Fréttablaðið - 09.04.2022, Page 114

Fréttablaðið - 09.04.2022, Page 114
Hann minnir á innra lífið í verkinu og ég hef abstrakt hlutverk, minni á að við erum í leikhúsi þar sem má nota marga miðla. Ilmur Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld, laugardaginn 9. apríl, leikritið Fyrrverandi eftir Val Frey Einarsson sem jafnframt leikstýrir. Ilmur Stefánsdóttir gerir leikmynd og búninga. kolbrunb@frettabladid.is Valur Freyr segir nokkurn aðdrag- anda vera að verkinu, þau Ilmur, sem eru hjón, eigi stóran vina- og kunningjahóp. „Fyrir nokkrum árum kom hrina af skilnuðum innan þessa hóps, sumir höfðu jafnvel verið saman í áratugi. Þessir skilnaðir komu manni mjög á óvart og svo skildu foreldrar Ilmar eftir 48 ára hjónaband. Eitt kvöldið vorum við í matarboði þar sem voru þrjú pör með nýjum mökum og þau töl- uðu bara um fyrrverandi, um erfið samskipti og gríðarlega flókið fjöl- skyldumynstur. Þá fór ég að hugsa: Er yfirhöfuð hægt að skilja ef maður er með börn? Er hægt að losna við fyrrverandi úr taugakerfinu? Ef maður hefur verið illa svikinn er þá hægt að finna traustið aftur? Er hægt að elska aftur án þess að vera með neyðarútgang? Ég fór að skoða alls konar fyrir- lestra og tók viðtöl við um tuttugu manns sem hafa skilið og eru með nýjar fjölskyldur. Þetta fólk var á mismunandi aldri og á mismunandi stigum sambanda. Svo skall Covid á og ég sagði Brynhildi Guðjóns- dóttur leikhússtjóra frá þessu verk- efni og hún sagðist vilja taka það til sýningar.“ Grátbroslegt verk Fyrrverandi er þriðja leikverk Vals Freys og fyrsta verkið í átta ár en hann hefur áður skrifað Tengdó og Dagbók djasssöngvarans. „Þetta er grátbroslegt verk eins og lífið er. Þar er undirliggjandi heimsenda- upplifun fólks enda er það búið að missa það sem það átti, en þetta er líka fyndið verk,“ segir Ilmur. Leikarar eru Þórunn Arna Krist- jánsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Bachmann, Katla Margrét Þorgeirs- dóttir, Halldór Gylfason og Árni Þór Lárusson. Verkið var í þróun á æfingaferlinu. „Að skrifa er ekki ólíkt því að leik- stýra. Maður er að skapa og móta en svo kemur leikhópurinn með ýmis- legt að borðinu og í sameiningu fundum við tungumál sýningar- innar,“ segir Valur Freyr. „Þetta hefur verið mikil þerapía hjá okkur, ekki hafa allir gengið í gegnum skilnað í þessum hópi en margir samt.“ Fólk af holdi og blóði Valur Freyr og Ilmur reka fyrir- tækið CommonNonsense ásamt Davíð Þór Jónssyni tónlistarmanni en hann skapar tónlist Fyrrverandi ásamt Sölku Valsdóttur sem einn- ig skapar hljóðheim. „Við höfum unnið sýningar saman frá árinu 2002,“ segir Ilmur. „Við höfum verið með spunavinnu sem hefur þróast í ýmsar áttir, en alltaf hefur vinnan verið leit að tungumáli þar sem hljóð, mynd og fólk talar saman. Í þessu verki hefur það hjálpað okkur mikið að fá til liðs Önnu Kolfinnu Kuran sem sér um sviðshreyfingar, en hún er með ballettbakgrunn auk þess að vera menntuð í per- formance-listum í New York. Hún aðstoðaði okkur mikið við að finna rétta tungumálið.“ Um samvinnu þeirra Vals Freys í sýningunni segir Ilmur: „Ég er myndlistarkona og Valur er leik- ari, leikskáld og leikstjóri. Hann minnir á innra lífið í verkinu og ég hef abstrakt hlutverk, minni á að við erum í leikhúsi þar sem má nota marga miðla. Við minnum svo hvort annað á að þarna er fólk af holdi og blóði með raunverulegar tilfinningar og líf en þar sem þetta er leikhús þarf að skrúfa aðeins upp í veruleikanum.