Helga Law Journal - 01.01.2021, Blaðsíða 18

Helga Law Journal - 01.01.2021, Blaðsíða 18
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 1918 19. öld sem menn fóru að gefa skrifum þessa 16. aldar manns um þjóðarétt verulegan gaum og þá sökum þess hversu langt þau þóttu vera á undan sinni samtíð í ýmsum efnum. Þannig skrifaði Gentili árið 1585 þrjú rit um rétt sendimanna sem hverfðust um mál spænska sendiherrans Mendoz sem rekinn var frá Englandi vegna gruns um aðild að samsæri gegn Elísabetu I. drottningu. Þá skrifaði Gentili árið 1589 þrjár ritgerðir um lög í stríði eftir misheppnaða tilraun spænska flotans til árásar á England er urðu síðan grunnur að höfuðritum hans á því sviði sem komu út árið 1598 auk þess sem hann gaf árið 1599 út tvö rit um hernað Rómverja og kenningar um hið réttláta stríð. Þá blandaði hann sér í umræður um stjórnskipunarmál á Englandi með skrifum sínum og þótti vera hallur undir Jakob I. konung og hugmyndir um sterkt konungsvald gagnvart páfavaldinu og þegnunum en síðustu æviárin var Gentili í þjónustu spænska sendiráðsins í London.28 Eins og títt er um andans menn var Gentili ekkert sérstaklega hátt skrifaður í lifanda lífi en fræði hans voru að segja má vakin til lífs að nýju eftir miðja 19. öld í verkum Thomas Erskine Holland um lög í stríði. Sýn Gentili var þó í anda fyrri alda nokkuð frábrugðin síðari tíma sýn á þjóðarétt sem sérstaks réttarkerfis reglna er leiða af sammæli fullvalda ríkja. Þannig leit Gentili líkt og margir samtímamanna hans fremur á regluverkið sem einhvers konar samsafn af reglum, og þar á meðal af meiði eðlisréttar, sem virtust gilda í lögskiptum hvers kyns aðila þvert á landamæri ríkja. Í fyrrgreindu þriggja binda riti Gentili Um lög í stríði frá 1598 staðhæfði hann að í fyrri fræðiskrifum hefði þetta tiltekna viðfangsefni jafnan verið vanrækt sem fræðilegt viðfangsefni en greina mætti þar vissar gildandi reglur, meðal annars út frá því sem enn væri tiltækt úr hinum forna Rómarrétti sem fengist hafi við viðfangsefnið. Mætti þannig enn greina almenn svör við lykilspurningum út frá Rómarrétti og af því leiddi Gentili fram þá meginkenningu sína að réttmætt stríð væri jafnan háð til þess að ná fram einhvers konar rétti í samskiptum þjóða, þ.e. til að verja sig eða til að leiðrétta órétt af hálfu gagnaðila, en slíkan grundvöll réttlætis leiddi hann einkum af siðfræðiskrifum Aristótelesar um réttlætið. Af þessu leiddi Gentili síðan fram kenningar sínar um réttmætar ástæður þess að fara í stríð, hvernig stríð mætti há, o.s.frv. Ekki væri til dæmis unnt að réttlæta stríð með guðlegri forsjón eða af trúarástæðum, a.m.k. ekki í milliríkjasamhengi.29 Óljóst er hvort eða hvaða áhrif framúrstefnuleg skrif Gentili um þjóðarétt höfðu fyrr en síðar meir og það kom í öllu falli í hlut annars manns að öðlast frægð fyrir nokkuð viðlíka hugmyndir um þjóðarétt. Sá hét sem fyrr segir Húgó Grótíus og átti eftir að hafa slík áhrif að hann er iðulega nefndur lærifaðir nútímaþjóðaréttar. Verður nú fjallað frekar um hann, en jafnframt þar á eftir stuttlega um annan samtímamann hans sem átti eftir að setja svip sinn á síðari tíma hugmyndir um þjóðarétt og fleira, bölsýnismanninn Hobbes. 28 Merio Scattola, „Alberico Gentili (1552–1608)“, í Bardo Fassbender og Anne Peters (ritstj.), The Oxford Handbook of The History of International Law (Oxford University Press 2012) bls. 1092–1093. 