Fréttablaðið - 09.04.2022, Page 74

Fréttablaðið - 09.04.2022, Page 74
Skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík. Hæfni- og menntunarkröfur Skólameistari veitir skólanum forstöðu, stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Þá ber skólameistari ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt auk þess að hafa frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Að auki gegnir skólameistari mikilvægu hlutverki í mótun skólastarfs á grundvelli laga og aðalnámskrár framhaldsskóla og er mikilvægt að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar. Mennta- og barnamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, með síðari breytingum. Skipað er í embættið frá 1. ágúst 2022. Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2022. Nánari upplýsingar er að finna á vef Starfatorgs: starfatorg.is. • Starfsheitið kennari ásamt viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. • Umfangsmikil stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni. • Þekking á fjármálum, rekstri og áætlanagerð. • Reynsla af verkefnastjórn og stefnumótunarvinnu. • Framúrskarandi samskiptahæfni og færni í að skapa liðsheild á vinnustað. • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Skýr framtíðarsýn og hæfileiki til nýsköpunar. • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu. Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is Laus kennslustörf við Grunnskóla Hornafjarðar veturinn 2022-2023 • Aðstoðarskólastjóri á eldra stigi, afleysing í eitt ár. • Umsjónarkennsla • Heimilisfræðikennsla • Náttúrufræðikennsla á unglingstigi 50% • Sérkennsla Umsækjendur skulu hafa tilskylda menntun og reynslu til starfsins og góð tök á íslensku bæði munnlega og skriflega. Áhersla er á að umsækjandi sýni hæfni í samskiptum, frumkvæði, sé lausnamiðaður og hafi skipulagshæfileika. Launakjör samkvæmt kjarasamningi LS og KÍ eða annarra félaga. Umsóknum um starf skal skilað skriflega til skólastjóra fyrir 24. apríl n.k. með upplýsingum um menntun, réttindi, starfsreynslu og meðmælendur. Nánari upplýsingar veitir Eygló Illugadóttir skólastjóri í síma 470-8400 / 846-2227 - eyglo@hornafjordur.is Í Grunnskóla Hornafjarðar eru um 250 nemendur í tveimur aðskildum húsum. Í öðru húsinu er í 1. – 6. bekkur en 7. – 10. bekkur í hinu. Unnið er eftir hugmyndarfræði uppeldis til ábyrgðar og skólinn er bæði grænfánaskóli og heilsueflandi skóli. Lögð er áhersla á teymisvinnu og innleiðingu fjölbreyttra kennsluhátta m.a. með því að auka ipadvæðingu. Í Grunnskóla Hornafjarðar er góður starfsandi og skólinn er vel búinn. Sveitarfélagið er vel statt og þar er blómlegt mannlíf. Kennarar Verzlunarskóli Íslands auglýsir lausar stöður kennara fyrir skólaárið 2022-2023. Kennari í íslensku Auglýst er eftir kennara í 100% starf í íslensku. Kennari í viðskiptagreinum Auglýst er eftir kennara í 100% starf í viðskiptagreinum. Hæfnikröfur:  Háskólapróf í viðkomandi greinum.  Kennsluréttindi.  Reynsla af kennslu í framhaldsskóla er kostur. Við bjóðum:  Góða vinnuaðstöðu.  Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri. Umsóknarfrestur er til 25. apríl og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið gunninga@verslo.is Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 1000 nemendur. Skólinn er bekkjaskóli. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en ráðið er í starfið. Yfirþroskaþjálfi/ deildarstjóri Kastalagerði Ás styrktarfélag óskar eftir yfirþroskaþjálfa eða deildarstjóra til starfa á heimili í Kastalagerði, Kópavogi. Starfshlutfallið er 80 %, dagvinna og ein helgi í mánuði. Staðan er laus frá 01.06.2022. Helstu verkefni og ábyrgð: • Ber ábyrgð á faglegu starfi í samvinnu við forstöðumann • Ber ábyrgð á að þjónustuáætlanir séu uppfærðar og byggðar á óskum íbúa og fagleg mati • Tryggir að sjálfsákvörðunarréttur íbúa sé virtur og að veitt sé einstaklingsmiðuð þjónusta • Veitir íbúum stuðning og ráðgjöf í daglegu lífi • Setur sig inn í tjáningarform eða sérstakar aðstæður íbúa • Eftirlit með líkamlegu og andlegu heilsufari íbúa • Kemur að starfsmannamálum í samvinnu við forstöðumann • Veitir starfsmönnum faglega fræðslu og ráðgjöf • Vinnur að gæðaviðmiðum og lýsingum • Staðgengill forstöðumanns í lengri fjarveru. Hæfniskröfur: • B.A.próf í í þroskaþjálfafræðum og starfsréttindi eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Þekkingar á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi hugmyndfræði • Góð samskipta- og samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð • Góð almenn tölvukunnátta ásamt góðrar íslensku- og enskukunnáttu • Að minnsta kosti 3 eða 5 ára starfsreynsla í sambærilegu starfi Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna að sækja um. Umsóknarfrestur er til 21.04.2022. Nánari upplýsingar veitir Lára Rannveig Sigurðardóttir í síma 568-0206 á virkum dögum. Atvinnuumsókn ásamt ferilskrá sendist á lara@styrktarfelag.is Upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess www.styrktarfelag.is Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags. Ás styrktarfélag hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sitt samkvæmt ÍST 85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. 30 ATVINNUBLAÐIÐ 9. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.