Helga Law Journal - 01.01.2021, Blaðsíða 43

Helga Law Journal - 01.01.2021, Blaðsíða 43
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 4544 vildarréttarmanna á sviði þjóðaréttar á 20. öld, en á meðal hugmyndastrauma úr þeim ranni er kenningaskóli Vínarskólans sem gerði ráð fyrir því að setja mætti fram frumgreiningar á þjóðarétti í anda vildarréttar en þó algerlega óháð öðrum félagsvísindum. Hér í framhaldi er þó aðeins svigrúm til þess að stikla á stóru og greina frá þremur merkum og leiðandi fræðimönnum. Í fyrsta lagi er þá um að ræða Lassa Openheim sem telja má nokkuð dæmigerðan fyrir klassískar vildarréttaráherslur á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld. Í öðru lagi Hans Kelsen sem var helsti kennimaður Vínarskólans á 20. öld. Í þriðja lagi er svo loks Hersh Lauterpacht, sem samtvinnar hefðbundinn vildarrétt við sterkar áherslur frá frjálslyndisstefnu og mannréttindum í sínum verkum og skrifum á 20. öld, sem verður nú að telja meginstraums nálgun á þjóðarétt eftir heimsstyrjaldirnar tvær. 10 Nokkrir helstu fræðimenn í þjóðarétti á 20. öld — Oppenheim, Kelsen og Lauterpacht Að endingu verður nú fjallað um þrjá fræðimenn sem allir settu mjög mark sitt á þróun þjóðaréttar á 20. öld en allir áttu þeir nokkuð viðlíka rætur ef svo mætti segja. Þeir voru allir af gyðingaættum, komu frá hinum þýska menningarheimi í Mið-Evrópu og þurftu allir að yfirgefa heimalönd sín á þessari öld öfganna, sem síðan leiddi til þess að þeir urðu að hasla sér völl í nýju heimalandi og lögðu þá fyrir sig þjóðarétt og komust svo allir til metorða á því sviði hver á sinn hátt. Er hér átt við Lassa Oppenheim (1858–1919), Hans Kelsen (1881–1973) og Hersch Lauterpacht (1897–1960). Oppenheim má telja vera nokkuð dæmigerðan fyrir vildarréttaráherslur 19. aldar og fram á 20. öld, Kelsen fetar að vissu leyti meira í fótspor háfleygari fræðimanna fyrri alda með afar sérstakri vildarréttarkenningu sinni um „hin hreinu lög“, en Lauterpacht er svo að segja leiðandi fræðimaður á sviði þjóðaréttar á síðari hluta 20. aldar þar sem áherslur vildarréttarins eru mildaðar af hugmyndafræði frjálslyndis og einstaklingsréttinda svo að útskýra megi með raunsönnum hætti þjóðarétt og fyrir hvað hann virðist helst standa í nútímanum. Lassa Francis Openheim fæddist inn í vel stæða fjölskyldu í nágrenni Frankfurt og nam hann síðan lögfræði í Göttingen, Berlín, Heidelberg og loks Freiburg þar sem hann var lausráðinn stundakennari í refsirétti árið 1889, en þá þegar var svo komið að vandasamt var fyrir menn af gyðingaættum að fá fastar stöður við háskóla í Þýskalandi. Var það ekki fyrr en Oppenheim afréði að flytja til Basel í Sviss að hann fékk loks prófessorsstöðu við háskólann þar í borg. Oppenheim var eftir sem áður ekki ánægður með ástandið í Mið-Evrópu á þessum árum og árið 1895 ákveður hann óvænt að brjóta allar brýr að baki sér og flytjast til Englands. Á sama tíma fer áhugi hans á þjóðarétti vaxandi og hann hefur stundakennslu í nýju landi við þann kunna skóla London School of Economics and Political Science (LSE) á því sviði og fær ríkisborgararétt í Bretlandi um aldamótin 1900, en auk þess byrjar breska utanríkisráðuneytið að leita til hans með ráðgjöf varðandi þjóðarétt. Árið 