Fréttablaðið - 09.04.2022, Page 86

Fréttablaðið - 09.04.2022, Page 86
 Verkefnin eru fjöl- breytt og fáum við tækifæri til að ræða við fólk úr ýmsum geirum atvinnu- lífsins. Björg Ýr Jóhannsdóttir Það sem mér finnst skemmti- legast er þegar við náum að aðstoða viðskipta- vini við að sjá aukið vægi í gögnunum sínum. Sylvía Rut Vilhjálmsdóttir KPMG er leiðandi þekk- ingarfyrirtæki sem veitir þjónustu á sviðum endur- skoðunar, uppgjörs og bókhalds, skatta og lögfræði og ráðgjafar. Þar starfa sér- fræðingar á sviði upplýs- ingatækni með metnað til að vinna af heilindum. Björg Ýr Jóhannsdóttir starfar sem sérfræðingur hjá fyrirtækinu. í hennar starfi felst að gera úttektir á upplýsingaumhverfi fyrirtækja og veita ráðgjöf í upplýsingaöryggi. Björg er með B.Sc. í tölvunar­ fræði og starfaði sem forritari í sjö ár. Hún bætti seinna við sig mastersgráðu í reikningsskilum og endurskoðun. Hún segir að námið nýtist sér vel í starfinu. „Þessi blanda, tölvunarfræði og viðskiptafræði, er mjög gagnleg. Notendur upplýsingakerfa og þeir sem skrifa kerfin skilja ekki endilega alltaf hvert annað. En ég samtvinna þetta og tala bæði tungumálin,“ segir hún. Meðal verkefna sem koma á borðið hjá henni er að skoða og greina stöðu netöryggismála, en netöryggi (e. cybersecurity) er ein af mikilvægustu áskorunum stjórn­ enda í dag. Ýmsar upplýsingatækni­ úttektir í tengslum við fjárhags­ endurskoðun eru líka algengar. Upplýsingar eru verðmæti Sylvía Rut Vilhjálmsdóttir, Björg Ýr Jóhannsdóttir og Eva M. Kristjánsdóttir, hafa metnað fyrir störfum sínum hjá KPMG. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Verkefnin eru fjölbreytt og fáum við tækifæri til að ræða við fólk úr ýmsum geirum atvinnu­ lífsins. Í úttektum erum við að skoða margs konar kerfi, til dæmis fjárhagskerfi, gagnagrunna og fleira. Við bendum fyrirtækjum á þá veikleika sem við komum auga á og leiðbeinum oft með úrbætur,“ segir hún. „Ég hef líka fengið tækifæri til að vinna með KPMG Bretlandi í upplýsingatækniúttektum sem eru af allt annarri stærðargráðu en verkefnin hér heima. KPMG hefur líka mjög gott tengslanet um allan heim sem hægt er að leita í eftir ráðgjöf og upplýsingum.“ Starfa með fjölbreyttum hópi Eva M. Kristjánsdóttir er verkefna­ stjóri hjá KPMG. Eva er með M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum og hefur starfað hjá KPMG við ráðgjöf í upplýsingatækni frá 2015. Hún hefur sótt ýmsa þjálfun og nám­ skeið í tengslum við starfið, þar á meðal faggildingu í vottun skv. staðlinum ISO27001 um stjórn­ kerfi upplýsingaöryggis. „Upplýsingar eru verðmæti og þær liggja víða. Það er mikilvægt að tryggja rétta meðferð þeirra, að aðgengi að upplýsingum sé stýrt og þær séu tiltækilegar þegar á þarf að halda. Ég aðstoða fyrirtæki og stofnanir varðandi upplýsinga­ öryggismál, persónuvernd og net­ öryggi. Ég sinni einnig úttektum á fylgni við staðla, lög og reglur varðandi persónuvernd, net­ og upplýsingaöryggi,“ útskýrir hún. „Við störfum með mjög fjöl­ breyttum hópi viðskiptavina með mismunandi þarfir, allt frá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum, félögum sem skráð eru í kauphöll, til lítilla aðila með aðeins nokkra starfs­ menn, sveitarfélögum og ríkis­ stofnunum. Verkefnin eru mismunandi og eins kröfurnar sem gerðar eru til þessara aðila, þannig að það er mikil fjölbreytni í starfinu og það krefst þess að maður sé sífellt að sækja sér nýja þekkingu, ásamt því að skapa tæki og tól til að vinna á sem skilvirkastan hátt og skila sem bestu virði til viðskiptavinanna.“ Hún segir starfið krefjandi og í mörg horn að líta. En það sé skemmtilegt þegar vel tekst til og það næst að koma á umbótum sem skila sér í breytingum til batnaðar. „Eitt af því skemmtilegasta í starfinu er að ég er í samskiptum við ólíkt fólk með mismunandi bakgrunn, stjórnendur og stjórnir, millistjórnendur og almenna starfsmenn,“ segir hún. Blanda af fræðum og list Sylvía Rut Vilhjálmsdóttir starfar sem sérfræðingur á ráðgjafasviði KPMG. Hún segir starfið aðallega felast í því að greina og setja fram gögn þannig að auðvelt sé fyrir stjórnendur að taka stefnumiðaða ákvörðun. „Framsetning gagna getur verið í alls konar formi en það er mikil eftirspurn eftir sjálfvirkum fram­ setningum á skýrslum, rekstrar­ mælaborðum og almennum gagnagreiningum. Viðskiptagreind snýst um það að umbreyta gögnum í verðmætar upplýsingar sem styðja notandann við að taka rétta og tímanlega ákvörðun. Gögn eru oft og tíðum umfangs­ mikil og vannýtt auðlind í rekstri fyrirtækja en með viðskipta­ greind – t.d. PowerBI – er auðveld­ lega hægt að umbreyta gögnum í verðmætar upplýsingar,“ útskýrir Sylvía og bætir við að viðskipta­ greind sé mikilvæg til þess að sjá heildarmyndina, hvort sem það er til þess að greina eldri upplýsingar, rauntíma eða spá fyrir um hvað muni gerast á næstunni. Sylvía segir að starfið sé ákveðin blanda af fræðum og list. „Fræðin við að greina gögnin og listin við að setja gögnin fram þannig að það sé gaman og auðvelt að lesa úr þeim. Það sem mér finnst skemmtilegast er þegar við náum að aðstoða viðskiptavini við að sjá aukið vægi í gögnunum sínum og mögulega gera daglega ákvörð­ unartöku þeirra auðveldari,“ segir hún. Sylvía er verkfræðingur en hún segir að verkfræðin hafi undirbúið hana vel fyrir alls konar greininga­ vinnu og vinnslu á gögnum. „Ég lagði mikla áherslu á aðgerðagreiningu í verkfræðinni, sem gerir mér kleift að túlka og útbúa líkön út frá þörfum við­ skiptavina. Í vinnunni styðst ég mikið við aðferðafræði eins og breytingastjórnun við framsetn­ ingu á gögnum,“ segir hún. „Starfið er fjölbreytt enda eru verkefnin og þarfir viðskiptavina mismunandi. Fjölbreyttur hópur af bæði viðskiptavinum og starfs­ fólki gerir það að verkum að ég á í samskiptum við mjög ólíkt fólk.“ ■ 8 kynningarblað 9. apríl 2022 LAUGARDAGURkonUr í Upplýsingatækni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.