Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2022, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 09.04.2022, Qupperneq 88
Fjölbreytileiki er nátengdur nýsköp- un og á vinnustað býr hann til frjórra umhverfi sem hvetur til sköpunar. Ósk Ólafsdóttir Annata er alþjóðlegt hug- búnaðarfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Starfsstöðvar eru víðs vegar um heiminn og þær stærstu eru í Malasíu og Bretlandi. Um 30 prósent starfsfólks og þrír af sex framkvæmda- stjórum eru konur. „Annata er með skrifstofur í fimmtán löndum og hjá fyrir- tækinu starfa rúmlega 200 manns,“ segir Elva Guðrún Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Annata. „Frá stofnun Annata höfum við lagt áherslu á þróun á lausnum byggðum á Microsoft Dynamics 365, Power BI, Azure og umlykjandi tækni, sem síðan hefur fest sig í sessi á alþjóðamarkaði innan bíla- og tækjaiðnaðarins.“ Alþjóðleg staða Annata er eins- dæmi hér á landi. „Við vinnum mjög náið með Microsoft á sviði viðskiptalausna fyrir bíla- og tækjaiðnað og erum eitt örfárra fyrirtækja í heiminum sem Micro- soft flokkar sem alþjóðlegan hug- búnaðarframleiðanda Microsoft sérlausna. Undanfarin ár höfum við hjá Annata unnið markvisst að uppbyggingu á erlendum mörk- uðum, en 95% af viðskiptavinum Annata eru erlendis,“ segir Elva. Fjölbreytileikinn gerir menn- inguna betri „Fyrirtækjamenning Annata er til þess fallin að hvetja starfsfólk til þróunar í starfi,“ segir Ósk Ólafs- dóttir framkvæmdastjóri inn- leiðingar og þjónustu hjá Annata. „Ég er tölvunarfræðingur frá HR og með meistaragráðu í hugbúnaðar- verkfræði frá DTU í Danmörku. Fyrir Annata hafði ég unnið í um sex ár við hugbúnaðarþróun og verkefnastjórnun hjá UT-fyrirtækj- um. Á þeim tíu árum sem ég hef verið hjá Annata hef ég verið með fingurna í nánast allri starfsemi, sem forritari, ráðgjafi, verkefna- stjóri, viðskiptastjóri og fleira og er nú framkvæmdastjóri í alþjóðlegu hlutverki. Ég hef fengið mörg tæki- færi til að vaxa og þróast í starfi innan fyrirtækisins,“ segir Ósk. Arna Eir Einarsdóttir fjármála- stjóri er viðskiptafræðingur frá HR. „Ég vann í sjö ár hjá Actavis sem sérfræðingur á fjármálasviði og var að ljúka MBA-námi í Kúala Lúmpúr þegar mér bauðst staða rekstrarstjóra á skrifstofunni í Malasíu. Á tveimur árum fjölgaði starfsmönnum skrifstofunnar úr tuttugu í sextíu, sem var ótrúlegt ævintýri. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast ólíkum menningarheimum, en starfs- menn skrifstofunnar þar eru með mjög ólíkan bakgrunn. Á þessum tíma vorum við með starfsfólk frá yfir tíu löndum. Ég flutti aftur til Íslands 2019 og var í hlutverki verk- efnastjóra í nokkra mánuði áður en ég tók við sem fjármálastjóri. Ég hef verið hjá Annata í rúm fimm ár en er núna í fæðingarorlofi,“ segir Arna. Áður en Elva hóf störf hjá Annata hafði hún unnið í fjarskiptageir- anum í um tíu ár. „Í sömu viku og ég byrja hjá Annata, í algjörlega nýjum geira, hóf ég MBA nám við Háskólann í Reykjavík, en fyrir var ég með viðskiptafræðigráðu frá HR. Næstu tvö ár voru ákveðin áskorun, en þessi reynsla hefur komið sér vel í núverandi starfi. Ég er auðvitað ekki með þessa dæmi- gerðu tæknimenntun og það er staðfesting á að hægt sé að ná langt innan þessa geira verandi kona með annan bakgrunn og sýn. Fjöl- breytileikinn hjá Annata er mikill sem gerir menningu Annata enn betri. Í dag, eftir sex ára starf, er ég framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Annata og starfa þvert á allar skrifstofur.“ Tækifærin og traustið til staðar Elva segir að stærsti hluti hennar teymis sé í Malasíu. „Að stýra dreifðu og fjölbreyttu teymi getur auðvitað verið krefjandi, en á sama tíma er þetta mjög skemmtilegt og lærdómsríkt,“ segir Elva. „Tækifærin hjá Annata geta líka verið fjölbreytt. Sjálf tók ég ákvörð- un um að flytja heim frá Malasíu og hafði þá möguleika á að takast á við nýjar áskoranir hjá Annata á Íslandi. Ég hef verið óhrædd við að grípa þau tækifæri sem bjóðast og verkefni mín hafa verið þvert á starfsemi fyrirtækisins,“ segir Arna. „Einn af stærri kostum Annata er einmitt að fólki er tekið á sínum forsendum en ekki flokkað í kassa. Strax á mínum fyrstu vikum kom ég auga á eitthvað sem betur mátti fara, sem snerti ekki á mínu verksviði. Stjórnendur veittu mér umboðið og ábyrgðina til þess að laga málið. Ég hef fengið traust, stuðning og tækifæri til þess að takast á við krefjandi áskoranir og verkefni og fengið að stýra með ýmsum hætti, svo lengi sem sýnt er fram á árangur,“ segir Ósk. Arna bætir þá við: „Ef fólk veit hvert það vill stefna þá er það mín reynsla að stjórnendur geri sitt besta til að styðja starfsfólk í að komast þangað.