Helga Law Journal - 01.01.2021, Blaðsíða 31

Helga Law Journal - 01.01.2021, Blaðsíða 31
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 3332 yfirráða ríkis yfir landsvæði sínu, bann við íhlutun í einkamálefni ríkis og hvers vegna ríki væru sem slík bundin af þjóðarétti, sem allt teljast grundvallarviðfangsefni enn í dag í þjóðarétti.94 Heimspekingurinn og stærðfræðingurinn Christian Wolff (1679–1754) sótti líkt og Pufendorf menntun sína til Háskólanna í Leipzig og Jena og þótti ekki síður áhrifamikill fræðimaður á sinni tíð. Heldur meiri styr stóð þó um Wolff, sem árið 1707 var skipaður prófessor við Háskólann í Halle, en var síðan flæmdur þaðan árið 1723 fyrir efasemdir í trúmálum og fór þá yfir til Háskólans í Marburg uns hann sneri síðan aftur til starfa í Halle árið 1740 fyrir tilstilli Friðriks mikla Prússakonungs sem veitti Wolff titil baróns.95 Wolff þótti einstakur fjölfræðingur á sinni tíð og væri allt of langt mál að telja hér upp verk hans en þjóðaréttur var eitt af þeim viðfangsefnum sem hann fléttaði inn í fræði sín og ritaði hann mikið verk á því sviði árið 1749 sem nefndist Jus gentium methodo cientifica pertractatum. Líkt og Pufendorf og aðrir samtíðarmenn hans nálgaðist Wolff þjóðarétt einkum út frá eðlisrétti þótt hann kæmist að þeirri niðurstöðu í anda Grótíusar að manngerðar ius gentium reglur skiptu einnig máli. Grunnkenning Wolff byggði á því að maðurinn hlyti að stefna að því að reyna að fullkomna mennskuna í samfélaginu. Lykillinn að því væri skynsamleg innsýn í mannlegar aðstæður og stöðu mannsins í sköpunarverkinu, en þeir kraftar sem verkuðu í aðra átt væru einkum fáfræði og hvatvísi. Yfirfært á ríki og samskipti ríkja þá hvíldu þessar skyldur um að fullkomna mennskuna á þeim sem færu með stjórn ríkja um að halda uppi samfélagi velferðar og öryggis sem gæti fræðilega séð náð fullkomnun í alþjóðasamfélagi sem vegsamaði slík gildi (civitas maxima).96 Að mati Wolff væri aðeins ein réttasta leið fær í sérhverri stöðu en í ófullkomnum heimi gerðu til dæmis ríki samninga er ekki tækju endilega mið af slíku. Út frá þessu yrði til þjóðaréttur sem ýmist væri þá leiddur frá eðlisrétti eða þá mannasetningum í anda ius gentium sem aldrei mætti þó fara í bága við eðlisrétt. Greining Wolff á slíkum reglum var ítarleg og útskýrði að þær hlytu almennt að byggja á beinu eða óbeinu gagnkvæmu samþykki ríkja um reglur og væru aðeins skuldbindandi fyrir þau hlutaðeigandi ríki en væru ekki almennur þjóðaréttur.97 Frávik fælist þó í þeim reglum sem fælu í sér reglu sem öll ríki samþykktu og nálgast þá miðaldatúlkun á ius gentium sem einhvers konar afleiðu af eðlisrétti enda leit Wolff mjög til verka Tómasar frá Akvínó.98 Wolff leiddi síðan fram reglur í samskiptum ríkja sem enn hafa þýðingu í þjóðarétti á borð við regluna um formlegt jafnræði fullvalda ríkja. Kannski hefur enginn maður gengið jafn langt í því að reyna að setja þjóðarétt fram á vísindalegu formi og Wolff gerði þótt að hann gengi út frá því að samskipti fullvalda og jafnstæðra ríkja byggðu í grunninn á eðlisrétti. Eðlisréttur Wolff er þó í anda Hobbes bundinn við afar fáar frumhendingar og 94 Haakonssen (n 92) bls. 1105. 95 Neff (n 5) bls. 182. 96 Knud Haakonssen, „Christian Wolff (1679–1754)“ í Bardo Fassbender og Anne Peters (ritstj.), The Oxford Handbook of The History of International Law (Oxford University Press 2012) bls. 1106–1107. 