Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 49

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 49
andvari VILHJÁLMUR ÞÓR 47 áhrifum? ... Með því að kappkosta að halda vakandi því góða sem kennt var í barnæsku. Með því að kappkosta að halda opnum og vel vakandi þeim skynjunarfærum sem einum og sérhverjum manni eru gefin til þess að veita viðtöku góðum áhrifum sem alltaf eru að leita hans. Með því að vilja hið góða, en ýta því illa á brott.“ Á gamlársdag 1954 kvaddi Vilhjálmur Þór samstarfsfólk sitt hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga með ávarpi. Þar sagði hann meðal annars: „Fyrir fjörutíu og tveimur árum kom ég ungur sveinn til starfs hjá samvinnufélagi. Ég óx upp með þessu félagi í aldarfjórðung og lærði þar í starfi það sem ég hef lært til verslunar. Ég lærði þar frá bernsku af eigin reynslu og af því sem ég heyrði frá mér reyndari mönnum og fékk örugga vissu sem aldrei hefur brugðist mér að samvinnan er sú þjóðfélagsstefna sem er traustust, öruggust og vissust til að bæta kjör manna, skapaþeim hagsæld og heilbrigði á öllum sviðum.... k liðnum árum hef ég reynt að vinna þessari háleitu hugsjón eftir því sem ég hef haft vit og orku til. ... Ég fer einnig frá starfi mínu vegna þess að ég trúi á þá sem ungir eru. Ég hef sannfæringu fyrir því að það á að leyfa þeim að komast að til að taka fangbrögðum við lífið og starfið meðan þeir eru bjartsýnir og djarfir og finna þróttinn og kraftinn búa með sér, finna orkuna og lífsgleðina steypast eins og fossa um allar æðar líkamans. ... Það skiptir ekki alltaf mestu máli að fara hratt. Stundum kallar það eftir miklu meiri karlmennsku að halda aftur af, þegar ekki gefur til mikilla framkvæmda. En um leið og þetta er haft vel í huga skal hinu aldrei gleymt, að setja markið hátt og stefna alltaf þangað, þótt hægt fari öðru hverju. - Samstarfsmenn, takið höndum saman, sláið skjaldborg um samvinnuhugsjónina. Verið traustir starfsmenn samvinnunnar. Eflið hana. Með því aukið þið hagsæld allrar þjóðarinnar.“ Ásgeir Ásgeirsson forseti Islands segir í minningargrein um Vilhjálm Þór: „Hann tók lítinn sem engan þátt í deilum um dægurmál. Lítill áróðursmaður, nema um þá hluti sem þurfti að hrinda í framkvæmd. Hann var frekar dulur, einkum um tilfinningar sínar. Aldrei sjálfhæl- inn. En forustu- og framkvæmdamaður með ágætum.“ Gylfi Þ. Gíslason ráðherra og prófessor segir í minningargrein um Vilhjálm: „Hann var brautryðjandi í viðskiptum samvinnuhreyfingar- innar. í þeim efnum voru hæfileikar hans svo ótvíræðir að hann hefði eflaust orðið voldugur viðskiptafrömuður þótt hann hefði fæðst með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.