“ Lengi má gott bæta Konum hefur farið fjölgandi í upp- lýsingatæknigeiranum, en betur má ef duga skal. „Þegar ég byrjaði í tölvunarfræði fann ég aðeins fyrir því að ég passaði ekki inn í staðalímyndina. Í mínum geira hef ég samt alltaf fundið fyrir virðingu og síðustu ár hef ég áttað mig á því að sú staðreynd að ég passa ekki í þetta hefðbundna form, er einn af mínum helstu styrkleikum. Fjöl- breytileiki er nátengdur nýsköpun og á vinnustað býr hann til frjórra umhverfi sem hvetur til sköpunar,“ segir Ósk. „Í okkar vinnuumhverfi eru konur í minnihluta. Við þetta bætist að fyrirtækin sem við erum að herja á eru aðallega innan bíla- og vinnuvélaiðnaðarins og er sá geiri karllægari en tæknigeirinn, ef eitthvað er. Þó örfáar undan- tekningar séu á því, hefur mér verið tekið á jafningjagrundvelli.“ Elva bætir við að þó kynjahlut- föllin í tæknigeiranum þokist í rétta átt, sé vinnunni alls ekki lokið. „Þróunin hefur staðnað í faraldrinum. Í Covid komu upp aðstæður sem þurfti að bregðast hratt við. Lokanir á leikskólum og stofnunum urðu til þess að margir þurftu í auknum mæli að huga að börnum og öðrum fjölskyldu- meðlimum. Þessar aðstæður höfðu frekar áhrif á konur og störf þeirra, þar sem þær eru líklegri til að standa þessa svokölluðu þriðju vakt. Við þurfum að gera enn betur í jafnrétti kynjanna að þessu leyti.“ „Tæknifyrirtækin eru að átta sig á því að þau þurfa að búa til starfsumhverfi sem hlúir að alls konar fólki. Vonandi erum við að færast nær því að geta skilið staðalímyndirnar eftir í fortíðinni,“ segir Ósk. „Ólíkur bakgrunnur er af hinu góða. Þetta snýst líka um sýnileika og það hjálpar til að kvenkyns fyrirmyndum hefur fjölgað. Ég hef lært mjög mikið af öflugum konum, en líka körlum innan Annata og er afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Arna. „Síðustu árin hefur kynja- hlutfallið verið að réttast af hjá okkur og í dag eru þrír af sex framkvæmdastjórum konur. Það er dýrmætt að eiga skemmtilegar, hæfileikaríkar og reynslumiklar samstarfskonur eins og Örnu og Elvu,“ segir Ósk. Elva tekur undir ummæli beggja og bætir við að virðing sé stór hluti af menningu Annata. „Í heildina eru 30% starfs- fólks Annata konur og við erum að gera sérstaklega vel í Malasíu og á Íslandi,“ segir Elva. Jákvæð áhrif fjarvinnu Með faraldrinum komu áskoranir, en líka tækifæri. „Í samkomutak- mörkunum færðist starfsemi fyrir- tækja í auknum mæli upp í skýið. Sveigjanleiki hefur aukist, sem er mikilvægt fyrir jafnréttið. Rann- sóknir sýna að það jafnar leikinn fyrir konur ef starfsfólki er gefið tækifæri til að vinna sveigjanlegan vinnutíma og heiman frá þegar þörf er á,“ segir Ósk. „Staðsetning skiptir minna máli en áður og fjarfundir eru eðlilegur hluti af vinnudeginum þar sem Annata vinnur þvert á tímabeltin. Sú framþróun á staf- rænum lausnum sem átti sér stað í faraldrinum gaf Annata aukna getu til þjónusta viðskiptavini sem nauðsynlega þurftu að bregðast við breyttum kröfum markaðarins,“ bætir Elva við. „Sömuleiðis opnuð- ust dyr að fjölbreyttari tækifærum innan Annata fyrir starfsfólk sem hefur ekki tök á að ferðast vegna vinnunnar,“ bætir Arna við. „Það kom einmitt í ljós að við getum gert miklu meira án þess að vera í sama landi og viðskiptavinir og sam- starfsfólk,“ segir Ósk. ■ Skiljum staðalímyndirnar eftir í fortíðinni Elva, Arna og Ósk eru sam- mála um að menningin hjá Annata sé ein- stök og til þess fallin að hvetja starfsfólk til dáða. Fréttablaðið/ Eyþór 10 kynningarblað 9. apríl 2022 LAUGARDAGURkonur í upplýSingatækni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.