Helga Law Journal - 01.01.2021, Side 22

Helga Law Journal - 01.01.2021, Side 22
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 2322 Loevestein-kastala, eða í mars 1621, slapp Grótíus úr prísundinni með því að eiginkona hans og þjónustustúlka báru hann út úr fangaklefa sínum í tómri bókakistu! Í kjölfar þessa ævintýralega flótta komst Grótíus til Parísar þar sem honum var ágætlega tekið af Loðvík XIII. konungi Frakklands. Á næstu árum lifðu Grótíus og fjölskylda hans fyrst og fremst á lífeyri sem Frakkakonungur skammtaði honum. Af ýmsum ástæðum stóð Grótíus alls ekki of vel fjárhagslega þessi ár sem hann bjó í Frakklandi og kom það meðal annars til af því að hann komst í nokkra ónáð hjá Richelieu kardínála sem gekk næstur Frakkakonungi að völdum.46 Í Frakklandi hóf Grótíus að vinna að því verki sem síðar átti ótvírætt eftir að verða höfuðrit hans á sviði þjóðaréttar, De Iure Belli ac Pacis (Um réttinn í stríði og friði), sem kom fyrst út árið 1625. Ritið vakti takmarkaða athygli í fyrstu útgáfu en varð síðar útbreitt. Árið 1631 fór Grótíus aftur til Hollands en hafði þar stutta viðdvöl þar sem andrúmsloftið var enn mjög lævi blandið í hans garð.47 Frá Hollandi hélt Grótíus til Hamborgar árið 1632 þar sem hann dvaldi í tvö ár og upphófst þar sérstakt samband hans við Svíþjóð sem kom til af því að Gústaf Adolf Svíakonungur var mikill aðdáandi verka Grótíusar og sóttist eftir liðsinni hans en á þessum tímum stóð yfir þrjátíu ára stríðið í Evrópu.48 Þótt Gústaf Adolf hafi síðan fallið í nóvember árið 1632 í orrustunni við Lutzen buðu sænsk stjórnvöld Grótíusi að gerast sænskur ríkisborgari og verða sendiherra Svía við hirð Frakkakonungs. Grótíus þekktist þetta boð en vegna styrjaldarinnar komst hann þó ekki til Parísar fyrr en árið 1635. Var þetta mikilsvert embætti þar sem þjóðríkin Svíþjóð og Frakkland voru þá um stundir helstu bandamenn í þrjátíu ára stríðinu gegn veldi Habsborgara.49 Þótt Grótíus ætti þá sem fyrr upp á pallborðið hjá Loðvík XIII. Frakkakonungi var því sama ekki að heilsa gagnvart Richelieu kardínála, en auk þess voru ýmsir sænskir kollegar hans mótfallnir honum. Fór loks svo að Grótíus var, þrátt fyrir væntingar um annað, leystur frá störfum sem sendiherra árið 1644 og hann svo alfarið sniðgenginn þegar kom að því að semja um frið í styrjöldinni miklu. Eftir að Grótíus missti embætti sitt sem sendiherra Svíþjóðar í Frakklandi sóttist hann eftir því að komast í þjónustu Englendinga, en það náði ekki saman og hélt Grótíus þá til Svíþjóðar.50 Þegar hann komst loksins þangað var honum tekið með virktum en var þó gerð grein fyrir því að frekari störf hans fyrir ríkið yrðu að vera þar í landi, en það féll honum ekki í geð. Í nokkurri óvissu um hvað hann ætti næst að takast á hendur hélt Grótíus aftur yfir Eystrasaltið og tók stefnu á Lübeck. Skipið sem hann tók sér far með lenti hins vegar í hafnauð og fórst norður af ströndum Þýskalands 17. ágúst 1645. Grótíusi var bjargað í land við 46 Peter Haggenmacher, „Hugo Grotius (1583–1645)“ í Bardo Fassbender og Anne Peters (ritsjt.), The Oxford Handbook of The History of International Law (Oxford University Press 2012) bls. 1098. 47 Hill (n 36) bls. 8. 48 Hermir sagan að konungurinn hafi jafnan ásamt biblíunni haft með sér eintak af De Iure belli ac Pacis Grótíusar á vígvellinum. Sjá sömu heimild bls. 12. 