Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 64
62
PÁLL BJARNASON
ANDVARI
í hefndarskyni herti vetur tökin með frostum og ís og fékk „sjálfan Vúlkan“
í lið með sér með því að kynda eld í Eyjafjallajökli. En vorið var óhrætt enda
naut það stuðnings sólarinnar.
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð Bjarna líka yrkisefni, en á annan hátt. Þegar
Kvœði á fœðingardegi Friðriks konungs VI kom í febrúarhefti Klausturpósts-
ins 1822 var nýhafið gos sem gladdi augu skáldsins og eins og endranær hugsar
hann sér náttúruna taka þátt í sorg og gleði fólksins. Nú var „gamli Eyja-
fjallaskall inn“ að fagna kónginum með flugeldasýningu. Þetta olli hneyksl-
an Bjarna Þorsteinssonar, pennavinar Bjarna, sem taldi eldgos ekkert gaman-
mál, en skáldið varðist með þeim rökum að það sé „ekki ætíð æsthetisk ljótt
sem getur gjört skaða. Sjórinn hefur mörgum sálgað og er þó tignarleg höfuð-
skepna“ (BThBréf 11:97). Þetta viðhorf, að saman geti farið fegurð og ógn nátt-
úrunnar, tjáði hann einnig þegar hann ávarpaði „nafnkunna landið“: „Fagurt
og ógurlegt ertu þá brunar / eldur að fótum þín jöklunum frá.“ Og af sama toga
er viðhorf hans í Vetrinum.
I maí 1822 birti Klausturpósturinn Sumarkveðju eftir Sveinbjörn Egilsson.14
Þar fagnar móðir Jörð því að Drottinn hefur leyst hana úr viðjum vetrarins:
Kom þú heill! sem hýrgar limi kalda,
heimtir aftur til mín sofnað fjör;
löng var stund, er Ijósu mátt’ eg falda,
lengi strauk eg nauðug freðna skör.
í ársbyrjun 1823 kom annað kvæði eftir Sveinbjörn í Klausturpóstinum, Sólar-
ljóð, ort undir ljóðahætti og minna á Sólarljóðin fornu. Sólin er persónugerð
og mælir meðal annars:
Á eg í heimi
óvini tvo,
leiða lifendum:
Kulda og myrkri
kveð eg mér ekkert vera
hvimleiðara í heimi.
Sumarkoma 1823 nefndist kvæði eftir Magnús Stephensen í maíheftinu sem
hefst þannig:15
Velkominn sért oss vænn og fagur,
velkominn ísabyggðir í,
sæll, nýr upprunninn sumardagur,
svört vetrar burt að leiða ský.
Hver þinni komu fagna fer,
fjörs væntir, yndis, liðs af þér!