Helga Law Journal - 01.01.2021, Side 42

Helga Law Journal - 01.01.2021, Side 42
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 4342 Víkur þá sögunni að F.F. Martens en hann þótti helsti þjóðréttarfræðingur Rússneska keisaradæmisins síðla á 19. öld og gegndi þá jöfnum höndum stöðu prófessors við Háskólann í Pétursborg og ráðgjafa í keisaralegu utanríkisþjónustunni þar í landi. Martens fæddist í Eistlandi og varð munaðarlaus á unga aldri en braust til mennta og lærði lögfræði í Pétursborg en síðan lá leið hans í frekara nám í Heidelberg og Vín þar sem áhugi hans beindist að þjóðarétti. Eftir að Martens sneri heim tók hann við framangreindum stöðum þar en hann var í þjónustu Rússakeisara allt frá 1869 og til dauðadags 1909. Martens telst um sumt til dæmigerðra vildarréttarmanna á síðari hluta 19. aldar, og vísaði meðal annars til þess að í vísindalegri greiningu á réttarkerfi þjóðaréttarins væri ekkert pláss fyrir pólitískar eða siðferðilegar vangaveltur. En margt í verkum hans myndar einnig sterk tengsl við hugmyndir í anda frjálslyndisstefnu, til dæmis áherslur hans á þýðingu samvinnu á alþjóðavettvangi.123 Martens var jafnan afar virkur í útgáfu fræðilegs efnis á sviði þjóðaréttar og gaf á árunum 1882–1883 út fyrsta heildstæða fræðiritið um efnið á rússnesku sem var síðan þýtt og fór víða um lönd þekkt sem Contemporary International Law of Civilized Nations. Annað helsta framlag Martens fólst í því að vera einn helsti hvatamaðurinn á bak við fyrstu stóru milliríkjaráðstefnurnar í þágu friðar sem haldnar voru í Haag í Hollandi árin 1899 og 1907 og sem höfðu það að meginmarkmiði að stuðla að gerð milliríkjasamninga um beitingu vopnavalds og um lög í stríði. Á fyrri ráðstefnunni lagði Martens til hina margfrægu „Martens-klausu“ sem rataði svo inn í inngang Haagsamnings nr. II frá 1899 um lög og venjur í landhernaði. Fól „Martens- klausan“ efnislega í sér að túlka bæri samninginn og reglur settar í skjóli hans, eða þær sem upp á vantaði, með hliðsjón af meginreglum hans og þróun á réttarsviðinu og gildir sú túlkunarregla enn almennt í mannúðarétti.124 Nokkuð skiptar skoðanir hafa þó verið um arfleifð Martens þar sem ýmsum þótti afstaða hans til mála einkum litast af starfi hans sem sendimanns í þágu Rússlands og eftir byltinguna þar í landi árið 1917 var hans lítt getið í Sovétríkjunum. Dagbækur Martens þykja endurspegla þá togstreitu sem hann var í verandi bæði fræðimaður og diplómat og sjálfum þótti honum hann meira metinn alþjóðlega en heima fyrir þar sem hann sætti tortryggni í þjónustu keisarans verandi fræðimaður og af baltneskum uppruna.125 123 Neff (n 5) bls. 257 og 309. 124 Lauri Malksoo, „Friedrich Fromhold von Martens (Fyodor Fyodorovich Martens — 1845–1909)“ í Bardo Fassbender og Anne Peters (ritstj.), The Oxford Handbook of The History of International Law (Oxford University Press 2012) bls. 1147–1148. 125 Sama heimild bls. 1149–1150. 