“ ■ Heimsendaupplifun fólks Ilmur gerir leikmynd og búninga og Valur Freyr er höfundur og leikstýrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓRTÓNLIST Voces Thules flutti tónlist eftir Svein Lúðvík Björnsson, Arngerði Maríu Árnadóttur, Eggert Pálsson og fleiri Salurinn í Kópavogi Þriðjudaginn 5. apríl Jónas Sen Þjóðminjasafnið fékk andlits- lyftingu árið 2004. Skömmu síðar fjallaði Guðni Elísson um þessa breytingu í grein í Ritinu, og bar stemninguna þá saman við safnið áður. Hann sagði að á æskuárum sínum hafi hann alltaf skammast sín þegar hann fór með útlendinga í safnið. Myrkur og drungi hafi ein- kennt andrúmsloftið, sem ekki hafi verið aðlaðandi. Greinilegt hafi verið að „tækifærin gengu Íslend- ingum sífellt úr greipum …“ Myrkur og drungi Mér varð hugsað til þessara orða á tónleikum sönghópsins Voces Thu- les sem fagnar þrjátíu ára afmæli um þessar mundir. Tónleikarnir voru haldnir í Salnum í Kópavogi á þriðjudagskvöldið og voru nokkuð misjafnir. Megnið af tónlistinni var ættað aftan úr öldum og var stemn- ingin myrk og drungaleg. Það getur auðvitað haft sinn sjarma, en þá hefði f lutningurinn þurft að vera almennilegur. Salurinn í Kópavogi er frábært hús, en endurómunin þar fremur lítil sem hentar órafmögnuðum söng ekkert sérstaklega vel. Voces Thules samanstóð að þessu sinni af þeim Einari Jóhannessyni, Eiríki Hreini Helgasyni, Eggerti Pálssyni, Eyjólfi Eyjólfssyni, Pétri Húna Björnssyni og Sigurði Halldórs- syni. Þeir eru misgóðir söngvarar, svo vægt sé til orða tekið. Sumir eru vanir og skólaðir sviðsmenn, aðrir ekki. Það hefði kannski verið í lagi ef þeir óskóluðu hefðu haft vit á að syngja bara í samsöng, en svo var ekki. Neyðarlegur söngur Eggert Pálsson er frábær slagverks- leikari í Sinfóníunni, en söngvari er hann ekki. Því miður var hann mest áberandi söngvarinn á tón- leikunum, og var útkoman ámátleg. Hann hafði enga rödd og í þurrum hljómburðinum var útkoman allt að því neyðarleg. Ástæðan fyrir því að Eggert var svo oft forsöngvari var að töluvert af tónlistinni var eftir hann sjálfan. Laglínurnar voru vissulega áheyri- legar, en þær drukknuðu í slæmum söngnum. Gaman væri að heyra þær sungnar af atvinnumanni. Mistækur hljóðfæraleikur Hljóðfæraleikurinn var líka hálf aumingjalegur. Einar Jóhannesson er magnaður klarínettuleikari, en hér spilaði hann ósköp varfærnis- lega á hörpu. Eyjólfur lék fremur viðvaningslega á f lautu og sama gerði Eggert með vafasömum árangri. Tvö verk voru frumf lutt á tón- leikunum. Agnus dei eftir Svein Lúðvík Björnsson missti marks, það var of f lókið fyrir mistæka söngvarana og hljómburðurinn fór því ekki vel. Gekk ég í gljúfrið dökkva eftir Arngerði Maríu Árna- dóttur var meira spennandi, enda einfaldara og hópurinn réð betur við það. Af einhverjum ástæðum var tón- leikaskráin ekki prentuð, heldur bara QR-kóði sem maður átti að skanna í anddyrinu. Þetta var bagalegt. Það var pirrandi að þurfa alltaf að rýna í símann til að vita hvað verið var að syngja. Á einum tímapunkti vissu söngvararnir sjálfir ekki hvað var næst og þurftu að spyrja áheyrendur! Segja má að þessi vandræðagangur hafi ein- kennt megnið af þessari undarlegu dagskrá í heild, og olli hún miklum vonbrigðum. ■ NIÐURSTAÐA: Tónleikarnir voru ekki góðir. Tækifærin gengu þeim úr greipum Voces Thules fagnar þrjátíu ára af- mæli um þessar mundir. MYND/AÐSEND Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th . a ð v er ð g etu r b re yst án fy rir va ra . Finnum rétta taktinn 25. ágúst í 11 nætur með Kollu Grasa á Krít 595 1000 www.heimsferdir.is Verð frá kr. 359.900 Kolbrún Björnsdóttir aaaaa Myrion Beach Hotel 54 Menning 9. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 9. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.