29 Sama heimild bls. 1093–1096. 4 Aldafar 17. aldar — Húgó Grótíus lærifaðir þjóðaréttarins og bölsýnismaðurinn Hobbes30 Þegar komið er fram á 17. öld fór að bera æ meira á því að vaxandi flotaveldi í norðanverðri Evrópu, Frakkland, England og Holland, sem ekki höfðu verið aðilar að skiptingu veraldarinnar í áhrifasvæði milli gömlu stórveldanna, Spánar og Portúgals, með blessun páfa, ætluðu ekki að una slíku fyrirkomulagi einokunar í verslun og nýtingu auðlinda í Asíu, Ameríku og Afríku og í siglingum á úthöfunum. Þeirra beið því verkefni sem var a.m.k. að hluta til lögfræðilegs eðlis, það er að hnekkja lagarökum fyrir slíkri einokun og útskýra jafnframt á hvaða rökum kröfur þeirra sjálfra um aðgang ættu þá að byggjast. Töldu valdhafar þjóðríkjanna þriggja að samkomulag konunga Spánar og Portúgals hefðu í besta falli þýðingu fyrir þá innbyrðis og að blessun páfa á skiptingunni hafi farið út fyrir geistlegt vald hans.31 Angi af þessum deilum birtist í átökum Hollendinga við Portúgala um siglingar og verslun í Austur-Indíum en Portúgalar töldu samkvæmt framansögðu að þetta væri með réttu þeirra löghelgaða áhrifasvæði. Fór floti Portúgala fram af hörku gagnvart kaupskipum Hollendinga sem tóku ákveðið á móti samfara vexti hins öfluga hollenska Austur-Indíafélags (VOC) sem sett var á fót árið 1602. En til að rökstyðja slíkar aðgerðir þurfti fræðimenn í lögum og á daginn kom að Hollendingar höfðu einn slíkan afburðamann. Hollendingurinn Hugh de Groot eða Húgó Grótíus á latínu (1583–1645) átti sérlega viðburðaríka ævi. Ellefu ára hóf hann háskólanám, þremur árum síðar kom fyrsta bókin eftir hann út og fyrir hálffertugt hafði hann gegnt þýðingarmiklum opinberum embættum, en í kjölfar valdabaráttu í heimalandi hans var hann hnepptur í ævilangt fangelsi þar sem hann, eftir tveggja ára fangelsisvist, slapp úr prísundinni með mjög ævintýralegum hætti. Síðasta aldarfjórðung ævi sinnar var Grótíus í útlegð og þá lengstum í Frakklandi en sinnti þó áfram fræðistörfum ásamt því að gegna ýmsum embættisstörfum, meðal annars sem sendiherra Svíþjóðar í París. Þrátt fyrir þetta viðburðaríka lífshlaup á Grótíus að hafa sagt á dánarbeði sínu: „Með því að reyna að skilja marga hluti, hef ég í reynd engu áorkað.“32 Þótt margt megi segja um æviskeið Grótíusar þá geta fæstir tekið undir þessi andlátsorð, svo miklu afkastaði hann og sem dæmi liggja eftir hann á yfir fimmta tug fræðirita, flest gefin út á latínu, um svo ólík efni sem guðfræði, sögu, heimspeki og lög.33 Mikilverðasta framlag Grótíusar til fræðanna var án efa á því sviði sem í dag kallast þjóðaréttur og hefur hann oft 30 Rétt er að geta um að neðangreind umfjöllun um Húgó Grótíus byggir í verulegum efnum á skrifum okkar Helga Áss Grétarssonar í greininni „Húgó Grótíus — lærifaðir þjóðaréttar — æviágrip og helstu hugmyndir” (n 3). 31 Neff (n 5) bls. 126. 32 Stephen C. Neff, Hugo Grotius: On the Law of War and Peace (Cambridge University Press 2012) bls. xxi. 33 Ledley Bull, „The Importance of Grotius in the Study of International Relations“ í Hedley Bull, Benedict Kingsbury og Adam Roberts (ritstj.), Hugo Grotius and International Relations (Clarendon 2002) bls. 67.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Helga Law Journal

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.