Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 18
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Það athygl- isverðasta við söluna – og það er jafnframt áfellis- dómur yfir íslensku efnahags- lífi – er að erlendir fagfjárfest- ar höfðu engan áhuga á að eignast hlut í Íslands- banka til langrar framtíðar. Og hér erum við stödd enn á ný, með snöru um hálsinn. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Sumarið 1973 héldu tveir síbrotamenn með hríðskotabyssu að vopni fjórum starfsmönn- um banka í Stokkhólmi í gíslingu. Umsátur lögreglunnar um bankann stóð í sex daga. Atburðarásin inni í bankanum tók snemma óvænta vendingu. Gíslarnir fjórir snerust á sveif með gíslatökumönnunum. Þegar umsátrinu lauk með því að lögregla dældi táragasi inn í bankann bægðu gíslarnir lögregluþjónum sem frelsuðu þá frá sér en föðmuðu kvalara sína og kysstu. Gíslarnir heimsóttu mennina reglulega í fangelsi. Segir sagan að einn gíslanna hafi trúlofast gísla- tökumanni. Fyrirbærið fékk nafnið Stokkhólmsheil- kennið. „Fórnarlömbin verða eins og börn,“ sagði sálfræðingurinn Frank Ochberg, sér- fræðingur á sviði gíslatöku. „Þau geta ekki borðað, talað eða farið á klósettið án þess að fá leyfi.“ Ochberg sagði lítil góðverk, eins og þegar gísl er gefinn matur, vekja „frumstætt þakklæti fyrir lífgjöfina“ og að gíslarnir væru í algerri afneitun um að „þetta væri sama fólkið og kom þeim í aðstæðurnar.“ Það er annars konar „bankarán“ sem á hug okkar Íslendinga um þessar mundir. Nýverið var seldur í lokuðu útboði með afslætti 22,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka. Í tvær vikur ríkti leynd yfir nöfnum þeirra sem hrepptu hnossið. En svo kvað við kunnug- legan tón: „Faðir fjármálaráðherra á meðal þeirra sem fengu að kaupa í Íslandsbanka.“ Hinir rómuðu „fagfjárfestar“ reyndust aftur- gengnir útrásarvíkingar, kvótaaðall sem notar arðinn af einni almenningseign til að kaupa aðra, spákaupmenn, dæmdir hrunverj- ar, starfsmenn bankans og söluráðgjafinn. „Mjög fallega gert“ Ári eftir gíslatökuna í Stokkhólmi ræddi blaða maður tímaritsins The New Yorker við fórnarlömbin. Gíslarnir fullyrtu enn að gíslatökumennirnir hefðu komið vel fram við þá. Ein kvennanna, sem þjáðist af innilok- unarkennd, hafði til að mynda fengið að taka nokkur skref út úr herberginu þar sem hópn- um var haldið föngnum. Hún varð að vísu að bera snöru um hálsinn en hún sagði þetta hafa verið „mjög fallega gert“. Þegar gíslatöku- maður hugðist skjóta annan gísl í fótinn til að sýna lögreglunni að sér væri alvara hugsaði gíslinn: „En fallegt af honum að ætla bara að skjóta mig í fótinn.“ Hinir gíslarnir hvöttu hann til að fórna sér fyrir gíslatökumennina: „Þetta er bara fóturinn, Svenni.“ Hinn 15. september árið 2017 sleit stjórn- málaflokkurinn Björt framtíð samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Var það í kjölfar þess að upp komst að fyrrnefndur faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefði veitt dæmdum kynferðisafbrotamanni meðmæli í umsókn um uppreist æru. Það olli að auki útbreiddri hneykslun að þáverandi dóms- málaráðherra Sigríður Andersen greindi Bjarna frá meðmælum föður hans án þess að gera öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar viðvart. En í stað þess að verðlauna Bjarta framtíð fyrir það að verða við köllum almennings um aukna siðferðisábyrgð stjórnmálaflokka tóku kjósendur afstöðu