Fréttablaðið - 09.04.2022, Síða 26

Fréttablaðið - 09.04.2022, Síða 26
Það var karlmaður að afgreiða og ég gat ekki fyrir mitt litla líf rætt við hann um að ég væri að leita mér að tæki til að finna G-blettinn minn. Gerður Huld Arinbjarnar- dóttir stofnaði fyrirtæki sitt Blush aðeins 21 árs gömul. Hún var þá nýkomin úr fæð- ingarorlofi og búin að týna eigin kynveru, eins og hún orðar það. Ellefu árum síðar er Blush komið í 860 fermetra og Gerður var nýverið valin markaðsmanneskja ársins og varð um leið yngsta konan til að hljóta þann titil. Við hittumst á fallegu heimili Gerðar í Sala- hverfinu í Kópavogi, hver f inu sem hú n hefur búið í frá ellefu ára aldri. „Mér líður mjög vel hér en foreldrar mínir byggðu húsið. Eftir að þau skildu bjó pabbi hér og ég keypti neðri hæðina en fyrir fjórum árum skipti ég við pabba og nú bý ég uppi og hann niðri.“ Foreldrar Gerðar kynntust aðeins 14 ára gömul og voru gift í 36 ár. Gerður er örverpi, yngst þriggja systra, og aðspurð hvort uppeldið hafi litast af því að hún sé heilum áratug yngri en næsta systir svarar hún: „Kannski myndu systur mínar segja það en það þarf að taka það inn í myndina að mamma og pabbi urðu foreldrar sextán ára og þá er einfaldlega erfiðara að dekra við börn. Þegar þau eignast mig eru þau 27 ára og búin að koma undir sig fótunum,“ útskýrir hún. Foreldrahlutverkið krefjandi Sjálf á Gerður einn son sem er tólf ára. „Ég held ég láti það duga,“ segir hún og viðurkennir að móðurhlut- verkið hafi reynt meira á en hún gerði ráð fyrir, en leiðir hennar og barnsföður hennar skildu þegar sonurinn var tveggja og hálfs árs. Drengurinn bjó lengst af í Reykja- vík en f lutti norður til föður síns fyrir þremur árum. „Sem betur fer valdi ég góðan barnsföður,“ segir hún og útskýrir að þó að barnið búi á einum stað sé uppeldið sameigin- legt. „Ég var tvítug þegar ég átti hann og hafði engan veginn áttað mig á því hversu krefjandi foreldrahlut- verkið getur verið,“ segir Gerður en þetta tímabil reyndi á hana. „Ég var í raun að flýja sambandið og sjálfa mig. Ég hafði alltaf ætlað mér að verða mamma og helst eiga fjögur börn en verandi ein með eins stóran rekstur og Blush er orðinn þá finn ég ekki þörfina fyrir það. Ég vil heldur gefa barninu sem ég á nú þegar allan þann tíma sem ég hef.“ Á svipuðum tíma og Gerður skildi við barnsföður sinn stofnaði hún fyrirtækið Blush og segir það hafa gert sér gott að geta dreift huganum. „Það er kannski ein ástæða þess að það hefur gengið svona vel, ég er bara búin að sökkva mér í það. Ég var með ákveðna sýn á fjölskyldulífið sem rættist ekki og að einhverju leyti er það örugglega þannig hjá öllum sem ganga í gegnum skilnað. En mér fannst gott að geta skapað sýn með Blush sem svo varð að veruleika. Verkefnin sem hafa fylgt móður- hlutverkinu hafa verið mikið, mikið erfiðari en nokkuð sem hefur komið upp í fyrirtækjarekstrinum og ég held að þess vegna hafi ég getað tekið þeim af yfirvegun og þolinmæði.“ Ég hef gaman af ástinni Gerður er í sambúð með Jakobi Fannari Hansen og segir hún barn- eignaumræðuna hafa verið tekna snemma í sambandinu og þar séu þau á sömu blaðsíðu, þær séu ekki á dagskrá eins og staðan er í dag. „En maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Við erum saman í fyrirtækja- rekstri, en hann vann áður hjá WOW air og kom inn í rekstur Blush þegar hann missti starf sitt þar. Nú fær hann ekkert að fara, enda orð- inn einn verðmætasti starfsmaður- inn,“ segir hún í léttum tón. En það er ekki bara ástalífið sem Gerður hefur einbeitt sér að, heldur ástin sjálf því stuttu eftir að hún Hef gaman af því að dansa á línunni Hugmyndina að Blush fékk Gerður 21 árs gömul, nýkomin úr fæðingarorlofi, í leit að kynlífstæki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI setti Blush á laggirnar stofnaði hún fyrirtækið Sambandsmiðlun. „Ég fékk þá hugmynd út frá því að foreldrar mínir skildu og ég vissi að mamma væri ekki týpan í að fara að nota stefnumótaöpp eða slíkt. Ég stofnaði því svona gamaldags sambandsmiðlun sem gekk alveg ofboðslega vel. Við vorum með sál- fræðing í vinnu sem tók viðtöl við alla sem sóttu um og paraði svo fólk saman. Það eru enn til pör sem við bjuggum til og ég er til dæmis að fylgja einu pari sem gifti sig síðasta sumar og var að eignast sitt annað barn,“ segir Gerður og er greinilega sátt við að hafa komið því til leiðar. „Ég hef gaman af ástinni og heil- brigðum samskiptum. Mér finnst fátt eins skemmtilegt og að kynn- ast pörum þar sem maður sér að báðir aðilar eru að gera sitt besta og samskiptin eru heilbrigð. Ég á mjög erfitt með að horfa upp á nei- kvæð samskipti í parasamböndum og langar oft að koma með ráð sem gætu hjálpað öðrum í samskiptum.