Fréttablaðið - 09.04.2022, Side 32

Fréttablaðið - 09.04.2022, Side 32
Gunnar Hrafnsson tók við formannssæti Félags íslenskra hljómlistarmanna fyrir fjórum árum og segir að hafi hann ætlað að halla sér aftur í formannsstólnum hafi alla vega ekki orðið af því, enda annasamir tímar að baki. Félag íslenskra hljómlistar­ manna, eða FÍH, fagnaði 90 ára afmæli á dögunum. „Ef FÍH væri mannvera þá ætti hún að vera í öndun­ arvél en ég held að félagið lifi okkur öll,“ segir Gunnar í léttu gríni, en samsinnir blaðamanni um að stofnendur félagsins hafi sýnt mikla framsýni árið 1932. „Þegar FÍH varð 50 ára var fagnað með vikutónleikahaldi og útgáfu bókar þar sem saga félagsins er skráð af Hrafni Pálssyni. Samkvæmt henni er ákveðið áhugaleysi þarna í byrjun, en Bjarni Bö, faðir Ragga Bjarna, og Þórhallur Árnason verða „guðfeður“ félagsins og drífa það í gang. Þá var aðalmarkmið FÍH að halda útlendingunum úti. Þessir menn voru að spila á Hótel Borg og Hótel Íslandi, en það hafði færst í aukana að fá útlendinga til að spila. Íslendingar voru ósáttir og vildu hafa þessi verkefni fyrir sig og er félagið í raun stofnað sem útlend­ ingahatarafélag,“ segir Gunnar. Hann segir þessa byrjun skondna í baksýnisspeglinum, enda hafi markmiðið snúist upp í andhverfu sína og f leiri góðir músíkantar komið til landsins og áhuginn á að nota þá aukist. „Þá verða þessir útlendingar lykil­ fólk í að kenna og ala upp, eins og hefur alltaf verið á Íslandi – því við eigum svo stutta tónlistarhefð,“ segir Gunnar og bendir á að tón­ listarf lutningur hafi ekki komið til af einhverju viti hér á landi fyrr en snemma á 20. öldinni og þá hafi útlendingar, eðli málsins sam­ kvæmt, verið áhrifavaldarnir. „Þeir náðu sem betur fer ekki að halda þeim úti. Ef markmið félags­ ins hefði náðst hefði það verið slæmt fyrir íslenskt tónlistarlíf og Ísland sem var mjög lokað.“ Stutt tónlistarhefð hér á landi Tónlistarhefðin hér á landi er stutt og það segist Gunnar oft hafa fundið í samskiptum sínum við yfirvöld. „Þessi menning er svo nýbyrjuð hér, í samanburði stendur evrópsk tón­ listarsaga á gömlum merg og ekki er deilt um gildi hennar. Það er erfitt að gefa skít í tónlist í Salzburg, þar sem fótspor Mozarts eru úti um allt!“ Gunnar segir viðhorfið vera að breytast en lengi vel hafi það verið þekkt afstaða að ekki ætti að vera að púkka upp á fólk fyrir að gera ekki neitt. „Eins og varðandi listamanna­ launin, maður hefur oft heyrt slíkar athugasemdir sem er kannski ekki skrítið enda er þetta svo nýtt.“ Gunnar segir félagið alla tíð hafa státað af mjög sterkum félags­ mönnum, enda var í upphafi sam­ keppni um inngöngu. „Þú þurftir að vera af vissum gæðum. Menn eins og Björn R. Einarsson hljómsveitar­ stjóri og básúnuleikari, sem spilaði í vinsælustu hljómsveitunum, voru jafnframt prófdómarar félagsins og úrskurðuðu um hvort fólk spilaði nægilega vel til að komast inn.“ Tónlistarhæfileikar ganga í erfðir Aðspurður segir Gunnar tónlistar­ hæfileika oft ganga í erfðir og því séu oft heilu fjölskyldurnar við­ riðnar félagið og skólann. „Bjarni Bö til að mynda var pabbi Ragga Bjarna, sem var einn okkar ástsælustu tónlistarmanna og of boðslega sterkur FÍH­maður. Núna er langafabarn Ragga hér í skólanum, svo þarna er löng fjöl­ skyldusaga sem snertir íslenskt tónlistarlíf og búist við miklu af drengnum. Annað dæmi er Anna Gréta sem gerir nú garðinn frægan úti í heimi og er dóttir hins öfluga Sigurðar Flosasonar“. Streymið er ekki líklegt til að þjóna nema bara þeim allra vinsælustu því nafnið þeirra er þekkt. Það er svolítið erfitt að byrja með streymi en vera kannski lítið þekkt- ur. Félag íslenskra hljómlistar- manna fagnaði 90 ára afmæli á dögunum og hélt formaður- inn