Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2022, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 09.04.2022, Qupperneq 90
Allir starfsmenn eru sammála um nauðsyn fjölbreytileika og strákarnir hafa haft á orði að það sé af hinu góða að leggja áherslu á að fjölga konum í hópn- um. Öllum líður vel og við erum óhrædd að nýta styrkleika hvers annars. Hugrún Björnsdóttir Tæplega þriðjungur starfs- manna Netheims er konur og stefnt er að því jafnt og þétt að auka það hlutfall. Með ólíkum sjónarmiðum og styrkleikum koma fram betri lausnir sem nýtast fleirum. Tæknigeirinn snertir flesta fleti samfélagsins og því er mjög æski- legt að hlutfall stjórnenda og starfsmanna innan hans endur- spegli það, til dæmis þegar kemur að kynjahlutfalli. Með ólíkum sjónarmiðum og mismunandi styrkleikum koma nefnilega fram betri lausnir sem nýtast fleirum, segir Sigríður Sigmarsdóttir, eigandi og sölu- og markaðsstjóri Netheims, sem er upplýsinga- tæknifyrirtæki sem hefur sérhæft sig á sviði reksturs tölvukerfa, hýsingar og hugbúnaðarsmíði til 24 ára. „Frá stofnun Netheims hefur ein kona starfað hér frá upphafi. Fjöldi starfsmanna hefur haldist í um 10-12 starfsmönnum og hefur Helga bókari alltaf verið þessi eina kona, enda tölvubransinn lengi verið karlægur.“ Netheimur var stofnaður 1998 og fram til ársins 2018 voru 95% starfs- manna karlmenn að sögn Þórdísar Aikman Andradóttur, framenda- forritara. „Árið 2018 var Hugrún Björnsdóttir verkefnastjóri ráðin inn til okkar. Fyrir utan það hversu klár hún er þá var hún einnig ráðin inn til að auka hlut kvenna hjá fyrirtækinu. Í kjölfarið hóf Sigríður störf hjá okkur sem einn eigenda og ég bættist í hópinn. Kynjahlut- fall okkar í dag með þeim sem eru í fæðingarorlofi er um 30% konur.“ Nýtum styrkleika hvers annars Hún bætir við að það hafi verið gaman að sjá að þegar fyrirtækið auglýsti eftir nýrri Hugrúnu, þegar hún fór í fæðingarorlof fyrir þremur árum, hafi þau fengið metfjölda umsókna frá konum. „Þá fengum við að heyra að auglýsingin hefði kallað á konur og þær metið okkur sem jákvæð í garð kvenkynsstarfs- manna.“ Hugrún segir Netheim leggja mikla áherslu á að ekkert starf og verkefni sé of lítið og allt starfs- fólk sinnir fjölbreyttum störfum. „Helmingur forritarateymis okkar er konur og tveir þriðju í yfirstjórn eru konur. Við erum ekki stórt fyrirtæki og því eru þessar tölur háar í prósentum en við gætum gert mun betur. Okkur dreymir til dæmis um að fá konu í tækni- deildina, þannig að ef einhver hæf kona les þetta má hún endilega hafa samband. Allir starfsmenn eru sammála um nauðsyn fjöl- breytileika og strákarnir hafa haft á orði að það sé af hinu góða að leggja áherslu á að fjölga konum í hópnum. Öllum líður vel og við erum óhrædd við að nýta styrk- leika hvers annars.“ Nýliðun skiptir máli Þær eru sammála því að nauðsyn- legt sé að auka nýliðun í faginu og þá sérstaklega hjá konum. „Það er m.a. hægt að gera með því að brjóta niður staðalímyndir um fagið og fólkið sem starfar í tækni- geiranum,“ segir Sigríður. „Í staf- rænum umskiptum munu verða til alls konar störf og þá þarf að fá sem flesta að borðinu. Störf í tæknigeir- anum snúast ekki lengur bara um unga forritunarsnillinga sem geta varið öllum sínum frítíma í fagið. Þó að þú starfir í upplýsingatækni þá er ekki þar með sagt að þú getir ekki átt líf utan hennar. Tækni- geirinn treystir á að laða til sín alls konar fólk, unga sem aldna, konur og karla, mæður og feður, svo að Ísland verði ekki eftirbátur ann- arra landa í stafrænni framtíð.“ Forritunarkennsla nauðsynleg Þórdís segir að nú, þegar við höfum nokkurn veginn gengið úr skugga um að Internetið sé ekki „bara bóla“ og tæknivæðing virðist aukast ár frá ári á alheimsvísu, þá sé svolítið umhugsunarvert hversu seint tölvu- og/eða forritunar- kennsla byrjar, ef hún gerir það yfir höfuð. „Það væri svo auðvelt að gera forritun skemmtilega og vekja þannig áhuga barna strax í grunnskóla á faginu. Ekki endilega með það fyrir augum að þau fari öll í tölvunarfræði, heldur vegna þess að forritun eykur svo skilning á upplýsingatækni yfir höfuð og opnar þannig dyr að nánast hverju sem er.“ Gott samband skiptir öllu máli Sigríður segir öflug upplýsinga- tæknifyrirtæki skipta mjög miklu máli fyrir íslenskt atvinnulíf. „Þau skipta mjög miklu máli í ljósi þeirrar stafrænu umbyltingar, eða umskipta, sem eru að eiga sér stað. Það þarf að byggja upp tæknilega innviði til að mæta þeim breyt- ingum sem stafræn umskipti hafa í för með sér.“ Þær eru sammála um að sér- staða Netheims felist í persónu- legri og góðri þjónustu á sann- gjörnu verði. „Netheimur leggur ofuráherslu á gott samband við viðskiptavini sína og það er gaman að segja frá því að f lestir okkar viðskiptavinir eignast sinn eigin tengilið innan Netheims, segir Hugrún. „Við erum með fjöl- breytta reynslu á sviði tækni og getum leyst f lest öll tæknivand- ræði sem fyrirtæki lenda í. Má þar nefna val á búnaði, uppsetningar, tengingar, samþættingar, heima- síður og vefverslanir. Við leggjum áherslu á að vera þetta eina símtal sem þitt fyrirtæki þarfnast.“ Árið fram undan er fullt af skemmtilegum verkefnum og áskorunum, bætir Sigríður við í lokin. „Áherslur okkar árið 2022 eru á enn frekari samþættingar milli kerfa, einföldun í rekstri upplýsingatækni hjá fyrirtækjum okkar og enn frekari þróun á staf- rænum lausnum.“ Nánari upplýsingar á netheimur.is. Fjölbreytileikinn skiptir miklu máli Frá vinstri eru þær Sigríður Sigmarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, Þórdís Aikman Andradóttir framendaforritari og Hugrún Björnsdóttir verkefnastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 12 kynningarblað 9. apríl 2022 LAUGARDAGURkonur í upplýsingatækni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.