“ Margverðlaunað fyrirtæki Í ljós kemur að Gerður er nú að vinna í gráðu í sambandsmark- þjálfun. „Þetta heitir „Love and sex coach“, en gráðuna tek ég við Love- ology University í Bandaríkjunum, sem er alfarið á netinu.“ Þó að sambandsmiðlunin hafi gengið vel hafði Gerður stuttu áður stofnað kynlífstækjaverslunina Blush og ákvað að einbeita sér að rekstri hennar þegar kauptilboð kom í sambandsmiðlunina. Hún sér ekki eftir þeirri ákvörðun í dag enda hefur fyrirtækið vaxið og dafnað, er komið í 860 fermetra hús- næði og hlaut Gerður nýverið viður- kenningu sem markaðsmanneskja ársins 2021. Blush hefur jafnframt frá árinu 2019 hlotið árlegar viður- kenningar Creditinfo sem Framúr- skarandi fyrirtæki og bætti við sig titlinum Besta íslenska vörumerkið í febrúar síðastliðnum en ár hvert eru nokkur vörumerki, sem þykja hafa skarað fram úr, valin af Brandr vörumerkjastofu. Reyndi lengi að vera extróvert En þrátt fyrir að vera orkumikil og opinská lýsir Gerður sér sem rólynd- ismanneskju. „Ég hafði alltaf reynt að vera extróvert því mér fannst það sam- þykktari leiðin í lífinu. Ég var alltaf að reyna að gera eitthvað og hitta fólk en svo var ég alltaf uppgefin og fannst þetta ekki eins gaman og hinum. Þegar ég fattaði að ég þyrfti ekkert að eiga þrjátíu vini, það væri nóg að eiga eina tvo góða vini, var það mikið frelsi. Það þurfa ekkert allir að vera formaður nemenda- ráðs.“ Gerður er augljóslega ástfangin en hún og Jakob kynntust á djamminu eins og hún orðar það fyrir um sex árum síðan. „Við vorum upphaf- lega bara vinir en fyrir þremur og hálfu ári síðan, sumarið 2019, sagði ég honum að ég væri tilbúin í sam- band. Ég sagði honum jafnframt að ef ég ætlaði að fara í samband þyrfti ég annað hvort að slíta okkar vina- sambandi eða við þyrftum hrein- lega að fara á stefnumót. Ég fann bara hvernig ég var orðin skotin í honum. Hann svaraði þá bara: „Förum á stefnumót!“ „Þetta small strax og okkur líður mjög vel saman,“ segir Gerður en stuttu eftir að sambandið hófst var Jakob farinn að vinna hjá Blush. „Við pældum alveg í því hvernig það yrði en hjá okkur hófst þetta hægt og rólega og við vinnum mikið hvort á sínum endanum. Ég er ekk- ert yfirmaður hans en hann er ekki heldur yfirmaður minn.“ Passaði ekki inn í kynlífstækjakúltúrinn Gerður stofnaði Blush árið 2011, hún var þá 21 árs gömul og nýkomin úr fæðingarorlofi. „Ég var þá búin að vinna úti um allt: Subway, Hópkaup- um, Landspítalanum og nokkrum fataverslunum en alltaf mjög stutt á hverjum stað. Þannig að ég hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu,“ segir hún og hlær. „Draumurinn var þó alltaf að eiga mitt eigið fyrirtæki og ég hafði íhugað að opna skóbúð.“ En hugmyndin að Blush kom þegar hún sjálf fann ekki það sem hún leitaði að. „Ég upplifði mig ekki passa inn í þann kynlífstækjakúltúr sem var á Íslandi. Ég labbaði inn í eina þeirra verslana sem þá voru og ætlaði að kaupa mér tæki, þar tók á móti mér klámvídeó og óþægilegt umhverfi fyrir 21 árs konu. Ég var á viðkvæmu tímabili, nýbúin að eignast barn og svolítið að reyna að endurupp- götva kynveruna innra með mér. Mér fannst ég ekkert sexí og labba svo þarna inn og sé ekkert nema klámmyndir. Það var karlmaður að afgreiða og ég gat ekki fyrir mitt litla líf rætt við hann um að ég væri að leita mér að tæki til að finna G- blettinn minn.“ Frá klámi í kynheilbrigði Gerður lagðist því í rannsóknar- vinnu og þar sem hún hafði verið að leita að hugmynd að eigin fyrirtæki fór hún að hugsa hvers vegna hún stofnaði ekki kynlífstækjaverslun. „Grunnhugmynd Blush var að færa kynlífstækjamarkaðinn frá klámi yfir í kynheilbrigði. Þegar ég keypti mitt fyrsta kynlífstæki var það til að rækta sjálfa mig. Ég var búin að týna minni eigin kyn- veru eftir barneignir og vissi ekki hvernig ég ætti að starta mér aftur. Ég hafði vanrækt sjálfa mig kyn- ferðislega árið á undan og ætlaði þarna að taka málin í mínar hendur. Ég hafði alveg átt einhver tæki áður en það var einhvern veginn meira í gríni, þarna var hugsunin dýpri. Ég vildi vera kynvera en var það ekki á þessum tíma – ég var bara föst í mömmugírnum Ég fór því að skoða í kringum mig hvaða merki væru í boði. Á þessum tíma var bæði lítið framboð á Íslandi og lítil eftirspurn. Þetta var bara sérhópur sem var að kaupa þetta og aðrir fóru til útlanda að versla. Ég þurfti því bæði að búa til eftirspurnina og finna merkin.“  Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 26 Helgin 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.