Fréttablaðið - 09.04.2022, Síða 98

Fréttablaðið - 09.04.2022, Síða 98
 Í áfrýjunum lögmanna hennar til æðri dómstóla var lögð áhersla á að meint játning hennar væri óáreið- anleg, enda hefðu yfirheyrslur yfir henni ekki farið eðlilega fram. Þá hefði rannsókn málsins og meðferð þess fyrir dómstólum verið verulega ábótavant. Í einni áfrýjun náði málf lutn- ingur lögmanna Melissu í gegn. Alríkisdómstóll í New York féllst á að hún hefði ekki notið stjórnar- skrárvarinna réttinda sinna til full- nægjandi málsvarnar. Yfirlýsingar hennar í yfirheyrslum væru helstu sönnunargögnin í málinu, en engin gögn í málinu sýndu fram á að barn- ið hefði verið drepið eða að Melissa hefði nokkru sinni lagt hendur á hana eða önnur börn sín. Ári síðar breytti þessi sami dóm- stóll niðurstöðu sinni á þeim for- sendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Þá var aðeins síðasta dóm- stigið eftir, en í október á síðasta ári synjaði Hæstiréttur Bandaríkjanna beiðni um að taka mál Melissu fyrir. Í febrúar síðastliðnum var Mel- issu tilkynnt um aftökudag, 27. apríl 2022. Í kjölfarið hófst loka atlagan við að bjarga lífi hennar með undir- búningi beiðni til ríkisstjóra Texas um að stöðva aftökuna. Skoðar alla áhættuþætti „Þetta var með mjög stuttum fyrir- vara. Það var í febrúar að ég var beðinn að koma inn í málið,“ segir Gísli, en í sérstakri beiðni til ríkis- stjóra Texas er farið fram á að aftök- unni verði frestað eða hún stöðvuð. Meðal lykilgagna í beiðninni er sér- fræðiálit Gísla um að svör Melissu í yfirheyrslunni beri öll einkenni falskrar játningar. „Í máli Melissu notaði ég það sem ég hef þróað í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Ég er með módel í þróun sem ég nota í þessa vinnslu,“ segir Gísli og skýrir módelið þannig að með því séu dregnir upp þeir áhættuþættir sem gefi til kynna hvort og hversu áreiðanleg játning er. „Það er í fyrsta lagi að líta á bak- grunn viðkomandi, hans eða henn- ar forsögu. Það er einn þátturinn og annar þáttur er í hvaða samhengi er verið að taka viðkomandi til yfir- heyrslu. Í þriðja lagi þarf að rann- saka yfirheyrslurnar sjálfar,“ segir Gísli, en í máli Melissu hafði hann myndband af allri yfirheyrslunni. „Ég gat rannsakað það og notað vissa aðferðafræði til að meta álagið sem kom fram, hvernig lögreglu- mennirnir fimm höguðu sér, hvern- ig viðbrögð hún sýndi og annað sem fram kemur á upptökunni. Svo er fjórði þátturinn og það eru persónulegir þættir sem varða ein- staklinginn sjálfan. Það getur verið Melissa Lucio var tæplega fertug þegar hún var hand- tekin vegna andláts dóttur sinnar árið 2007. Myndin er úr einkasafni og birt með leyfi Innocence Project. forsaga, ofbeldi til dæmis. Forsagan skiptir miklu máli til að sjá hversu viðkvæmir einstaklingar geta verið,“ segir Gísli, en í forsögu Melissu er of beldi sem hún varð fyrir bæði í æsku og í hjónabandi sem hún gekk í aðeins sextán ára gömul. „Þegar ég skoða þessa persónu- legu þætti þá lít ég á hvað var að gerast við yfirheyrsluna sjálfa, hvernig voru viðbrögð konunnar eða einstaklingsins, hvað er hægt að lesa úr því. Eins skoða ég það sem ég kalla verndarþætti, hvort viðkomandi fékk einhverja aðstoð við yfirheyrsluna eða hvort hann eða hún er algerlega ein á báti.“ Gísli segir að fram til þessa hafi málsvarnarteymið lagt fram ýmis gögn sálfræðinga en hver og einn þeirra hafi aðeins skoðað afmark- aða þætti í málinu. Hann segir vandamálið oft í málum af þessum toga að samhengið vanti. Heildar- myndina. „Í þessu máli var enginn sem hafði getu eða þekkingu til að geta litið á allt málið í heild. Þetta eru svo margir þættir sem spila þarna inn í. Mitt hlutverk var að líta yfir málið í heild, sem aldrei hafði verið gert.