Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2022, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 09.04.2022, Qupperneq 24
Nánari upplýsingar um viðburði helgarinnar má finna á: barna- menningarhatid.is. n Í vikulokin Ólafur Arnarson Þetta ósann- gjarna kosninga- kerfi er í boði Fram- sóknar. Við mælum með Klámiðn- aðurinn er á undan- haldi á meðan kynheil- brigði er á allra vörum. BJORK@FRETTABLADID.IS Afternoon Tea á Fjallkonunni Síðdegiste á Fjallkonunni er sér- lega gómsæt og girnileg upplifun. Hægt er að velja úr nokkrum bragð- tegundum af tei og jafnvel bæta við glasi af freyði- eða kampavíni. Maturinn er borinn fram á fallegum tveggja hæða bakka troðnum af alls kyns kræsingum svo sem bláberja- skonsum, túnfiskssamlokum, bolla- kökum, sörum og makkarónum. Confit-önd á vestfirskri hveitiköku bar þó af. Síðdegisteið er borið fram alla virka daga frá klukkan 14.30-17. Í næstu þingkosningum, sem gætu orðið fyrr en varir miðað við vand- ræðaganginn á ríkisstjórninni, flyst eitt þingsæti frá Norðvesturkjör- dæmi til Kragans. Ástæðan er sú að í þingkosningunum í september síð- astliðnum höfðu kjósendur í Norð- vestur 2,1 atkvæði á móti hverju einu atkvæði kjósenda í Kraganum. Samkvæmt 31. grein stjórnar- skrárinnar verður að f lytja þing- sæti frá því kjördæmi sem hefur fæsta kjósendur að baki hverjum þingmanni yfir í það kjördæmi sem hefur flesta kjósendur að baki hverjum þingmanni verði munur á vægi atkvæða tvöfaldur eða meiri. Í næstu þingkosningum verða kjördæmakjörnir þingmenn Norð- vestur sex talsins sem er lágmarkið samkvæmt stjórnarskrá. Samt verða kjósendur í Norðvestur með 1,7 atkvæði á móti einu atkvæði hvers kjósanda í Kraganum. Þetta ósanngjarna og spillta kosningakerfi er í boði Framsóknar- f lokksins, sem hefur það sem eitt sitt helsta keppikefli að halda vægi atkvæða í þéttbýlinu umhverfis höf- uðborgarsvæðið svívirðilega lágu. Framsóknarflokkurinn reynir að bera óréttlætið á borð sem réttlætis- mál og heldur því fram að eðlilegt og rétt sé að skerða sjálfsögð mann- réttindi íbúa höfuðborgarsvæðis- ins vegna þess að þeir eigi greiðari aðgang að stjórnsýslu og þjónustu en íbúar landsbyggðarinnar. Þessi rök eru falsrök. Heilög mannréttindi á borð við jafnan kosningarétt geta ekki og mega ekki vera umsemjanleg pólitísk Mannréttindabrot í boði Framsóknarflokksins skiptimynt. Vilji stjórnmálamenn og -flokkar bæta stöðu dreifbýlisins hafa þeir ýmis úrræði til þess. Skerðing sjálfsagðra mannrétt- inda meirihluta þjóðarinnar er hins vegar ekki í boði. Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu mættu hafa hugfast við kjörkass- ann í sveitarstjórnarkosningum 14. maí að Framsóknarflokkurinn, sem berst gegn sjálfsögðum mann- réttindum kjósenda í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum, á ekkert erindi í sveitarstjórnir á svæðinu. n Smörre á Kastrup Það verður enginn svikinn af smur- brauðinu á veitingastaðnum Kast- rup á Hverfisgötu. Klassískir réttir á við maríneraða síld, egg og rækjur og roastbeef í bland við kartoffel- mad og nautalund eru bæði vel úti- látnir og fallega framreiddir. Svo má auðvitað toppa máltíðina með eftirréttaostum, pönnukökum eða sætum súkkulaðibitum. Velbe- kommen! n Á þriðjudag var Barnamenn- ingarhátíð sett í Reykjavík og stendur hún út sunnudaginn með tilheyrandi gleði og fjöl- breyttum viðburðum um alla borg – sem allir eru þátttak- endum að kostnaðarlausu. bjork@frettabladid.is Ævintýrahöllin Fjölbreytt og spennandi menning- ardagskrá er fyrir börn og fjölskyld- ur