Fréttablaðið - 09.04.2022, Síða 42

Fréttablaðið - 09.04.2022, Síða 42
Það er mikill kostur að hafa einhvers konar tækni- lega þekkingu, en áhugi, greiningarhæfni og vilji til að læra, eru langmikil- vægustu eiginleikarnir þegar kemur að því að vinna við öryggismál. Guðrún Valdís Jónsdóttir Guðrún Valdís Jónsdóttir starfar sem öryggisráðgjafi hjá Syndis. Hún komst fyrst í kynni við upplýsinga- öryggismál þegar hún var í námi í Bandaríkjunum. Hún segir fjölbreytt störf í boði í upplýsingaöryggisgeiranum sem henta öllum kynjum. Syndis sérhæfir sig í netöryggi, en innan fyrirtækisins starfa nokkur teymi á ólíkum sviðum. Guðrún Valdís vinnur nú í teymi sem sér um stjórnunarlegt öryggi. „Það þýðir að við vinnum náið með stjórnendum fyrirtækja, stjórnum og öryggisstjórum. Í stuttu máli þá veitum við alls kyns ráðgjöf tengda öryggisstjórnun og hlítingum, æfingum og gerð ferla, uppbyggingu jákvæðrar öryggis- menningar innan fyrirtækja og ýmsu slíku,“ útskýrir Guðrún Valdís. Guðrún Valdís lærði tölvunar- fræði í Princeton háskóla í Banda- ríkjunum og tók þar valáfanga í upplýsingaöryggi. „Það voru mín fyrstu kynni af netöryggi og ég fékk fljótt mikinn áhuga á því. Í framhaldinu vann ég mjög stórt rannsóknarverkefni í skólanum tengt upplýsingaöryggi, en það spannaði tveggja ára tíma- bil,“ segir hún. Eftir útskrift fékk Guðrún Valdís strax vinnu hjá Aon á Manhattan í New York. „Ég fór þá í mjög skemmtilegt 40 vikna þjálfunarprógramm, allt tengt upplýsingaöryggi. Þar fékk ég að kynnast nokkrum mismunandi hliðum upplýsinga- öryggis, til dæmis stjórnunarlegu öryggi, öryggisprófunum og að bregðast við öryggisatvikum. Eftir það fékk ég fullt starf við öryggis- prófanir. Ég vann við að hakka ýmis kerfi hjá viðskiptavinum, heimasíður, snjallsímaforrit, netkerfi, og fleira,“ segir Guðrún Valdís og bætir við að starfið hafi verið gríðarlega lærdómsríkt og skemmtilegt. „Það var í raun ekki fyrr en ég fór út á vinnumarkaðinn að ég virki- lega fékk þessa praktísku kunnáttu sem maður er alltaf að nýta sér í starfi við öryggismál.“ Smæðin er styrkur Guðrún Valdís ákvað svo að koma heim í stutt frí þegar Covid byrjaði, sem endaði með því að hún flutti heim. „Áður en ég tók ákvörðun um að flytja heim hafði ég samband við Syndis. Ég fékk vinnu við öryggis- prófanir, sem var nákvæmlega það sama og ég var að gera úti. Öryggis- prófanir eru mjög tæknilegt starf, sem snýst um að líkja eftir árásum meinfýsinna hakkara til að finna öryggisveikleika í kerfum, oft sam- hliða því að rýna kóðann. Það er ótrúlega gaman og spennandi að fá að vinna við eitthvað sem er undir öllum öðrum kringumstæðum ólöglegt,“ segir hún. Guðrún Valdís segir það hafa verið erfiða ákvörðun að flytja heim, en hún sér alls ekki eftir henni. „Eitt af því sem mér finnst spennandi við að vinna í öryggis- málum á Íslandi er hvað Ísland er lítið land. En ég held að smæðin sé einn okkar helsti styrkur. Lítil fyrirtæki og einstaklingar geta haft mikil áhrif hér, þar sem allar samskiptaleiðir eru stuttar. Við vinnum náið með fólki sem er í þeirri stöðu að hafa mikið ákvörðunarvald, svo mér finnst ég geta haft meiri