL VERÐ FRÁ 199.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 20. - 25. APRÍL VERÐ FRÁ 179.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 20. - 28. APRÍL VERÐ FRÁ 254.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 24. - 28. APRÍL VERÐ FRÁ 159.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 24. APRÍL - 03. MAÍ VERÐ FRÁ 269.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Komdu með til Alicante, hitaðu upp fyrir sumarið á Spáni. Í þessum ferðum til Alicante Golf Resort getur þú ráðið lengdinni á þinni ferð. olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Mat vælav í sit a la Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, hækkaði um 12,7 prósent milli febrúar og mars og er þetta mesta hækkun milli mánaða í 14 ár. Framboð af korni og jurtaolíum hefur dregist mjög saman vegna stríðsins í Úkraínu og telur Mat- vælastofnunin að þetta geti valdið miklu tjóni í fátækari löndum heims. Í þróuðum hagkerfum fara um 17 prósent útgjalda neytenda til mat- arinnkaupa, en í þróunarríkjum er hlutfallið mun hærra. Til dæmis fara um 40 prósent útgjalda almennings í Afríku, sunnan Sahara, til matar- innkaupa. Mestar hafa verðhækkanir verið á jurtaolíum, sem hækkuðu um 23,3 prósent milli mánaða og hafa hækkað um 56 prósent síðustu 12 mánuði, og korni sem hækkaði um 17,1 prósent milli mánaða og 37 pró- sent milli ára. Síðustu 12 mánuði hefur mat- vælavísitalan hæk kað um 34 prósent. Sérfræðingar Matvæla- stofnunarinnar óttast að frekari hækkanir séu í pípunum, á bilinu 8-22 prósent. Þessi mikla hækkun matarverðs er í takti við verðkannanir Verita- bus og ASÍ hér á landi undir síðustu mánaðamót, sem fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu. Talið er að verðhækkanir á matvælum vegna stríðsins í Úkraínu séu ekki komnar inn í mælingar hér á landi og því geta miklar hækkanir verið í pípunum. ■ Mestu hækkanir á mat í fjórtán ár Meiri verðhækkanir eru í pípunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Núna þegar fjöldinn er svona mikill, sem þarf að þjónusta svona hratt, þá þurfti að nota aðrar aðferðir. Þórir Björn Kolbeinsson, yfirlæknis á göngudeild sóttvarna Allir flóttamenn sem koma frá löndum þar sem berklar eru land- lægir fara í berklapróf. Gylfi Þór Þor- steinsson, aðgerðastjóri móttöku flótta- manna 6 Fréttir 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.