9 Lærdómur 20. aldar fyrir þróun þjóðaréttar — skipbrot einsýni á áherslur vildarréttarins Þegar á 19. öld mátti greina strauma og stefnur sem töldu of eindregnar áherslur í anda vildarréttar þeirrar aldar ófullnægjandi greiningu á þjóðarétti. Sú gagnrýni stafaði ekki einungis frá þeim minnkandi hópi fræðimanna sem enn aðhylltust þýðingu eðlisréttar, heldur mun frekar frá fræðimönnum sem ýmist töldu slíka tæknilega nálgun á réttinn með ofuráherslu á fullveldi ríkja í raun óraunsanna og allt eins gildishlaðna þrátt fyrir vísindalegt yfirbragð. Vildarréttur virtist til dæmis einn og sér, eins og síðar varð lögð ríkari áhersla á, alls ekki geta útskýrt þýðingu einstaklingsbundinna réttinda manna og ófrávíkjanlegar þjóðaréttarvenjur í því sambandi, svo siðferðileg álitamál virtust þannig óumflýjanleg.126 En sú stefna sem átti öðru fremur eftir að leggja grunn að milduðum vildarrétti í þessum anda á 20. öld á sviði þjóðaréttar er ótvírætt frjálslyndisstefnan (líberalismi) þar sem áherslan er færð frá ríkinu og á fullveldi þess og yfir á frelsi og réttindi einstaklinganna sem væri bæði þjóðfélagslega æskilegt og hagkvæmt.127 Frjálslyndisstefnan skiptist svo upp í áherslur á frelsi manna í viðskiptum annars vegar og áherslur á stjórnmálaleg mannréttindi hins vegar, en hlutverk ríkja og lögmætra valdhafa þeirra væri einkum það að standa vörð um slík réttindi þegnanna. Slíkar hugmyndir voru auðvitað ekki nýjar af nálinni og áttu rætur að rekja til frelsisstríðs Bandaríkjanna, frönsku byltingarinnar og hugmynda fræðimanna á 18. öld. En á sviði þjóðaréttarins verða þessar hugmyndir sérlega áhrifaríkar þegar kemur fram á 20. öld, einkum í kjölfar tveggja heimsstyrjalda og til þeirra má rekja áherslu á uppbyggingu alþjóðastofnana sem og hugmyndir um alþjóðasamfélag sem standa eigi vörð um ófrávíkjanleg gildi í krafti þjóðaréttar á borð við frið og grundvallarmannréttindi. Má því segja að á 20. öld þá hafi þjóðaréttur að nýju orðið að réttarkerfi sem væri a.m.k. að hluta til sett yfir ríkin en ekki bara mótað af ríkjunum og fyrir hagsmuni þeirra einna. Áhersla 19. aldar á vildarrétt blandast þannig saman við ýmsa strauma og stefnur á 20. öld á sviði þjóðaréttar, einkum frjálslyndisstefnu af ýmsum toga, en einnig um tíma sósíalisma og fasisma, auk ýmissa útgáfa af eðlisrétti. Þá má heldur ekki líta fram hjá því að þróun þjóðaréttar á 19. og fram á 20. öld kallaðist í verulegum efnum á við álitaefni sem tengdust nýlendustefnunni og stöðu þriðja heimsins sem svo var kallaður.128 Þá var einnig viss gerjun í herbúðum 126 Neff (n 5) bls. 266–268. 127 Stephen C. Neff, “A Short History of International Law” í Malcolm Evans (ritstj.), International Law (5. útg., Oxford University Press 2018) bls. 16. 128 Anghie (n 4) sjá einkum bls. 32–40. Líta sumir fræðimenn til dæmis svo á, með nokkurri einföldun, að þjóðaréttur hafi allt fram eftir 20. öld einkum leitast við að réttlæta með aðferðum lögfræðinnar valdbeitingu stórveldanna gegn réttlausum íbúum nýlenda. En jafnvel þegar sú lögformlega undirokun hafi síðan liðið undir lok hafi þjóðaréttur áfram þjónað því hlutverki að heimila ýmiss konar íhlutun í málefni þróunarlanda á forsendum og í þágu hagsmuna Vesturlanda, sbr. einnig skrif ýmissa annarra er kenna má við gagnrýnar lögspekikenningar og Third World Approaches to International Law (TWAIL).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Helga Law Journal

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.