Helga Law Journal - 01.01.2021, Blaðsíða 48

Helga Law Journal - 01.01.2021, Blaðsíða 48
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 4948 taldi að í báðum tilfellum væri aðeins um að ræða lög sem hefðu afl til að mæla fyrir um rétta breytni. Má segja að Kelsen hafi haft afgerandi áhrif á hugmyndir ýmissa síðari tíma fræðimanna á sviði þjóðaréttar, til dæmis bæði hvað varðar stöðu einstaklinga gagnvart þjóðarétti og um eðli ríkja sem þá einkum lúta þjóðarétti samkvæmt þessu.141 Síðasti merki fræðimaðurinn á sviði þjóðaréttar sem hér verður vikið að er Hersch Lauterpacht sem fæddist undir lok 19. aldar í Austur-Galisíu sem þá tilheyrði Austurríska keisaradæminu en Póllandi frá 1919. Faðir hans rak timbursölu og starf Lauterpacht þar hélt honum frá vígvellinum í fyrri heimsstyrjöldinni.142 Lauterpacht nam í Lemberg og svo við Háskólann í Vínarborg þaðan sem hann lauk gráðu í lögum 1921 og jafnframt í stjórnmálafræði árið 1922. Á meðal kennara hans í Vínarborg á þessum árum var téður Hans Kelsen sem síðar minntist þess að Lauterpacht hefði verið einn hans allra besti nemandi. Árið 1923 höguðu örlögin því svo að Lauterpacht sem var af gyðingaættum afréði að fara til áframhaldandi náms á Englandi og lá leiðin í London School of Economic and Political Sciences (LSE) þar sem hinn kunni og tiltölulega nýlátni Lassa Oppenheim hafði hafið sinn feril um þremur áratugum fyrr. Lauterpacht datt í lukkupottinn þar sem hann varð á Englandi aðstoðarmaður Arnold McNair við LSE sem síðar varð prófessor í Cambridge og dómari við Alþjóðadómstólinn í Haag.143 Lauk Lauterpacht ensku lagaprófi LLB árið 1925 við LSE og var í kjölfarið ráðinn í akademíska stöðu við sama skóla þar sem hann vann að og gaf síðan út árið 1933 helsta rit sitt um þjóðarétt The Functioning of Law in the International Community sem er af mörgum talið eitt áhrifamesta rit á sviði þjóðaréttar á 20. öld. Vegur Lauterpacht fór nú hratt vaxandi í enska fræðasamfélaginu og var hann árið 1937 ráðinn Whewell prófessor í þjóðarétti við Háskólann í Cambridge, svo áfram fetaði hann þar í fótspor Oppenheim.144 En ferill Lauterpacht, sem þarna stóð á fertugu, var raunar aðeins rétt að byrja og mun fleira fylgdi á eftir. Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar fór hann til Bandaríkjanna og kom þá að vinnu við það sem varð grunnurinn að Nurnberg- réttarhöldunum og lagði hann þá í té skilgreiningu á því sem við nú þekkjum sem „glæpir gegn mannúð“ og lýsti meðal annars helförinni sem alþjóðaglæp. Árið 1948 var Lauterpacht síðan fenginn af Sameinuðu þjóðunum til að búa til drög að verkefnalista fyrir Alþjóðalaganefndina (ILC) og tók hann svo sjálfur sæti í henni árin 1952 til 1954, uns hann varð dómari við Alþjóðadómstólinn í Haag og gegndi hann því starfi allt til dauðadags 1960.145 Sýn Lauterpacht á þjóðarétt var nokkuð í anda Kelsen varðandi það að lagareglur væru óhlutbundnar í eðli sínu en tækju á sig mynd í gegnum samninga 141 Neff (n 5) bls. 30. 142 Neff (n 5) bls. 30. 143 Sama heimild bls. 372. 144 Iain Scobbie, „Hersch Lauterpacht (1897–1960)“ í Bardo Fassbender og Anne Peters (ritstj.), The Oxford Handbook of The History of International Law (Oxford University Press 2012) bls. 1179–1180. 