97 Sama heimild bls. 1108. 98 Neff (n 5) bls. 183–187. þá einkum skyldu ríkja til að varðveita sig og fullkomna sem slík. Þær skyldur sem ríki hefðu síðan í samskiptum við hvert annað leiddu síðan rökrétt af þessum frumhendingum um eðli ríkja og birtust samskiptunum. Með þessum hætti leitaðist Wolff við að tengja eðlisrétt og afleiddar ius gentium reglur í eitt innbyrðis rökrétt kerfi þjóðaréttar og höfðu hin miklu verk hans sterk áhrif á síðari fræðimenn líkt og de Vattel.99 En flestir vildu Grótíus kveðið hafa eftir að hann leið, en segja má að meginstraumur fræðimanna eftir hans dag hafi sem fyrr segir verið svonefndir Grótíusarmenn sem töldu að Grótíus hefði í reynd sýnt fram á að bæði eðlisréttur og ius gentium hefðu þýðingu til að skilja þjóðarétt fyllilega sem réttarkerfi. Einn helsti fræðimaður af þessum meiði í Niðurlöndum var Cornelius van Bynkershoek (1673–1743) en hann kom frá Middleburg á Sjálandi (Zeeland) en nam við Háskólann í Franeker í Fríslandi þaðan sem hann lauk doktorsgráðu í lögum 1694. Bynkershoek fluttist að loknu námi til höfuðborgarinnar Haag, þar sem hann starfaði fyrst sem lögmaður, uns hann var síðan skipaður dómari við æðsta dómstól Niðurlanda þar í borg 1704, varð dómsforseti 1724 og var við dómstólinn allt til dauðadags árið 1743.100 Auk lögmennsku og dómstarfa gaf Bynkershoek sig jafnan að fræðunum í hjáverkum og á sviði þjóðaréttar standa þar upp úr þrjú rit hans: Ritgerð um yfirráð á hafinu frá 1702, Rit um lögsögu ríkja yfir erlendum sendimönnum frá 1721 og loks tveggja binda verk hans um Um opinberan rétt frá 1737, sem í reynd fjallar einkum um álitaefni tengd styrjöldum og annað tilfallandi sem varðaði þjóðarétt. Ekki þarf að koma á óvart að nálgunin í skrifum Bynkershoek var fremur hagnýt en fræðileg á þess tíma mælikvarða þar sem hann vísaði afar mikið í eiginleg fordæmi fremur en að setja fram heildstæðar kenningar. Úr verkum hans má greina þá nálgun að þjóðaréttur sé einkum safn af venjuhelguðum reglum sem í senn þyrftu að hafa næga stoð í framkvæmd ríkja og standast rök til þess að geta öðlast löghelgan sem þjóðaréttur. En hann lagði í reynd mest upp úr greiningu á eiginlegri framkvæmd ríkja og sem gæti þá jafnvel tekið vissum breytingum. Á meðal þess sem Bynkershoek leiddi síðan fram í ritum sínum var sú regla að endimörk yfirráðasvæðis strandríkis á hafinu væru þar sem vopn þess drægu ekki lengur og af því varð síðar leidd fallbyssuskotskenningin um umfang landhelginnar.101 Öllu stærra nafn á vegferð þjóðaréttarins og vísast með réttu nefndur lærifaðir nútímanálgunar í átt til vildarréttar þegar kemur að þjóðarétti er Svisslendingurinn Emmerich (Emer) de Vattel (1714–1767). Prestssonurinn Vattel tilheyrði fjölskyldu flóttamanna úr hópi mótmælenda og framan af ævi var ekki margt sem benti til þess að hann ætti eftir að öðlast frama og setja mark sitt á framþróun þjóðaréttar um ókomna tíð. Vattel nam heimspeki við Háskólann í 99 Koskenniemi (n 4) bls. 106–108. 100 Kinji Akashi, „Cornelius van Bynkershoek (1673–1743)“ í Bardo Fassbender og Anne Peters (ritstj.), The Oxford Handbook of The History of International Law (Oxford University Press 2012) bls. 1110. 101 Sama heimild bls. 1111–1112.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Helga Law Journal

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.