49 Neff (n 32) bls. xix. 50 Sama heimild bls. xxi. illan leik en hann lést skömmu síðar í Rostock þann 26. ágúst sama ár. Lík Grótíusar var flutt til heimaborgar hans, Delft, og grafið þar í Nieuwe Kerk (Nýju kirkju) þar sem liðnir þjóðhöfðingjar Hollands eru lagðir til hinstu hvílu allt til okkar daga. Á torginu fyrir utan þessa tilkomumiklu kirkju var svo reist stór stytta af þessum merka syni Hollands árið 1886 og stendur hún þar enn.51 Það sem aðgreindi Grótíus helst frá mörgum fyrri tíma og samtíma fræðimönnum var að undirstaðan í röksemdafærslu hans var reist á lögmálum sem töldust óháð því hvort samfélag manna væri byggt á kristilegum kennisetningum. Þótt hann vísi víða í skrifum sínum til vilja guðs í anda síðmiðalda er hinn fræðilegi grundvöllur þó óháður kristnum gildum og menningu og á það lagði hann sjálfur áherslu. Eðlisréttur Grótíusar er því ekki trúarlegs eðlis. Grótíus taldist til svonefndra húmanista en sú hreyfing átti rót að rekja til ítölsku borgríkjanna á 15. öld en barst norður til Evrópu um Frakkland á 16. öld og var afar áberandi í Hollandi á 17. öld.52 Húmanisminn samtvinnaðist þar áherslum um borgaraleg gildi samfara andófi eða gagnrýni á áður allsráðandi skólaspeki kaþólskunnar.53 Á sviði lögfræðinnar birtist húmanisminn til dæmis í því að mikil áhersla var lögð á rétta túlkun Rómarréttar, ekki þó af því að það réttarkerfi væri sem slíkt gildandi samtímaréttur heldur af því þar væri um að ræða þróaðasta réttarkerfi menningarþjóðar sem væri vert að læra af.54 Í hinni gömlu kristnu Evrópu síðmiðalda þar sem ríktu keisari og páfi höfðu Rómarréttur og kanónískur réttur haft afgerandi þýðingu í lögskiptum manna almennt en þjóðaréttur í nútímaskilningi var þá ekki til. Í hinum nýju þjóðríkjum varð áherslan nú á það að landsrétturinn ætti að stafa frá valdhöfum ríkisins en jafnframt myndaðist þá þörf fyrir sérstakar reglur um samskipti þessara nýju jafnsettu fullvalda ríkja.55 Í þessu samhengi birtist framlag Grótíusar sem taldi að til væru lög sem stæðu ofar þjóðríkjunum og giltu um samskipti þeirra.56 Sýn Grótíusar á lögin byggðist á því að það valdatóm sem keisarinn og kirkjan höfðu áður fyllt yrði í samfélagi jafnsettra þjóðríkja að lúta reglum sem grundvölluðust á eðli mannsins. Þótt stofnanir og mannasetningar væru forgengilegar þá væru mennskan og eðlisrétturinn sem af henni leiddi ætíð það sem yrði að virða í samfélagi manna sem væru skynsemis- og samfélagsverur. Eðlisrétturinn leiddi óumflýjanlega og rökrétt af tilteknum staðreyndum um mennina og félagstengsl þeirra í náttúrunni.57 Öll lög hlytu því að taka mið af tilteknum eðlisrétti en þar sem honum sleppti væri þó svigrúm fyrir mannasetningar í formi reglna sem stöfuðu frá þar til bærum valdhöfum. Grótíus 51 Styttan var afhjúpuð 1886. Hill (n 36) bls. 15. 52 Robinson, Fergus og Gordon (n 10) bls. 220–221. Ágætt yfirlit um þýðingu húmanismans er í Anthony Grafton, „Humanism and Political Theory“ í J.H. Burns (ritstj.), The Cambridge History of Political Thought — 1450–1700 (Cambridge University Press 1991) bls. 9–29. 53 Lesaffer (n 12) bls. 343. 54 Sama heimild bls. 354–355. 55 Sama heimild bls. 356. 56 Tuck (n 37) bls. 515. 57 Hill (n 36) bls. 2 og 9.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Helga Law Journal

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.