Fréttablaðið - 09.04.2022, Side 40

Fréttablaðið - 09.04.2022, Side 40
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656. Lucinity er þriggja ára nýsköp- unarfyrirtæki í örum vexti sem hefur hannað hugbúnað fyrir banka og fjártæknifyrirtæki til að hjálpa þeim í baráttu sinni gegn peningaþvætti. Öflug gervigreind og af burðagott notendaviðmót eru þannig sameinuð í greiningar- tóli sem valdeflir starfsfólk fjár- málafyrirtækja um allan heim og gerir því kleift að takast á við pen- ingaþvætti með skilvirkari hætti en áður hefur verið mögulegt. Um afar mikilvægan málaflokk er að ræða, en peningaþvætti er aðalforsenda þess að skipulögð af brotastarfsemi þrífist innan samfélags og yfir landamæri, svo sem mansal, vændi, eiturlyfjasala og ólögleg vopnasala. Mikil eftirspurn eftir starfsfólki „Við finnum að það er mikil eftirspurn eftir starfsfólki í upp- lýsingatækni og íslenskt atvinnu- líf þarf sárlega á því að halda að fjölga fólki í geiranum. Helmingur vinnuafls á Íslandi er konur en hlutfall þeirra í upplýsingatækni er allt of lágt. Með því að stuðla að auknum sýnileika kvenna í upp- lýsingatækni vonum við að f leiri sýni þessum spennandi vettvangi áhuga. Verkefnin fram undan eru bæði mikilvæg, krefjandi og skemmtileg,“ segir Ásdís Eir Sím- onardóttir, VP of People & Culture hjá Lucinity. Samtök kvenna Vertonet eru samtök kvenna sem starfa, eða hafa áhuga á að starfa, í upplýsingatækni á Íslandi. Sam- tökin voru stofnuð á vordögum 2018 og eiga sér norska fyrirmynd en hugmyndin tekur mið af Oda- Nettverk sem eru norsk kvenna- samtök fyrir konur í upplýsinga- tækni. Hugmyndafræðin á bak við Vertonet er að konur og fyrir- tæki innan upplýsingatækninnar vinni saman í því að efla þátttöku kvenna í geiranum og skapa þann- ig aukinn fjölbreytileika. „Í byrjun vorum við ekki nema nokkrir tugir kvenna í félaginu en það hefur heldur betur breyst því í dag erum við hátt í 700 konur og sífellt bætist í hópinn,“ segir Linda B. Stefánsdóttir, formaður Vertonet. Starfið snýst um að halda reglu- bundna viðburði með áhuga- verðum erindum frá konum sem starfa innan upplýsingatækni. Markmiðið með þessum við- burðum er að auka sýnileika allra þeirra f lottu kvenna sem starfa í geiranum, samhliða því að styrkja tengsl milli kvenna. „Við endum alla okkar viðburði á „teygjum á tengslanetinu“-leiknum þar sem hver kona þarf að kynna sig og spjalla við að að minnsta kosti þrjár konur sem hún hefur ekki áður hitt,“ segir Linda. Hvatningardagur Vertonet „Hátindurinn í viðburða- haldi félagsins er Hvatningar- dagur Vertonet. Dagskráin byrjar á hádegi og endar með kokteil seinnipartinn. Á þessum degi koma konur saman, hlusta á fræðandi og skemmtileg erindi kvenna sem eru að gera áhuga- verða hluti eða hafa skarað fram úr á einhvern hátt. Við þetta tækifæri veitum við jafnframt Hvatningarverðlaun Vertonet og heiðrum þannig konur sem hafa lagt sitt af mörkum í að gera upp- lýsingatæknigeirann eftirsóknar- verðan fyrir konur og hvetjum þannig aðrar konur til að gera sig sýnilegri,“ bætir Linda við. Hátt menntunarstig „Við teljum mikilvægt að fylgjast með hvernig fyrirtækjum í upp- lýsingatækni miðar í því að efla þátttöku kvenna í geiranum og höfum í þeim tilgangi framkvæmt tvær kannanir í samstarfi við Intellecta um stöðu kvenna í upp- lýsingatækni. Í síðari könnuninni, sem framkvæmd var í fyrra, kemur fram að 58,8% fyrirtækja í upplýsingatækni sögðust vinna markvisst í því að styrkja stöðu kvenna innan geirans. Einnig töldu f lestir þátttakenda að vinnustaður þeirra væri mjög eða frekar karllægur, en það er örugglega stór þáttur í því hversu hægt gengur að fá f leiri konur í geirann og því eitthvað sem fyrirtæki þurfa að skoða sérstak- lega. Það lítur því miður út fyrir að hlutfall kvenna í geiranum hafi ekki breyst mikið á milli ára en það mældist 24,9% í þessari könnun sem er svipað hlutfall og í könnun sem gerð var árið 2019. Könnunin sýndi einnig að það er hátt menntunarstig í geiranum en 84,4% þátttakenda eru með háskólamenntun og þar af eru 36,5% með framhaldsmenntun á háskólastigi. Eitt af því sem könn- unin sýnir enn fremur er hvaða þætti konur telja eftirsóknarverða við góða vinnustaði og þar kemur fram að spennandi verkefni eru það sem flestar konur líta til, ásamt jafnvægis milli vinnu og einkalífs og sveigjanleika í vinnu. Þetta eru áhugaverðar niður- stöður sem koma þarna fram sem geta gert fyrirtækjum sem rýna könnunina kleift að vera með enn markvissari aðgerðir í þá átt að efla þátttöku kvenna í geiranum. Við stefnum að því að fram- kvæma viðlíka könnun annað hvert ár og allir okkar bakhjarlar hafa aðgang að niðurstöðunum,“ segir Linda. „Við hjá Lucinity erum afar hrifin af gagnadrifinni ákvarð- anatöku, og fannst því mikilvægt að gerast bakhjarl Vertonet til að hafa aðgang að könnuninni og geta þannig nýtt niðurstöður hennar til frekari aðgerða,“ segir Ásdís Eir. „Við erum ákaflega stolt að fá Lucinity sem bakhjarl Vertonet en samstarf sem þetta gerir okkur kleift að efla starf okkar enn frekar,“ segir Linda. ■ Vertonet eru samtök kvenna sem starfa eða hafa áhuga á að starfa í upplýsingatækni á Íslandi og Lucinity er þriggja ára nýsköpunarfyrirtæki í örum vexti. Ásdís og Linda segja að mikil eftirspurn sé eftir fólki í upplýsingatæknigeirann. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Setið og spjallað í glæsilegum húsakynnum Lucinity í Borgartúni. Við teljum mikil- vægt að fylgjast með hvernig fyrirtækj- um í upplýsingatækni miðar í því að efla þátt- töku kvenna í geiranum og höfum í þeim tilgangi framkvæmt tvær kann- anir í samstarfi við Intellecta um stöðu kvenna í upplýsinga- tækni. Linda B. Stefánsdóttir Helmingur vinnu- afls á Íslandi er konur en hlutfall þeirra í upplýsingatækni er allt of lágt. Ásdís Eir Símonardóttir 2 kynningarblað 9. apríl 2022 LAUGARDAGURKonur í upplýsingatæKni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.