ræðu við það tilefni. MYND/AÐSEND Tónlistarfólkið stendur af sér dýfur Gunnar tók eins og fyrr segir, við sem formaður FÍH fyrir fjórum árum og er ekki hægt að segja að hann hafi verið verkefnalaus frá þeirri stundu. En Gunnar hefur lengi verið viðriðinn félagið. Spilað í Offiseraklúbbnum „Ég var tekinn hingað inn þegar ég var í poppinu í gamla daga,“ segir Gunnar og telur umbeðinn upp böndin Ljósin í bænum og Tívolí. „Hljómsveitir spiluðu þá reglu­ lega í Offiseraklúbbnum á Kef la­ víkurflugvelli og það þótti algjört ævintýri að fara í hljómsveitar­ rútunni upp á völl og fá að spila þar. Það var félagið sem sá um þau verkefni og hafði samband við tón­ listarfólk,“ segir Gunnar og rifjar upp þegar hann spenntur mætti á skrifstofuna til að sækja fyrsta launaumslagið. „Mér var þá rétt umslag með hundrað krónum og einhverjum fimm köllum, með orðunum: „Hérna eru launin þín og kvittunin fyrir félagsgjöldunum,“ en þá var búið að draga þau af laun­ unum.“ Gunnar fór í tónlistarnám til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Berk­ lee College of Music í Boston. „Við Stefán S. Stefáns og Pétur Grétars vorum í fyrstu bylgjunni sem fór utan og menntaði sig í hrynfastri tónlist og færðum fræðin heim, en Vilhjálmur Guðjónsson var áður búinn að vinna gott verk í að starta tónlistarskóla FÍH. Við tíndumst heim, ég árið 1984, og f ljótlega erum við allir þrír orðnir kennarar við skólann.“ Tónlistarskóli FÍH var þá við Brautarholt en flutti í húsnæði FÍH við Rauðagerði árið 1990 en þar er í dag jafnframt starfræktur Mennta­ skóli í tónlist. Verktaka losar um rétt fólks Baráttumálin eru margvísleg. „Verktaka hefur aukist og hún losar um rétt fólks. Nú verður mál tekið fyrir dóm fljótlega. Þetta er mál söngkonunnar Þóru Einars­ dóttur gegn Íslensku óperunni. Við veitum henni fulltingi, enda um ákveðið prófmál að ræða um hvort verktakasamningur geti upphafið kjarasamning,“ segir hann. „Annað mál af skyldum toga er gagnvart Ríkisútvarpinu en ég tel okkur vera með skýran kjara­ samning sem kveður á um hvað eigi að borga fyrir tónleika og hvað eigi að borga fyrir upptökur. Svo bar við að tónleikum Jazzhátíðar 2018 var sjónvarpað og niðurstaðan var sú þegar ég fór að skoða þetta, að hver og einn af þeim 20 manns sem spiluðu tónleikana lék í um 50 mínútur. Fyrir þetta fengu þeir 10 þúsund krónur greiddar frá Jazzhá­ tíð Reykjavíkur í verktöku. Ríkisút­ varpið sagði það ekki koma sér við, enda hefði það samið við framleið­ andann, Jazzhátíðina. Niðurstaðan var því sú að það sem var greitt var þrisvar til fjórum sinnum lægra en ef greitt hefði verið eftir taxta. Þetta gengur ekki upp!“ Hræðileg áhrif Covid En ætli Gunnar sé harður í horn að taka? „Ég veit ekki hvort ég sé harður en ég vil vera sanngjarn. Mér finnst auðvelt að taka á málum af hörku þegar mér finnst ég vera að fara með rétt mál. Ég get alveg tekið slaginn fyrir það sem ég hef trú á.“ Gunnar hafði ekki starfað lengi sem formaður þegar fordæmalaus verkefnaskortur vegna samkomu­ takmarkana reyndi á félagsmenn. „Hefði maður ætlað að labba hér inn og halla sér aftur var það ómögulegt þegar það kemur drep­ sótt,“ segir hann í léttum tón, sem þyngist hratt. „Hún hafði hræðileg áhrif og braut upp vinnuumhverfið. Prófessjónal músíkantar hafa lent gjörsamlega úti í kanti. Mörg okkar eru kennarar með tónlistarf lutn­ ingnum, en þau sem höfðu ekki aukastörf stóðu uppi nær atvinnu­ laus. Stjörnurnar okkar hafa margar farið illa út úr þessu.“ Talið berst að tónleikastreyminu sem einhver gripu til og náðu að selja miða. „Streymið er ekki líklegt til að þjóna nema bara þeim allra vinsælustu því nafnið þeirra er þekkt. Það er svolítið erfitt að byrja með streymi en vera kannski lítið þekktur. Því varð þetta ekki lausn nema fyrir fá okkar.