Fréttablaðið - 09.04.2022, Síða 20

Fréttablaðið - 09.04.2022, Síða 20
Hlutlaust fólk heldur með Vík- ingum vegna Arnars. Harðhaus- inn frá El Salvador sem sér til þess að allir leggi sig fram. n Lykilmaðurinn n Vörn n Miðja n Fylgstu með ▲ Komnir/farnir ▼ n Sókn n Þjálfari Víkingur hafnar í 2. sæti n Spá Fréttablaðsins 1. sæti ? 2. sæti Víkingur 3. sæti FH 4. sæti Breiðablik 5. sæti KR 6.sæti Stjarnan 7. sæti ÍA 8. sæti Leiknir R 9. sæti KA 10. sæti ÍBV 11. sæti Keflavík 12. sæti Fram Eftir að hafa unnið tvo titla á síðustu leiktíð eru væntingarnar í Fossvogi gríðarlegar. Hafa litið frábærlega út í vetur og ættu að berjast um báða titla ef allt fer vel. Gríðarleg stemning er í kringum félagið, sem vafalítið hjálpar til. Kraftaverkið gætið endurtekið sig hjá Arnari Gunn- laugssyni. Pablo Punyed Harðhausinn á miðsvæði Víkings, Pablo Punyed, var magnaður á síðasta tímabili. KR ákvað að leyfa Pablo að fara haustið 2020 og sér eflaust enn eftir þeirri ákvörðun í dag. Ásamt því að vera harður í horn að taka er Pablo afar öflugur fram völlinn, getur farið af stað með boltann en hefur einnig gott auga fyrir sendingum. Hann er svo frábær fyrirmynd fyrir unga leikmenn í kringum sig sem komast ekkert upp með það að elta ekki hvern einasta bolta eða fórna sér ekki í tæklingar. Pablo leiðir miðsvæði Víkings áfram með góðu fordæmi. Ábyrgðin á Pablo verður svo enn meiri í ár þegar reynsluboltarnir Kári Árnason og Sölvi Ottesen eru horfnir á braut, Pablo þarf því að vera enn meiri leiðtogi en áður. Gengi síðustu sex tímabil 2009 7. sæti | 2016 7 sæti | 2017 8 sæti | 2018 9 sæti | 2019 7 sæti | 2020 10 sæti | 2021 1 sæti n Íslandsmeistarar 1920, 1924, 1981, 1982, 1991, 2021 n Bikarmeistarar 1971, 2019, 2021 ▲ Birnir Snær Ingason ▲ Oliver Ekroth ▲ Kyle McLagana ▲ Arnór Borg Guðjohnsen ▲ Davíð Örn Atlason ▲ Karl Friðleifur Gunnarsson ▲ Ari Sigurpálsson ▼ Kári Árnason ▼ Sölvi Geir Ottesen ▼ Kwame Quee ▼ Halldór Jón Sigurður Þórðarson ▼ Atli Barkarson Maðurinn sem allt knatt- spyrnuáhugafólk elskar, Arnar Gunnlaugsson, er áfram bíl- stjóri á Vikings-hraðlestinni. Arnar hefur unnið hug og hjörtu Víkinga með skemmtilegum og árangursríkum fótbolta. Arnar er heiðarlegur þegar hann ræðir við fjölmiðla og fer aldrei í felur með það sem fer í gegnum haus hans. Sama hvort Víkingum vegni vel eða illa mun Arnar koma til dyranna eins og hann er klæddur. Hefur sterka skoðun á því hvernig fótboltalið hans á að spila, en hans helsti styrkleiki er að ná vel til leikmanna. Birnir Snær Ingason fær aftur tækifæri í toppliði en árið 2019 gekk hann í raðir Vals. Dvöl hans á Hlíðarenda var ein sorgarsaga og fór Birnir til HK eftir stutt stopp hjá Val. Hjá HK átti Birnir flotta spretti og sannaði að hellingur af hæfi- leikum er í löppum hans, hann skortir hins vegar stöðugleika til að nýtast bestu liðunum. Arnar Gunnlaugsson fær það verkefni að kreista alla hæfileika Birnis fram, en hann þarf einnig að koma kantmanninum knáa í skilning um að það ekki er pláss fyrir farþega í varnarleik í nútíma fótbolta. Birnir hefur það orð á sér að vera latur að skila sér til baka en hann mun ekki komast upp með það hjá Arnari. Takist Birni að bæta leik sinn gæti hann orðið algjör X-factor í sterku liði Víkings. Ingvar Jónsson mun standa vaktina í marki Víkings, en að auki er liðið með Þórð Ingason. Þórður byrjaði síðasta tímabil með látum en Ingvar tók svo við keflinu. Ingvar af ein af stóru hetjum Víkings á síðustu leiktíð. Stóra spurningarmerkið er svo í hjarta varnarinnar, en Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen lögðu skóna a hilluna eftir síðustu leiktíð. Þeirra verður saknað. Arnar Gunnlaugsson hefur í vetur sótt þá Kyle McLagana og Oliver Ekroth, en fyrir er svo Halldór Smári Sigurðsson. Arnar gæti brugðið á það ráð að leika með þrjá miðverði. Í bakvarðastöðunum hefur Víkingur bætt við sig Davið Erni Atlasyni sem mættur er heim í