145 Sama heimild bls. 1180. og dóma og við túlkun. Lauterpacht telst þó alls ekki hafa verið eindreginn vildarréttarmaður af meiði þeirra Oppenheim og Kelsen og trúði hann á tilvist viss eðlisréttar og gagnrýndi jafnvel verk Oppenheim. Lauterpacht var afar meðvitaður um það hversu ófullnægjandi eindregin vildarréttarnálgun í anda 19. aldar væri til að útskýra eðli og þarfir alþjóðasamfélagsins á 20. öld og lýsti slíkum fræðum sem innihaldslausri lögtækni en áleit að helstu reglur þjóðaréttar yrðu til vegna þess að ríki heims hefðu myndað alþjóðasamfélag sem stæði ótvírætt vörð um viss grunngildi.146 Vísaði hann til þess að lög yrðu jafnan að taka visst mið af siðferði í samfélagi og að einstaklingurinn og réttindi hans væru grundvöllur alls þess sem máli skipti en ríkið sem tilbúið fyrirbæri manna gæti aðeins verið réttlætt að því marki sem það leitaðist við að tryggja helstu réttindi og velferð einstaklinga.147 Sem dómari við Alþjóðadómstólinn í Haag þótti Lauterpacht mjög afgerandi og lá ekki á þeirri skoðun sinni að dómarar þar hefðu ótvírætt hlutverki að gegna við mótun og framþróun þjóðaréttarins. En áður lét Lauterpacht einnig mjög til sín taka við það að efla alþjóðlegan mannréttindarétt sem sérsvið innan þjóðaréttar og ritaði til dæmis og gaf út árið 1945 ritið An International Bill of the Rights of Man sem talið er vera fyrsta heildstæða fræðiritið um alþjóðlegan mannréttindarétt eins og við nú könnumst við það sérsvið þjóðaréttarins. Þá er Lauterpacht einnig af sumum talinn vera helsti hugmyndafræðingurinn á bak við þann stofnanaramma sem upphaflega lá fyrir í mannréttindasáttmála Evrópu frá 1950 (MSE).148 Freistandi væri að halda enn áfram að fjalla um merka þjóðaréttarfræðinga á 20. öld, en nú er mál að linni, enda værum við ella farin að nálgast samtímann óþægilega mikið á stuttri hraðferð um söguna. 11 Lokaorð Hér hefur verið leitast við að rekja nokkur meginefni varðandi þróun í hugmyndasögu þjóðaréttarins. Miðað hefur verið við að vænlegasta leiðin til þess í svo stuttri grein sé að stikla á stóru í bland við persónusögu nokkurra helstu leikenda á því sviði. Sé litið yfir sviðið nú að leiðarlokum þá virðist vissulega mega draga nokkrar merkingarbærar ályktanir af framansögðu. Þannig blasir við að vísir að þjóðarétti verður til frá fyrstu tíð þegar fornþjóðir fara að eiga í samskiptum sín á milli. Viss þróun verður síðan í menningu Vesturlanda allt frá tímum Forn-Grikkja sem leiðir til þess að hugmyndir um algildan eðlisrétt verða svo að segja allsráðandi í lagahugsun Evrópumanna lengst af. En a.m.k. allt frá dögum Rómverja vex þó jafnframt fram lítill vaxtarsproti annars konar reglna, meðal annars til að reyna að útskýra samskiptin við erlenda menn um það sem hefðbundinn eðlisréttur fjallaði ekki um, eða ius gentium. Þegar líður á söguna og Evrópumenn enduruppgötva Rómarrétt í árdaga endurreisnar á síðmiðöldum 146 Neff (n 5) bls. 373. 147 Scobbie (n 144) bls. 1181–1182. 148 Sama heimild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Helga Law Journal

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.