“ Tónlistarfólk vant dýfum Þó að undanfarin tvö ár hafi reynt á stéttina segist Gunnar þó ekki hafa tekið á móti mörgum félagsmönn­ um sem voru við það að gefast upp. „Ég held að miðað við sumar aðrar stéttir þá höfum við tón­ listarmenn meira þol gagnvart svona löguðu, enda vön dýfunum og stöndum þær af okkur. En það besta sem kom út úr Covid var að mér fannst listin í landinu fara að tala meira einni röddu. Það varð til samráðshópur tónlistarinnar og við útbjuggum Covid­19 skýrslu um stöðu tónlistarinnar, þar sem helstu vandamál og mögulegar úrlausnir voru teknar fyrir. Það er í raun listageirinn sem kemur með hugmyndina að tekjufallsstyrk, sem er að danskri fyrirmynd, inn í þáverandi menntamálaráðuneytið til Lilju Daggar Alfreðsdóttur.“ Gunnar segir Lilju Dögg hafa stað­ ið þétt við bak tónlistarfólks. „Við tölum svo gjarnan um að stjórn­ málafólk lofi alltaf upp í ermina á sér og minna verði um efndir. Lilja talaði fallega um Covid­19 skýrsl­ una og tekjufallshugmyndina, en það var aðeins liðið inn í slaginn þegar við áttuðum okkur á því að hún væri með okkur af fullum heil­ indum og ætlaði sér að láta hjálp­ arúrræðin raungerast. Við fengum líka frábæra aðstoð frá BHM sem er móðurfélag okkar og nokkurra ann­ arra listfélaga.“ Tregir til að nýta sér úrræði Félagsmenn voru þó tregir til að nýta sér tekjufallsúrræðin í fyrstu. „Eins og þeir héldu að þeir ættu ekki rétt á þessu. Ég hefði ekki trúað þessu að óreyndu. En svo settum við upp hjálp hérna, ég réði reyndan bókara til að aðstoða fólk og það varð til þess að það sótti aðstoð. Síðasta vor leit út fyrir að Covid væri að verða búið og þá hrönnuðust upp tónleikar og undirbúningur en svo kom bylgja og önnur um jólin sem rústaði allri tónleikasókn. Þá fórum við aftur í samráðshópi og töluðum við Lilju sem spurði hvað við vildum gera. Upp úr þvi samtali kom þessi stóra inngjöf þegar aukið fjármagn var sett í sjóðina og skipti það gríðarlega miklu máli. Þetta er kannski til marks um að orðið hafi til skilningur í samfélaginu um að það borgi sig að halda þessum anga á lífi og í gangi. Við sjáum flest virðið í því, ég vona það. Það er rosa erfitt að tala abstrakt um gildi menningar við fólk sem er að reyna að stilla af útgjöld sam­ félagsins í erfiðu árferði. En eins ólistrænt og það er að tala um hag­ stærðir þá eru hagrænu áhrifin af listastarfi í milljörðum talin, plús­ megin, og það margborgar sig að eiga öflugt menningarstarf. Varðandi kjaramál þá er vanda­ mál listanna að þetta er grjóthörð samkeppnisgrein. Of mörg eru að bjóða vinnu sína miðað við eftir­ spurn og gagnvart sterkum viðsemj­ endum er einstaklingurinn í erfiðri stöðu. Þá er svo mikilvægt að lista­ mennirnir finni leiðir til að standa saman sem heild. “ Lifandi tónlist lykilatriði Lifandi tónlist er í dag algjört lykil­ atriði fyrir afkomu tónlistarfólks. „Spotify er enn skelfilegt og aldrei verið eins mikilvægt að það séu góðir tónleikastaðir víða og að við náum aftur upp heimsóknarvilj­ anum.“ En lífið er að komast í réttar skorður og segir Gunnar undan­ farnar vikur hafa verið verulega upplífgandi. „Ég gat ekki hugsað hálfa hugsun hér í síðustu viku. Það var band að æfa hér beint undir mér svo ég dansaði í stólnum. Svo labbaði maður fram, þá skalf húsið því Páll Óskar var að æfa í salnum niðri fyrir afmælistónleikana sína. Ég held að það séu yfir 20 útskriftartónleikar fram undan, svo að í öllum her­ bergjum voru nemendur að æfa. Þetta fólk gefst ekkert upp enda er tónlistin ekki bara vinna – heldur ástríða.“ n Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 32 Helgin 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.