Vikina eftir fýluferð í Kópavog. Karl Friðleifur sem var á láni á síðustu leiktíð var svo keyptur frá Breiðabliki. Í vetur hefur svo Logi Tómasson blómstrað og gæti spilað stóra rullu. Pablo Punyed og Júlíus Magnús- son eru lykilmenn á miðju Víkings. Þeir eru í því hlutverki að verja vörnina en þurfa einnig að vera öflugir í koma boltanum fram völlinn. Fyrir framan þá er svo lista- maðurinn Kristall Máni Ingason sem var magnaður undir lok síðustu leiktíðar. Kristall gæti orðið ein af stjörnum Bestu deildarinnar í sumar. Sér völlinn vel og er fljótur að koma sér fram völlinn, mjög klókur. Víkingar hafa svo nokkra spilara sem geta komið inn í stöðurnar á miðsvæðinu en breiddin gæti verið meiri. Nikolaj Hansen var bæði markahæsti og besti leikmaður Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð. Framherjinn frá Dan- mörku fann markaskóna sem enginn vissi að væru til. Nikolaj raðaði inn mörkum í öllum regnbogans litum og þarf að halda uppteknum hætti. Viktor Örlygur Andrason og Erlingur Agnarson vinna svo í kringum danska framherjann en báðir áttu flotta spretti í fyrra. Víkingar búa svo yfir mikilli breidd í stöðurnar fremst á vellinum, en í vetur hefur félag- ið bætt við Birni Snæ Ingasyni, Ara Sigurpálssyni og Arnóri Guðjohnsen. Fyrir eru svo Helgi Guðjónsson og Adam Ægir Pálsson sem geta ógnað með hraða. Breiddin er því gríðarleg. Til að allt smelli hjá Víkingum þarf Hansen að finna sömu markaskó og á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 16 mörk þegar Víkingur varð Íslands- meistari. Í upphafi vetrar fór maður að van- meta Víkinga, þrátt fyrir að liðið hefði unnið báða titlana síðasta sumar. Svo fór maður að fylgjast náið með leikjum liðsins og þeir fóru strax aftur á blað hjá mér yfir þau lið sem eiga að berjast um titil- inn. Það hefur verið hrikalega gott flæði í spilamennsku. Það hefur auðvitað mikið verið talað um að þeir muni sakna Kára og Sölva sem hættu eftir síðustu leiktíð. Nærvera þeirra er hins vegar enn til staðar, Kára sem yfirmanns knattspyrnumála og svo er Sölvi Geir í þjálfarateyminu. Þeir eru því á staðnum til að halda mönnum á tánum. Stóra spurningin er hvort Niko- laj Hansen geti töfrað fram öll þessi mörk líkt og á síðustu leiktíð, danski framherjinn hafði ekki verið þekkt- ur fyrir markaskorun þegar hann skoraði svo 16 mörk í fyrra. Ég vil líka fá fleiri mörk frá Kristali Mána. Hann endaði tímabilið rosalega vel í fyrra en ég vil fá fleiri mörk yfir allt tímabilið frá þessum öf luga leik- manni. Erlingur Agnarsson hefur svo heillað mig í vetur, hann gæti orðið algjör lykilmaður í þessu liði. Stóra spurningin í vörninni er fyrir mér hver verður við hlið Hall- dórs Smára, Oliver Ekroth og Kyle McLagana munu berjast um það. Samvinna Halldórs og Kyle í vetur Nærvera Kára og Sölva utan vallar dregur úr högginu n Albert segir Albert Brynjar Ingason hefur verið góð. Karl Friðleifur hefur verið mjög góður vinstra megin og Logi Tómasson hefur komið virki- lega á óvart í vinstri bakverðinum. Logi virðist ætla að stíga upp núna í ár og er að taka þetta meira alvar- lega. Þeir hafa svo Davíð Atlason sem getur leyst allar stöður í vörn- inni. Arnar Gunnlaugsson er með breidd fram á við, Birnir Snær hefur litið vel út í vetur en óvíst er hversu mikið Arnór Borg Guðjohnsen nýt- ist liðinu. Arnar er með möguleika á að spila með þriggja manna vörn eða fara í 4-4-2. Arnar er svo auðvitað maðurinn sem þetta snýst allt um, hann er með fólkið í Víkinni með sér. Það er gaman að hlusta á viðtöl við hann og hlutlaust fólk fór í fyrra að styðja Víking út af honum. Leikmönnum líður vel undir hans stjórn og þeir vita að það er ekkert bull í gangi. n Arnar Gunn- laugsson er elskaður og dáður í Víkinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI 20 Íþróttir 9. apríl 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 9. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.