með gíslatökumönnunum. Björt framtíð þurrkaðist út í næstu kosn- ingum. Vinstri græn stigu fram fyrir hönd fanginnar þjóðar og þökkuðu Sjálfstæðis- flokknum fyrir brauðmolana af „frumstæðu þakklæti“ gísls í sænsku bankaholi. Og hér erum við stödd enn á ný, með snöru um hálsinn en teljum okkur frjáls, því við fengum að stíga nokkur skref út úr prísund- inni sem var „mjög fallega gert“. Barnslega glöð yfir því að hafa áður verið leyft að kaupa brot af okkar eigin banka í almúgaútboðinu lifum við í afneitun um að sama fólkið og gefur með annarri hendi tekur með hinni. Gíslatökumennirnir þurfa hins vegar ekki að skjóta okkur í fótinn. Við tökum af þeim ómakið og skjótum okkur sjálf í fótinn á fjögurra ára fresti. ■ Þetta er bara fóturinn, Svenni Það athyglisverðasta við nýafstaðna sölu ríkisins á hluta þjóðarinnar í Íslandsbanka er ekki afslátturinn af kaupverðinu, enda var hann hóflegur. Og það athyglisverða við söluna er ekki endilega nafnalisti kaupendanna, sem var kannski fyrirséður þegar allt kom til alls. Það athyglisverðasta við söluna – og það er jafnframt áfellisdómur yfir íslensku efna- hagslífi – er að erlendir fagfjárfestar höfðu engan áhuga á að eignast hlut í Íslandsbanka til langrar framtíðar. Það voru einungis heima- menn sem þorðu að hætta peningum sínum í þennan banka, sem tengist sögu íslensks efna- hagshruns nokkuð órjúfanlegum böndum. Erlendir fjárfestar hefðu ef til vill haft áhuga á að eignast hlut í bankanum til skamms tíma – eins og dæmin sanna frá fyrri sölunni, en alls ekki til langs tíma, enda aðstæðurnar hér á landi úr takti við allan fyrirsjáanleika. Skilaboðin eru augljóslega þau að erlendir fjárfestar hafa ekki áhuga á Íslandi nema þeir fái aðgang að orku landsins og öðrum auðlind- um á útsöluverði sem þeim er tryggt til áratuga, svo fremi raunar að þeir hinir sömu þurfi ekki að borga skattana sína á Íslandi. Erlend fjárfesting á Íslandi er því aðeins mögu- leg að Íslendingar borgi sjálfir fyrir hana. Fyrir hálfri öld eða svo var þessi plagsiður kannski skiljanlegur í ljósi nesjamennsku og mikilvægis þeirrar þörfu viðurkenningar að útlendingar virtu Íslendinga viðlits. Og hluti ástæðunnar er líka sú gamalkunna gestrisni að standa upp úr rúmi fyrir aðkomumann af þakklætinu einu fyrir að hann kæmi í heimsókn. Eitthvert blessunarverðasta framlag Íslend- inga til framfara samfélagsins er fjórfrelsið sem hlaust af evrópska efnahagssamningnum, sem ráðríkir og þaulsætnir stjórnmálaflokkar í landinu tala raunar gegn í orði, en þó ekki á borði, af því þá brestur þor til þess. Þriðja stoð fjórfrelsisins varðar frjálst flæði fjármagns og sú fjórða frjálst flæði þjónustu. Þessar stoðir galopna íslensku fólki og fyrir- tækjum dyr að hvaða starfsemi sem er á megin- landi Evrópu. Og margir landsmenn hafa einmitt freistað gæfunnar í þeim efnum með ágætum árangri, ekki síst í sjávarútvegi. En ef þessu er snúið við blasir annað tveggja við. Ásælni útlendinga í íslenskan sjávarútveg þykir óþolandi fullveldisafsal. Og svo er hitt, að engir útlendingar hafa áhuga á að stofna hér til alvöru samkeppnisrekstrar á fjármálasviði, svo sem í bankaviðskiptum eða á sviði trygginga. Þeir hafna ótryggu efnahagsumhverfi krónunnar. ■ Hafna krónunni DRAUGASÖGUR MÁNUDAGA KL. 19.00 OG AFTUR KL. 21.00 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 9. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.