Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Síða 134

Andvari - 01.01.2013, Síða 134
132 SVEINN YNGVI EGILSSON ANDVARI berg í ágústblíðunni, en vissulega fellur sú viðbót vel að ímynd norrænnar sveitasælu. Eftir stendur hjarðljóðamynd af skáldi á gönguför sem endar með óvæntum hætti. Hjarðljóð Sá kveðskapur sem í almennu tali gengur undir nafninu náttúruljóð á sér langa sögu. Forngrísk og rómversk skáld ortu um sveitalíf í ljóðum sem köll- uð eru búkolík eða arkadískur skáldskapur. Þeókrítos (uppi á 3. öld f. Kr.) var þekktasta skáld Grikkja í þessari grein ljóðlistar. Rómverska skáldið Virgill (uppi á 1. öld f. Kr.) orti eklóga þar sem smalar kveðast á og hjarðlífinu er lýst í héraðinu Arkadíu á Grikklandi. Virgill orti einnig búnaðarbálka (lat. georgica) þar sem fjallað er á upplýsandi hátt um rómverska akuryrkju, skóg- rækt, kvikfjárrækt og býflugnarækt. Kvæði Virgils höfðu mikil áhrif og urðu fyrirmynd margra skálda á síðari öldum. Oft eru slík verk nefnd einu nafni hjarðljóð (e. pastoral), en þá er ekki síður átt við skáldskaparhátt (e. mode) heldur en ákveðna bókmenntagrein (e. genre). í bók sinni Pastoral bendir fræðimaðurinn Terry Gifford á að heit- ið hjarðljóð eða hið hjarðljóðalega (pastoral sem lýsingarorð) megi skilja á þrennan hátt. í fyrsta lagi sé þar átt við áðurnefndar bókmenntagreinar sem þekktar urðu í forngrískum og rómverskum skáldskap og lifðu fram á nýöld, þar sem tveir smalar kváðust á og sveitalífið var dásamað (Steingrímur sneri sjálfur kvæði af þessu tagi eftir forngríska skáldið Bion sem hann kallar í íslenskri þýðingu „Vorið. Samtal tveggja hirðsveina“).3 í öðru lagi sé heitið notað í almennri merkingu um hvers kyns skáldskap sem lýsir sveit eða nátt- úru sem andstæðu borgarlífs (t.d. skáldsaga sem hefur til að bera slíka efnis- þætti). í þriðja lagi hafi heitið verið notað á gagnrýninn hátt af þeim sem eru á móti upphöfnum lýsingum á ágæti sveitalífs, þar sem litið sé framhjá þeim erfiðleikum og neikvæðu þáttum sem fylgja slíku lífi, eða látið sem náttúran sé óspillt og ómenguð (gagnrýnin gengur þá t.d. út á að hér sé um listræna blekkingu að ræða).4 Heitið hjarðljóð verður notað í víðri merkingu í þess- ari grein um ljóðrænar lýsingar á sveitasælu og þá ekki sett sem skilyrði að tveir smalar kveðist á, þó að reyndar komi smalamennska eða bústörf víða við sögu. Slíkur skáldskapur getur virst einfaldur á yfirborðinu en býr yfir ýmsum eiginleikum ef betur er að gáð. Þar má greina ákveðið grunnferli sem Gifford lýsir og heimfæra má upp á ýmis ljóð Steingríms. Ferlið lýsir sér í því að maður finnur tímabundið athvarf eða fylgsni í náttúrunni og hverfur svo aftur til samfélagsins eða menningarinnar og er þá endurnærður eða reynsl- unni ríkari. Á ensku er þetta táknað með orðunum retreat (athvarf) og return (afturhvarf).5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.