áhrif hér heldur en í miklu stærra samfélagi eins og í Bandaríkjunum. Það eru ekki mikil tækifæri til að tala beint við toppana úti,“ útskýrir hún. Guðrún Valdís hafði unnið við öryggisprófanir frá útskrift frá Princeton-háskóla, en ákvað breyta til um áramótin, skipti um deild og fór að vinna við stjórnun- arlegt öryggi. Hún segir að störfin séu mjög ólík en það er einmitt það sem henni finnst áhugavert við upplýsingaöryggisgeirann. Það eru svo fjölbreytt störf í boði innan hans. „Mér finnst frábært að hafa haft möguleikann á að skipta um teymi og fara að fást við eitthvað mjög ólíkt því sem ég gerði áður, en vera samt áfram í öryggisstarfi innan Syndis. Svo nýtist tæknilega þekk- ingin mín úr öryggisprófunum mér mjög vel í núverandi verk- efnum. Starfið sem ég er í núna snýst meira um stjórnun, mannleg samskipti, þjálfun starfsfólks og öryggisvitund, á meðan öryggis- prófanirnar eru mun tæknilegri,“ útskýrir hún. Það þarf ekki að vera nörd Guðrún Valdís segir að það sé algengur misskilningur að það þurfi að vera algjör nörd til að vinna við upplýsingaöryggi. „Við höfum heyrt það bæði frá umsækjendum og fólki sem þorir ekki að sækja um starf hjá okkur, að það heldur að þetta sé ekki starf fyrir það. Fólk heldur að það sé ekki nógu klárt. Það er vissu- lega mikið af mjög kláru fólki sem vinnur í þessum geira. En lang- flestir sem vinna við þetta hafa lært mest eftir að þeir komust út á vinnumarkaðinn, eða með sjálfs- námi. Það eru fáir sem öðlast þessa praktísku reynslu í öryggismálum í skóla,“ segir hún. „Starfsreynsla beintengd upp- lýsingaöryggi er alls ekki skilyrði fyrir að byrja að vinna í þessum geira. Það er mikill kostur að hafa einhvers konar tæknilega þekk- ingu, en áhugi, greiningarhæfni og vilji til að læra, eru langmikilvæg- ustu eiginleikarnir þegar kemur að því að vinna við öryggismál. Það eru mjög mörg mismunandi störf innan net- og tölvuöryggisgeirans, störf sem krefjast ólíkra hæfileika. Sum krefjast þess að hafa sterkan tæknilegan bakgrunn, önnur krefjast þess að vera góður í mann- legum samskiptum og þar fram eftir götunum.“ Guðrún Valdís víkur talinu að skorti á konum innan upplýsinga- öryggisgeirans. En hún tók eftir honum, bæði þegar hún vann í Bandaríkjunum og hér á Íslandi. „Það vantar stelpur í þennan geira. Við höfum verið um það bil í tíu prósentunum síðan ég byrjaði hér heima. Ég var fyrsta stelpan sem var ráðin til Syndis árið 2020, núna erum við rúmlega 30 manna teymi og við erum þrjár stelpur. Þannig að það er klárlega mikill halli. En þetta starf hæfir okkur alveg fullkomlega. Mig langar að fá fleiri stelpur í bransann og fá þær til að sækja um og koma að vinna með mér,“ segir hún og hlær, en bætir svo við ögn alvarlegri: „Þeirra hæfileikar nýtast alveg 100% hér. Það er alveg pláss fyrir stelpur í þessum bransa. Ég vona bara að þær fari að sækja um.“ ■ Nóg pláss fyrir stelpur í bransanum Guðrún Valdís fékk áhuga á netöryggi þegar hún var í námi í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR 4 kynningarblað 9. apríl 2022 LAUGARDAGURkoNur í upplýsiNgatækNi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.