í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal. Fjölskyldujóga, trúðar, dans-safarí, Abba-söngstund í sundi, upplestur úr bókum, æskusirkus, sundballett, krakkakarókí og krakkareif og ótal margt fleira. Borgarbókasafnið Úlfarsárdal, frá kl. 10-17 báða dagana. TÍST, TÍST! … ĆWIR, ĆWIR! … TWEET, TWEET! Fjölskylduvænn f jöltyngisvið- burður á íslensku, pólsku, ensku og fuglamáli. Dansarinn Magdal- ena Tworak og leikkonan Nanna Gunnars leiða fjölskyldur í gegnum 30 mínútna gagnvirka sögustund sem er ætluð 5-12 ára börnum. Verkið fjallar um fjölda farfugla sem kemur til Íslands hluta ársins og er skrifaður af Ewu Marcinek. Gröndalshús, sunnudag, kl. 11, 12 og 13. Stefnumót á strigaskóm Hjólatúr verður um Voga- og Heimahverfið þar sem hlusta má á upplestur úr barnabókum á vel völdum stöðum. Heitt súkkulaði á kaffihúsi í lok ferðar. Hjólastjórar eru Árni Davíðsson hjá Landssam- tökum hjólreiðamanna og Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, barnabóka- vörður á Borgarbókasafninu Sól- heimum. Laugardag frá kl. 10 til 12. 50 hættulegir hlutir Hefur þú sleikt níu volta batterí? Tekið lokið af pottinum á nákvæm- lega sama tíma og poppmaísinn springur? Aldrei? Þá er sýningin 50 dangerous things eitthvað fyrir þig! Sýningin rannsakar allt það sem börnum er yfirleitt sagt að vara sig á eða forðast! Stórhættulegt leik- hús sem reynir á þolmörkin, eitt- hvað sem börn fá yfirleitt ekki að upplifa. Norræna húsið, laugardag, kl. 15. Sögur af afa og ömmu Afi og amma hafa frá ýmsu að segja. Undanfarnar vikur hefur sögum frá eldra fólki sem sækir félagsstarfið í Gerðubergi verið safnað saman. Þau hafa rifjað upp atburði frá því þau voru börn og á þessum viðburði ætla þau að segja börnunum þessar sögur. Listasmiðja – börnin teikna undir áhrifum frá sögunum. Gerðuberg, laugardag, kl. 11 til 12.30. LÁN – listrænt ákall til náttúrunnar Sýningar á verkum barna tengdum náttúrunni og sýn barna á framtíð jarðarinnar. Börn úr 15 leikskólum og grunnskólum borgarinnar hafa unnið undir leiðsögn vísinda- og listafólks. Borgarbókasafnið Gróf inni og Spönginni, Sjóminjasafnið, Perlan, Safnahúsið, Grasagarðurinn. Kl. 10 til 17 báða dagana. n Fjölskyldufjör um alla borg Skemmtilegir viðburðir fyrir börn- verða víðs vegar um borgina. Hugmyndin er að margbreytileiki og jafnræði sé leiðarljós hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar fyrir börn og fjöl- skyldur þeirra. MYND/AÐSEND Gerður Huld Arinbjarnardóttir er yngsta kona sem hefur verið valin markaðsmanneskja ársins – en þó að hún hafi staðið í fyrirtækjarekstri í ellefu ár er hún aðeins rúmlega þrítug. Viðurkenninguna hlaut hún í upphafi árs fyrir ótrúlegan vöxt fyrirtækis síns, kynlífstækja- verslunarinnar Blush. Hugmyndina að versluninni fékk Gerður þegar hún sjálf gekk inn í kynlífstækjaverslun 21 árs gömul og nýkomin úr fæðingarorlofi. Þar blasti við henni klámvídeó á stórum skjá og hún treysti sér ekki til að leita ráða hjá karli sem vann þar við afgreiðslu. Hún fann að það sem hún leitaði eftir var ekki til hér á landi og tók því málin í sínar hendur. Hana langaði að breyta áherslu markaðarins frá klámi í kynheilbrigði, fyrirtækið fór hægt af stað en hefur sannarlega vaxið og ræður nú stórum hluta markaðarins hér á landi. Nálgunin var aug- ljóslega rétt og á hárréttum tíma. Klámiðnaður- inn er á undanhaldi á meðan kynheilbrigði er á allra vörum. Þökk sé því að skömm og tabú hafa fengið að víkja fyrir opinni og heilbrigðri umræðu. n Út með klám og inn með kynheilbrigði 24 Helgin 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 9. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.