“ Auk þess að meta heildstætt gögn málsins lét Gísli leggja tvö próf fyrir Melissu. „Hún var prófuð að minni beiðni. Ég stakk upp á því að það yrðu vissir þættir sem höfðu aldr- ei verið rannsakaðir sem þurfti að rannsaka og það voru fengnir sál- fræðingar til að gera það. Þeir gerðu sefnæmisprófið mitt og undanláts- prófið, sem hjálpaði mér að fá betri heildarmynd,“ segir Gísli, en þessi próf sem Gísli hefur þróað voru einnig lögð fyrir sakborninga í Guð- mundar- og Geirfinnsmálum. „Það er augljóst hver vandi þess- arar konu var og hve illa var staðið að þessu,“ segir Gísli. Niðurstaða hans er að áhættuþættir sem hann rannsakaði og eru til staðar í máli Melissu valdi mikilli hættu á að yfir- lýsingar hennar séu óáreiðanlegar. Í grein í breska miðlinum The In- dependent, lýsir Gísli sannfæringu sinni um sakleysi Melissu. Aðspurður segir Gísli að ríkis- stjórinn sé tilneyddur að taka afstöðu í máli Melissu vegna fram- kominnar beiðni. Það gerist hins vegar oft ekki fyrr en alveg á síð- ustu stundu. „Það er einhver hefð fyrir því að bíða nánast alveg fram á síðasta dag eða svo gott sem. En ríkisstjórinn verður að taka afstöðu. Annað hvort hafnar hann beiðninni eða stoppar aftökuna.“ Fallist ríkisstjórinn á beiðnina er líklegast að dauðadómnum verði breytt í lífstíðarfangelsi, að sögn Gísla. Hann segir þó einnig mögu- legt að verjendateymi hennar verði gefinn einhver frestur til að sýna fram á að játning hennar hafi verið fölsk. Fari svo er möguleiki að hún fái mál sitt endurupptekið í því skyni að fá sakfellingardómnum sjálfum hnekkt. „Þetta er töluvert mikið af nýjum upplýsingum í málinu og það er búið að sanna líka margt um hve illa var staðið að rannsókninni. Þetta er ekki bara einhver ein rannsókn eða ein skýrsla frá mér. Ég er bara hluti af þessu teymi,“ segir Gísli og bætir við: „Það er ekki bara einhver einn sem kemur og bjargar málunum heldur mjög margir sem koma að þessu. Það þarf svo mikið teymi og mikla vinnu til að hnekkja svona málum.“ Það má aldrei gefast upp Eins og fyrr segir á Gísli glæsilegan feril á sínu sviði. Þótt hann sé kom- inn á eftirlaun tekur hann enn að sér mál, ekki síst í því skyni að læra meira. „Vísindin hafa þróast mjög mikið undanfarin 40 ár,“ segir Gísli, en aðferðin sem hann notar í máli Melissu er meðal annars byggð á Guðmundar- og Geirfinnsmálum. „Ég hef haft svo mikið að gera frá því í júní að ég hef varla getað tekið mér dagsfrí. Hvert málið á fætur öðru kemur til mín og allt mjög flókin mál,“ segir Gísli. Hann tekur aðeins að sér f lóknustu málin og segist ekki taka þau mál sem aðrir geti unnið. „Það er bara þegar þetta er komið í einhverja klemmu og enginn ræður við það að þá er leit- að til mín til að leysa málið,“ segir hann. Geysilega mikil vinna liggi bak við hvert og eitt mál því fara þurfi ítarlega yfir öll gögn og fara yfir alla áhættuþætti sem geti haft áhrif, hversu alvarlegir þeir eru og hvað þeir segja varðandi áreiðan- leika játninga sem voru gefnar við slíkar aðstæður. „Ég er ekki að gera þetta nema af því að ég veit að ég get aðstoðað og það er ekki hægt að finna ein- hvern annan sem ræður við svona flókin mál. Ég geri það bara til þess að hjálpa til að fá réttlæti. Það sem keyrir mig áfram er bara sanngirni og réttlæti og lærdómur. Við lærum svo ofsalega mikið af hverju máli. Þá getur maður notað þá þekkingu til að byggja upp vísindin.“ Gísli segir að hvert svona mál sé mikil barátta og það þurfi að hafa mikla þolinmæði. Hann tekur Guðmundar- og Geirfinnsmál sem dæmi. „Ég sá það strax þegar ég fór að vinna við málið að skýrsla innanríkisráðherra 2013 var bara byrjunin,“ segir hann, en í þeirri skýrslu var meðal annars mat um áreiðanleika játninga. „Það var bara byrjunin. Þetta er ekki bara eins og maður vinni ein- hverja skýrslu og geti svo bara farið heim og slappað af. Þetta er endalaus barátta. Í svona flóknum málum þarf bara alltaf að halda áfram og áfram og safna meiri gögnum og gefast aldrei upp. Þetta er alltaf barátta en það má aldrei gefast upp. Það sem skiptir máli er réttlæti gagnvart ein- staklingunum.“ ■ Réttarsálfræð- ingurinn Gísli Guðjónsson hefur þróað módel, meðal annars byggt á Guðmundar- og Geirfinns- málum, sem notað er til að prófa áreiðan- leika játninga í sakamálum víða um heim. Fréttablaðið/GVa Það er bara þegar þetta er komið í einhverja klemmu og enginn ræður við það að þá er leitað til mín til að leysa málið. Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir á sk ilja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra. Verona BEINT FLUG Í ALLT SUMAR Flugsæti 595 1000 www.heimsferdir.is 19.950 Flug aðra leið frá Flugsæti 38 Helgin 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.