1905 kemur svo út fyrsta útgáfan af því kunna riti sem við nú þekkjum sem Oppenheims International Law og slær það umsvifalaust í gegn sem áhrifamesta ritið á sviði þjóðaréttar og er það svo enn í síðari útgáfum annarra. Árið 1908 er Oppenheim síðan ráðin Whewell prófessor í þjóðarétti við Háskólann í Cambridge og gegndi hann þeirri stöðu allt til dauðadags í október 1919.129 Sem fyrr segir vakti þetta rit Oppenheims þegar gríðarlega athygli og kom fljótlega út í fjölda ríkja og hann varð þekktur maður á heimsvísu á sviði þjóðaréttar. Það sem einkennir ritið öðru fremur er sá ásetningur höfundarins að setja skipulega og hlutlægt fram reglur þjóðaréttar eins og þær birtast í eiginlegum milliríkjasamskiptum, það er þá einkum í formi þjóðréttarvenja og þjóðréttarsamninga. Telja má áherslur Oppenheim dæmigerðar fyrir 19. aldar vildarréttaráherslur í þjóðarétti þar sem hann lagði mest upp úr hlutlægri greiningu á eiginlegri framkvæmd ríkja og þýðingu hennar í samhengi.130 Er þó ljóst að líkt og Kant þá taldi Oppenheim þjóðarétt hafa sérstakan normatífan tilgang sem væri sá að fyrirbyggja deilur ríkja og því væri algert lykilatriði að menn kynnu skil á reglunum eins og þær væru. Enn fremur er ljóst að Oppenheim deilir ekki þeirri sýn John Austin að þjóðaréttur sé ekki lög þar sem um væri að ræða samfélag ríkja sem teldu sig bundin af slíkum rétti og tiltekin viðurlög gætu réttilega leitt af brotum.131 Rit Oppenheim um þjóðarétt varð eftir hans dag að nokkurs konar stofnun á sviði þjóðaréttar þar sem eftirmenn hans tóku hver af öðrum við keflinu að ritstýra síðari útgáfum og má þar helsta nefna þá Arnold McNair og Hersch Lauterpacht.132 Hans Kelsen er ekki aðeins þekktur fyrir framlag sitt til þjóðaréttar heldur er hann einnig talinn vera einn helsti réttarheimspekingur 20. aldar fyrir vildarréttarkenningu sína um hið hreina form laganna (pure theory of law). Kelsen var þó þar ekki að öllu leyti eyland þar sem hann tilheyrði hópi fræðimanna í lögum sem voru einkum við Háskólann í Vínarborg og sem hafa síðar jafnan verið nefndir í einu lagi Vínarskólinn.133 Aðferðafræði Kelsen gekk út á það að greina lögin án áhrifa frá öðrum félagsvísindum þar sem lögfræði væru sérstök vísindi sem aðgreina bæri fullkomlega frá siðfræði, þjóðfélagsfræðum og stjórnmálum.134 Eftir því sem á leið fékk Kelsen sérstakan áhuga á þjóðarétti sem skipar mikilvægan sess í kenningu hans og enn síðar beindist sá áhugi hans einna helst að þróun alþjóðastofnana og þá einkum Sameinuðu þjóðanna. 129 Mathias Schmoeckel, „Lassa Oppenheim (1858–1919)“ í Bardo Fassbender og Anne Peters (ritstj.), The Oxford Handbook of The History of International Law (Oxford University Press 2012) bls. 1152–1153. 130 Neff (n 5) bls. 230. 131 Anghie (n 4) bls. 48. 132 Schmoeckel (n 129) bls. 1153–1155. 133 Aðrir merkir fræðimenn kenndir við Vínarskólann eru þeir Josef Kunz og a.m.k. um tíma Alfred Verdross. 134 Bardo Fassbender, „Hans Kelsen (1881–1973)“ í Bardo Fassbender og Anne Peters (ritstj.), The Oxford Handbook of The History of International Law (Oxford University Press 2012) bls. 1167.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Helga Law Journal

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.