Helga Law Journal - 01.01.2021, Side 14

Helga Law Journal - 01.01.2021, Side 14
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 1514 Þannig byggðu hin æðstu lög eðlisréttar í mannheimum á röklögmálum náttúrunnar fremur en á guðlegri forsjón.12 En hvað varð þá um ius gentium sem arfleifð Rómarréttar lagði miðaldamönnum í Evrópu einnig í té ásamt hugmyndum um eðlisrétt? Hugmyndin um reglur í anda ius gentium teygði sig einnig inn á miðaldir en lögspekinga þess tíma greindi allnokkuð á um þýðingu slíkra reglna sem átti eftir að hafa sérstaka þýðingu þegar reglur þjóðaréttar taka að mótast síðar. Annars vegar voru þeir sem aðhylltust þá hugmynd, sem vísast var meira í anda hins upphaflega Rómarréttar, að eðlisréttur og reglur af meiði ius gentium væru ólíks eðlis þar sem ius gentium reglur væru mannasetningar sem auk þess giltu um önnur viðfangsefni en það sem eðlisréttur tæki til. Frumkvöðull slíkra hugmynda á ármiðöldum var 7. aldar maðurinn Ísidór frá Sevilla. Hins vegar voru þeir sem fremur fylgdu hugmyndafræði heilags Ágústínusar sem lifði fram á 5. öld og töldu að ius gentium reglur væru jafnan einhvers konar afsprengi af reglum eðlisréttar en Tómas frá Akvínó var á þeirri línu og varð sú túlkun öllu áhrifaríkari allt fram á 17. öld.13 Allt frá 12. öld fór síðan að bera meira á hugmyndum er fólu í sér visst rof í framangreinda miðaldahugsun í átt til endurreisnar. Sá þess fyrst einkum stað í hinum ört vaxandi borgríkjum á Ítalíu þar sem menn fóru að taka upp hugmyndina um sjálfstæða borgríkið í anda Forn-Grikkja sem jákvætt fyrirbæri. Fól slíkt í sér andstöðu við miðaldaskipulag þar sem ríktu einkum keisarinn og páfinn.14 Þá lá jafnframt fyrir að viss ríki Evrópu líkt og England, Frakkland og Danmörk voru í reynd ekki háð keisaranum þótt sérstaða hans væri löghelguð af kirkjunni. Var þannig kominn fram viss grunnur að hugmyndum um hið óháða og fullvalda ríki sem þó raungerðist enn frekar öllu síðar og er alger forsenda þess þjóðaréttar er við þekkjum í dag. Þegar komið var fram á 16. öld tók svo ýmislegt fleira að gerjast í hugmyndaheimi Evrópumanna sem átti eftir að hafa þýðingu fyrir síðari þróun í átt til þjóðaréttar. Því þótt miðaldamenn hafi almennt ekki litið svo á að aðrir en einstaklingar, þar með taldir valdhafar, ættu réttindi og bæru skyldur samkvæmt eðlisrétti voru þó menn á 16. öld sem tóku að setja fram hugmyndir í þá veru að valdhafar bæru ekki alls kostar slíkar skyldur þar sem þeir kæmu fram fyrir hönd ríkisins og sérstakar reglur giltu um ríki og valdhafa þeirra. 15 Í fararbroddi slíkra hugmynda var Frakkinn Jean Bodin (1530–1596) sem lagði áherslu á það sem kalla mætti fullveldi konungs Frakklands og aðgreindi þannig 12 Randall Lesaffer, European Legal History: A Cultural and Political Perspective (Cambridge 2009) bls. 246–247. 13 Neff (n 5) bls. 64–67, en gerir þó vissan mun á nálgun Ágústínusar og Tómasar. 14 Sumir tengja framvindu í átt frá miðaldahugsun og til nútímaþjóðaréttar við framþróun frjálslyndisstefnu, þ.e. frá og með 16. öld, á kostnað skólaspeki miðalda þar sem áhersla á frelsi einstaklingsins grundvallað á valdi laganna varð smám saman ráðandi hugmyndafræði í stað skólaspeki með áherslu á eðlisrétt sem fól ekki í sér átök frelsis og reglu heldur spurningar um rétt og órétt. Koskenniemi (n 4) bls. 71–77. 