Fréttablaðið - 09.04.2022, Side 30

Fréttablaðið - 09.04.2022, Side 30
Ég elska að safna einhverju, fjölskyldan er mjög ánægð með það því þá er ekki eins erfitt að gefa mér jóla- og afmælisgjafir. Ég vinn töluvert heima og elska heimilið mitt, hér líður mér vel. Katrín Halldóra Sigurðar- dóttir, söng- og leikkona, býr ásamt fjölskyldu sinni í Sundahverfi þar sem þau una hag sínum vel á fallegu heimili þar sem fegurð og þægindi fara vel saman. Katrín Halldóra Sigurðar- dóttir, söng- og leik- kona, stendur í ströngu þessa dagana en fram undan eru stórtón- leikar í Eldborg á sunnudaginn þar sem hún mun syngja lög Jóns Múla Árnasonar við texta bróður hans Jónasar Árnasonar af plötu sem hún gaf út í fyrra. Svo er hún líka nýbúin að frumsýna nýtt verk ásamt sam- starfsfélögum sínum í Þjóðleikhús- inu, verkið Ást og upplýsingar eftir breska leikskáldið Caryl Churchill sem hlotið hefur mikið lof. Katrín er mikil fjölskyldukona og elskar að fá fjölskyldu og vini í heim- sókn og elda góðan mat. Hún er gift Hallgrími Jóni Hallgrímssyni sem á Óðin og saman eiga þau tæplega tveggja ára gaur, Stíg, og hundinn Edith sem er enskur fjárhundur. „Ég vinn töluvert mikið heima og elska heimilið mitt, hér líður mér vel. Hér reyni ég líka að æfa mig fyrir verkin sem eru í gangi hjá mér hverju sinni.“ Nú eru það tónleikarnir fram undan sem eiga hug hennar allan. „Páll Óskar er gestasöngvari og ég hlakka mjög mikið til að telja í þessi fallegu lög með þessari stórkostlegu hljómsveit sem verður með mér á sviðinu.“ Fjölskyldan býr í Sundahverfi og unir hag sínum vel. „Við kunnum mjög vel við okkur í þessu hverfi, við höfum verið hér í þó nokkur ár og þar sem við erum með hund hentar mjög vel að hér eru góðar gönguleið- ir, stutt að fara í Laugardalinn sem er svo fallegur allan ársins hring. Einn- ig erum við mjög miðsvæðis og það er stutt í allar áttir.“ Mikill safnari „Ég myndi ekki segja að ég væri með neinn ákveðinn stíl, heldur meira svona safna ég að mér húsgögnum sem eru bæði falleg og þægileg. Það er praktískt að vera með sófa sem auðvelt er að þrífa þegar maður er með ungbarn. Svo elska ég fallega lýsingu og er með algjört ljósa- og lampablæti. Mér finnst það vera hlutirnir sem fólk hefur safnað að sér og þykir vænt um sem gera heimili að heimili. Maður getur oft séð húmor og áhuga fólks í gegnum heimili þess. Það er gaman þegar hver og einn getur leyft sínum per- sónuleika að njóta sín á heimilinu.“ Katrín er líka mikill safnari. „Ég elska að safna einhverju, fjöl- skyldan er mjög ánægð með það því þá er ekki eins erfitt að gefa mér jóla- og afmælisgjafir. Ég er núna til að mynda að safna í uppáhalds stellið mitt, Royal Copenhagen. Mér finnst svo gaman að leggja fallega á borð og er mikið fyrir fallegan borð- Heimili þar sem listin og gleðin eru í fyrirrúmi Katrín er mikil fjölskyldukona og nýtur þess að vera í faðmi fjölskyldunnar. Hundurinn Edith á sinn sess á heimilinu og fær líka að vera í sófanum að kúra. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is 30 Helgin 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.