Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 22
20
JÓN SIGURÐSSON
ANDVARI
í Washington og loks aftur í Reykjavík. Frá unga aldri var hann bók-
hneigður og eignaðist ágætt bókasafn. Einhverju sinni sagði kunningi á
góðri stundu: „Mikið ansi hlýturðu að vera orðinn ríkur, Vilhjálmur.“
Hann svaraði: „Já, ég er ríkur meðan ég á Rönnu.“
Vilhjálmur Þór var yngstur í systkinahópi og komust sex á legg,
tvær systur, Margrét og Rannveig húsfreyjur, og fjórir bræður, Jón
málarameistari, Jónas verksmiðjustjóri og Þorsteinn Thorlacius prent-
smiðjustjóri. Fjögur þeirra tóku sér ættarnafnið Þór. Ekki gerðu allir
samferðamenn sér grein fyrir því að Vilhjálmur missti snemma annað
augað og gekk með gerviauga síðan.
Móðir þeirra systkina var Olöf Margrét Þorsteinsdóttir Thorlacius.
Faðir hennar, Þorsteinn Thorlacius hreppstjóri að Öxnafelli, var sonur
séra Einars Thorlaciusar prests í Saurbæ í Eyjafirði. Ólöf Margrét var
merkiskona og sópaði að henni. í móðurætt var Vilhjálmur Þór níundi
maður frá Guðbrandi biskupi Þorlákssyni og þá sjöundi maður frá
Þorláki biskupi Skúlasyni, ættföður Thorlacius-ættar. Vilhjálmur Þór
og læknamiðillinn Margrét frá Öxnafelli voru systkinabörn.
Faðir þeirra systkina var Þórarinn Jónas Jónasson. Hann var bóndi
í Svarfaðardal og víðar í Eyjafjarðarsýslu, síðast á Æsustöðum í
Saurbæjarhreppi, og síðar búsettur á Akureyri en lést fyrir aldur fram.
Jónas faðir hans var Jónsson frá Sigluvík í Svalbarðsstrandarhreppi
skammt frá Akureyri, oft kenndur við Sigluvík, skáldmæltur kennari og
fræðimaður. Jón faðir hans var Þórarinsson, prestssonur úr Svarfaðar-
dal.
III
Hér hefur verið fjallað um kafla á þroskaárum Vilhjálms Þór, eftir
að hann hélt úr átthögum sínum fullþroska stjórnandi og forystu-
maður og hafði tekist á hendur trúnaðarstörf fyrir þjóðina í ríkisstjórn
íslands. Vilhjálmur var í sér mikill Eyfirðingur og Akureyringur og
dró aldrei neina dul á það. Þaðan hafði hann í upphafi styrk sinn og
orku. Eyjafjörður var, eins og bæði fyrr og síðar, á dögum hans öflug
byggð með kröftugu atvinnulífi, framleiðslu, félags- og menningarlífi.
A dögum Vilhjálms var héraðið vitaskuld sérstæðara og sjálfstæðara
að því leyti að samgöngur settu víðtækari samskiptum og tengslum
talsverðar skorður. Fram á 20. öld var ísland í raun sundurslitin keðja