15 Augljóslega var þó alls ekki litið svo á að allir einstaklingar í samfélagi ættu fortakslaus réttindi og þá alls ekki allskostar jöfn eða sömu réttindi frá sjónarhóli eðlisréttar, sbr. stöðu kvenna, þræla og annarra kúgaðra hópa. með vissum hætti konungsvaldið og persónuna sem embættinu gegndi. Þá aðgreindi Bodin lögin frá öðrum réttindum en lögin stöfuðu einungis frá hinum fullvalda.16 Bodin taldi þó að valdhafinn væri undirsettur eðlisrétti en sá réttur dygði skammt um lögskipti hinna fullvalda. Bodin var því langt á undan sinni samtíð en skrif hans hafa þótt óræð í framsetningu.17 Næsta stóra skref í þróun í átt til þjóðaréttar helgaðist þó öðru fremur af þeim miklu landafundum sem áttu sér stað frá 14. og 15. öld og þar léku stórveldi þess tíma, Spánn og Portúgal, lykilhlutverk og höfðu enda blessun páfa til að skipta þekktum svæðum utan Evrópu upp í áhrifasvæði sín.18 Miðstöð hugmynda um það sem síðar varð þjóðaréttur var þá einkum í kringum Salamanca á Spáni og segir nú af tveimur helstu fræðimönnum af þeim skóla sem áttu eftir að marka spor í sögu þjóðaréttar, Vitoria og Suárez. 3 Aldafar 16. aldar — Salamanca-skólinn — Vitoria og Suárez — og huldumaðurinn Gentili Salamanca-lögspekiskólinn á Spáni leiddi á 16. og fram á 17. öld af sér leiðandi hugsuði á því sviði sem síðar varð þjóðaréttur, en úr ranni þessa kaþólska lögspekiskóla koma tveir af helstu brautryðjendum þjóðaréttar, Francisco de Vitoria (1483–1546) og Francisco Suárez (1548–1617). Bakgrunnur þeirra lá í eðlisrétti og skólaspeki þess tíma í anda Tómasar frá Akvínó, en í verkum þeirra beggja má greina viðleitni til að tengja siðakerfi hefðbundinnar kaþólskrar guðfræði þess tíma við áherslur endurreisnarinnar þegar kom að því að greina lögin og þá ekki síst þær reglur sem gilda ættu í samskiptum Spánar og kristinna manna við aðrar þjóðir. Það var einmitt á þessum tímum eftir landafundina í Ameríku og Asíu þegar Spánn og hinn kristni heimur voru heimsveldi að áleitnar spurningar tóku að vakna um þau lög sem gilda ættu í stærri heimi. Dóminíkanamunkurinn og guðfræðingurinn Francisco de Vitoria þótti á sinni tíð kunnur af þekkingu á verkum Tómasar frá Akvínó, þar á meðal um eðlisrétt, en framan af ævi sýndi hann þó lítinn áhuga á heimsmálum. Það átti þó eftir að breytast árið 1534 þegar Vitoria varð fyrir áhrifum af frásögnum af illu framferði Pizarro og hans manna gagnvart Inkaríkinu í nýja heiminum.19 Vitoria fór að greina þessa nýju stöðu í samskiptum Spánar við nýja heiminn frá sjónarhóli eðlisréttar í anda Tómasar frá Akvínó en vék þó síðar í nokkru frá hans hugmyndum með því að færa rök fyrir því að slíkar reglur í samskiptum við framandi þjóðir hlytu þó, a.m.k. að hluta til, að vera einnig nokkurs konar ius 16 Lesaffer (n 12) bls. 313–315. 17 Neff (n 5) bls. 145–146. Skrif Bodin eru talin byggja á ótta hans við stjórnleysi líkt og hann hafði upplifað sterkt í trúarbragðadeilum í Evrópu þess tíma og taldi hann að lausnin fælist í fullveldi veraldlegs valdhafa og í reglum í samskiptum þeirra, sbr. Koskenniemi (n 4) bls. 78. 18 Samspil réttarþróunar og nýlendustefnu Evrópuríkja er hér augljóst. Átt er við Tordesillas- samninginn frá 1494 og Saragossa-samninginn 1529. Lesaffer (n 12) bls. 291. 19 Neff (n 5) bls. 92–93.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Helga Law Journal

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.